Engum verið neitað um Fulbright-styrk á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2025 15:52 Utanríkisráðuneyti Marco Rubio (t.v.) í Bandaríkjunum hefur undanfarið tekið fram fyrir hendurnar á stjórn Fulbright-áætlunarinnar þar. Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright á Íslandi, (t.h.) segir engum frá Íslandi hafa verið hafnað. Vísir Allir umsækjendur sem Fulbright á Íslandi hefur mælt með hafa fengið brautargengi til þessa, að sögn framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Nær allir stjórnarmenn Fulbright-áætlunarinnar í Bandaríkjunum sögðu af sér vegna afskipta ríkisstjórnarinnar þar af styrkjunum. Ellefu af tólf stjórnarmönnum sökuðu ríkisstjórn repúblikana um að hafa hrifsað völdin af stjórninni með ólögmætum hætti og neitað fjölda manns um styrki sem stjórnin hafði samþykkt fyrir námsárið 2025 til 2026. Utanríkisráðuneytið hefði ennfremur tekið 1.200 styrkþega til ólögmætrar endurskoðunar sem gæti leitt til þess að enn fleirum yrði hafnað. Fulbright-styrktaráætlunin hefur verið við lýði í hátt í áttatíu ár. Henni var ætlað að ýta undir skiptinám á milli Bandaríkjanna og annarra ríkja. Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi, segir að allir þeir umsækjendur sem stjórnin hér mælti með hafi verið samþykktir úti í Bandaríkjunum þótt ferlið hafi vissulega tekið mun lengri tíma eftir stjórnarskiptin í Bandaríkjunum en áður. „Allavegana fram að þessu hafa allir þeir sem að Fulbright á Íslandi hefur viljað styðja með styrk hlotið brautargengi, en vissulega á það ekki við um öll ríki,“ segir Belinda við Vísi. Taka við Bandaríkjamönnum sem rannsaka loftslagsbreytingar Í umfjöllun New York Times sem sagði fyrst frá afsögnum Fulbright-stjórnarinnar kom fram að svo virtist sem að bandaríska utanríkisráðuneytið hafnaði styrkþegum á grundvelli fræðigreina þeirra. Þeir sem ráðuneytið hafnaði rannsökuðu meðal annars loftslagsbreytingar, fólksflutninga, kynjafræði og kynþætti. Ríkisstjórn repúblikana hefur verið í herferð gegn umfjöllun um slík mál frá valdaskiptunum í janúar. Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright á Íslandi.Fulbright á Íslandi Belindu er ekki kunnugt um að einhver ákveðin ríki lendi frekar í að umsækjendum þeirra sé nú hafnað eða náms- eða fræðimenn af einhverjum tilteknum sviðum. „Við erum til dæmis nú þegar að taka á móti Bandaríkjamönnum sem eru meðal annars með loftslagsbreytingar í sínum verkefnum,“ segir hún. Ómögulegt að segja hvort breytingar verði á áætluninni Umsóknarferlið um hefðbundna styrki til náms- og fræðimanna í gegnum Fulbright hefst á haustin og stendur fram á vor. Stofnunin á Íslandi velur íslenska styrkþega og sendir þá til lokasamþykktar til stjórnarinnar í Bandaríkjunum. Bandaríska stofnunin hefur einnig lokaorð um þá bandarísku styrkþega sem koma til Íslands í gegnum áætlunin þó að sú íslenska fái að hafa sitt að segja um þá. Belinda segir ómögulegt að spá fyrir um hvort að breytingarnar á stjórn Fulbright-áætlunarinnar úti hafi áhrif á umsóknarferlið á Íslandi þegar það fer aftur af stað í haust. Fulbright-áætlunin njóti enn mikillar virðingar í Bandaríkjunum og báðir flokkar hafi alla tíð stutt hana. „Við vonum að þó að það hafi komið upp einhverjir hnökrar núna eftir stjórnarskipti að þetta muni jafna sig en auðvitað getur maður ekki verið viss. En við vonum að svo sannarlega,“ segir Belinda. Filipus Spánarkonungur á Fulbright-viðburði árið 2021. Hann hlaut Fulbright-styrk á sínum tíma til náms í Bandaríkjunum.Vísir/EPA Á bilinu fimm til tíu Íslendingar fá Fulbright-styrk á hverju ári en tuttugu til tuttugu fimm Bandaríkjamenn koma hingað í gegnum áætlunina. Þrengja verulega að erlendum skiptinemum Ríkisstjórn repúblikana hefur hert verulega stefnu Bandaríkjastjórnar í útlendingamálum frá forsetaskiptum í janúar, ekki síst gagnvart erlendum námsmönnum. Þannig hafa bandarísk yfirvöld afturkallað fyrirvaralaust dvalarleyfi erlendra námsmanna, jafnvel án þess að láta þá vita, og stöðvað viðtöl við verðandi skiptinema um vegabréfaáritanir til þess að gefa sér aukið svigrúm til þess að fara yfir samfélagsmiðlareikninga umsækjenda. Stjórnin bannaði Harvard-háskóla nýlega að taka við erlendum nemum til þess að refsa skólanum fyrir að verða ekki að vilja alríkisstjórnarinnar um að hún fengi aukin áhrif á stjórn hans. Utanríkisráðuneytið kallaði útspil stjórnarmannanna í Fulbright-áætluninni „pólitíska sýningu“ sem var ætlað að grafa undan sitjandi Bandaríkjaforseta. Allir stjórnarmennirnir sem sögðu af sér voru skipaðir af Joe Biden, fyrrverandi forseta. Bandaríkin Donald Trump Skóla- og menntamál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Ellefu af tólf stjórnarmönnum sökuðu ríkisstjórn repúblikana um að hafa hrifsað völdin af stjórninni með ólögmætum hætti og neitað fjölda manns um styrki sem stjórnin hafði samþykkt fyrir námsárið 2025 til 2026. Utanríkisráðuneytið hefði ennfremur tekið 1.200 styrkþega til ólögmætrar endurskoðunar sem gæti leitt til þess að enn fleirum yrði hafnað. Fulbright-styrktaráætlunin hefur verið við lýði í hátt í áttatíu ár. Henni var ætlað að ýta undir skiptinám á milli Bandaríkjanna og annarra ríkja. Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi, segir að allir þeir umsækjendur sem stjórnin hér mælti með hafi verið samþykktir úti í Bandaríkjunum þótt ferlið hafi vissulega tekið mun lengri tíma eftir stjórnarskiptin í Bandaríkjunum en áður. „Allavegana fram að þessu hafa allir þeir sem að Fulbright á Íslandi hefur viljað styðja með styrk hlotið brautargengi, en vissulega á það ekki við um öll ríki,“ segir Belinda við Vísi. Taka við Bandaríkjamönnum sem rannsaka loftslagsbreytingar Í umfjöllun New York Times sem sagði fyrst frá afsögnum Fulbright-stjórnarinnar kom fram að svo virtist sem að bandaríska utanríkisráðuneytið hafnaði styrkþegum á grundvelli fræðigreina þeirra. Þeir sem ráðuneytið hafnaði rannsökuðu meðal annars loftslagsbreytingar, fólksflutninga, kynjafræði og kynþætti. Ríkisstjórn repúblikana hefur verið í herferð gegn umfjöllun um slík mál frá valdaskiptunum í janúar. Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright á Íslandi.Fulbright á Íslandi Belindu er ekki kunnugt um að einhver ákveðin ríki lendi frekar í að umsækjendum þeirra sé nú hafnað eða náms- eða fræðimenn af einhverjum tilteknum sviðum. „Við erum til dæmis nú þegar að taka á móti Bandaríkjamönnum sem eru meðal annars með loftslagsbreytingar í sínum verkefnum,“ segir hún. Ómögulegt að segja hvort breytingar verði á áætluninni Umsóknarferlið um hefðbundna styrki til náms- og fræðimanna í gegnum Fulbright hefst á haustin og stendur fram á vor. Stofnunin á Íslandi velur íslenska styrkþega og sendir þá til lokasamþykktar til stjórnarinnar í Bandaríkjunum. Bandaríska stofnunin hefur einnig lokaorð um þá bandarísku styrkþega sem koma til Íslands í gegnum áætlunin þó að sú íslenska fái að hafa sitt að segja um þá. Belinda segir ómögulegt að spá fyrir um hvort að breytingarnar á stjórn Fulbright-áætlunarinnar úti hafi áhrif á umsóknarferlið á Íslandi þegar það fer aftur af stað í haust. Fulbright-áætlunin njóti enn mikillar virðingar í Bandaríkjunum og báðir flokkar hafi alla tíð stutt hana. „Við vonum að þó að það hafi komið upp einhverjir hnökrar núna eftir stjórnarskipti að þetta muni jafna sig en auðvitað getur maður ekki verið viss. En við vonum að svo sannarlega,“ segir Belinda. Filipus Spánarkonungur á Fulbright-viðburði árið 2021. Hann hlaut Fulbright-styrk á sínum tíma til náms í Bandaríkjunum.Vísir/EPA Á bilinu fimm til tíu Íslendingar fá Fulbright-styrk á hverju ári en tuttugu til tuttugu fimm Bandaríkjamenn koma hingað í gegnum áætlunina. Þrengja verulega að erlendum skiptinemum Ríkisstjórn repúblikana hefur hert verulega stefnu Bandaríkjastjórnar í útlendingamálum frá forsetaskiptum í janúar, ekki síst gagnvart erlendum námsmönnum. Þannig hafa bandarísk yfirvöld afturkallað fyrirvaralaust dvalarleyfi erlendra námsmanna, jafnvel án þess að láta þá vita, og stöðvað viðtöl við verðandi skiptinema um vegabréfaáritanir til þess að gefa sér aukið svigrúm til þess að fara yfir samfélagsmiðlareikninga umsækjenda. Stjórnin bannaði Harvard-háskóla nýlega að taka við erlendum nemum til þess að refsa skólanum fyrir að verða ekki að vilja alríkisstjórnarinnar um að hún fengi aukin áhrif á stjórn hans. Utanríkisráðuneytið kallaði útspil stjórnarmannanna í Fulbright-áætluninni „pólitíska sýningu“ sem var ætlað að grafa undan sitjandi Bandaríkjaforseta. Allir stjórnarmennirnir sem sögðu af sér voru skipaðir af Joe Biden, fyrrverandi forseta.
Bandaríkin Donald Trump Skóla- og menntamál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira