Gleymdu að vanda sig Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júní 2025 16:01 Þau sem stjórna hjá Akureyrarbæ tóku óskiljanlega ákvörðun ekki alls fyrir löngu, þau ráku allt starfsfólk félagsmiðstöðvanna og hafa, einhliða að því virðist, ákveðið að gera breytingar á starfinu af þeirri stærðargráðu að ekki er hægt að sitja þegjandi undir. Frá því að hafa fyrir nokkrum árum verið í fararbroddi á landsvísu í málefnum félagsmiðstöðva er fallið hátt. Meðalmanneskja frá fæðingu til sjötugs notar um 4,33 ár í formlega skólagöngu, 7,33 í vinnu, 2,33 í að borða og 5 ár í annað. Svo sofum við í 24 ár og 27 ár er frítíminn okkar. Langstærsti hluti vökutíma okkar frá fæðingu til sjötugs er því frítími. Þessir útreikningar eru miðaðir við að frítími sé allur sá tími sem er eftir þegar skóla, vinnu og skyldustörfum hefur verið sinnt og líkamlegum þörfum fullnægt. Rannsóknir sýna að hvernig við verjum öllum þessum frítíma hefur afgerandi áhrif á farsæld, velferð, heilsu og lífsgæði almennt. Ef frítíminn er nýttur illa hefur það neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélagið og að sama skapi jákvæð áhrif ef tíminn er nýttur vel. Til að auka líkur á jákvæðri notkun frítíma getum við sem samfélag gripið til allskonar úrræða. Sú leið sem hefur sýnt sig að hafi sérlega góð áhrif á unglingsárum eru félagsmiðstöðvar. Auðvita er fleira sem hefur góð áhrif, eins og íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf en þegar kemur að því að taka á þeim vandamálum sem fara vaxandi meðal unglinganna okkar í dag, eru félagsmiðstöðvarnar frábært tæki – ef vel er á haldið. Til er fagstétt sem hefur þann eina tilgang að styðja við og stuðla að jákvæðri notkun frítíma. Þau fara í nám, eins og rafvirkinn, kennarinn, læknirinn og sjúkraþjálfarinn, fá sitt próf, sem í þeirra tilfelli er BA-gráða og eða Meistaragráða í tómstunda- og félagsmálafræði. Þetta eru því sérstök fræði, sérstakt fag sem þarfnast menntunar til að sem bestur árangur náist. Með fullri virðingu fyrir skólastjórnendum, sem eiga að stjórna starfinu á Akureyri – og ég ber mikla virðingu fyrir, því ég vinn með frábærum skólastjórnendum út um allt land, þá læra þau enga tómstundafræði í sínu námi – enda að undirbúa sig undir allt annað fagstarf. Alfa Aradóttir, ein af þeim sem missti starf sitt og fráfarandi yfirmaður forvarna- og frístundadeildar, var einmitt í fyrsta hópnum sem hóf nám í tómstunda- og félagsmálafræði haustið 2001. Ég er orðin svo þreytt á að sú starfsemi sem fer fram í frítímanum og ekki síst fagfólkið njóti ekki þeirrar virðingar sem mikilvægi starfsins kallar á. Ég geng svo langt að segja að það er jafn mikilvægt að stuðla að jákvæðri notkun frítíma og jákvæðri skólagöngu. Ég skora á sveitarfélög landsins að fylgja ekki í fótspor Akureyrarbæjar heldur frekar Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga, þar sem fagfólk í frítíma stjórnar starfinu. Ef mikið liggur við í rafmagnsmálum hringi ég ekki í píparann minn, þó hann sé frábær. Núna liggur mikið við í málefnum unga fólksins okkar, þau eru dásamleg en þurfa stuðning. Þá tekur maður ekki sitt besta fólk og rekur það útaf, svo mikið veit ég, gamli þjálfarinn. Þessar aðgerðir Akureyrarbæjar svíða. Við sem störfum á vettvangi frítímans erum sorgmædd og nánast orðlaus yfir virðingarleysinu sem starfinu, unglingunum og ekki síst starfsfólkinu er sýnt. Höfundur er námsbrautarformaður í námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Frístund barna Akureyri Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Þau sem stjórna hjá Akureyrarbæ tóku óskiljanlega ákvörðun ekki alls fyrir löngu, þau ráku allt starfsfólk félagsmiðstöðvanna og hafa, einhliða að því virðist, ákveðið að gera breytingar á starfinu af þeirri stærðargráðu að ekki er hægt að sitja þegjandi undir. Frá því að hafa fyrir nokkrum árum verið í fararbroddi á landsvísu í málefnum félagsmiðstöðva er fallið hátt. Meðalmanneskja frá fæðingu til sjötugs notar um 4,33 ár í formlega skólagöngu, 7,33 í vinnu, 2,33 í að borða og 5 ár í annað. Svo sofum við í 24 ár og 27 ár er frítíminn okkar. Langstærsti hluti vökutíma okkar frá fæðingu til sjötugs er því frítími. Þessir útreikningar eru miðaðir við að frítími sé allur sá tími sem er eftir þegar skóla, vinnu og skyldustörfum hefur verið sinnt og líkamlegum þörfum fullnægt. Rannsóknir sýna að hvernig við verjum öllum þessum frítíma hefur afgerandi áhrif á farsæld, velferð, heilsu og lífsgæði almennt. Ef frítíminn er nýttur illa hefur það neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélagið og að sama skapi jákvæð áhrif ef tíminn er nýttur vel. Til að auka líkur á jákvæðri notkun frítíma getum við sem samfélag gripið til allskonar úrræða. Sú leið sem hefur sýnt sig að hafi sérlega góð áhrif á unglingsárum eru félagsmiðstöðvar. Auðvita er fleira sem hefur góð áhrif, eins og íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf en þegar kemur að því að taka á þeim vandamálum sem fara vaxandi meðal unglinganna okkar í dag, eru félagsmiðstöðvarnar frábært tæki – ef vel er á haldið. Til er fagstétt sem hefur þann eina tilgang að styðja við og stuðla að jákvæðri notkun frítíma. Þau fara í nám, eins og rafvirkinn, kennarinn, læknirinn og sjúkraþjálfarinn, fá sitt próf, sem í þeirra tilfelli er BA-gráða og eða Meistaragráða í tómstunda- og félagsmálafræði. Þetta eru því sérstök fræði, sérstakt fag sem þarfnast menntunar til að sem bestur árangur náist. Með fullri virðingu fyrir skólastjórnendum, sem eiga að stjórna starfinu á Akureyri – og ég ber mikla virðingu fyrir, því ég vinn með frábærum skólastjórnendum út um allt land, þá læra þau enga tómstundafræði í sínu námi – enda að undirbúa sig undir allt annað fagstarf. Alfa Aradóttir, ein af þeim sem missti starf sitt og fráfarandi yfirmaður forvarna- og frístundadeildar, var einmitt í fyrsta hópnum sem hóf nám í tómstunda- og félagsmálafræði haustið 2001. Ég er orðin svo þreytt á að sú starfsemi sem fer fram í frítímanum og ekki síst fagfólkið njóti ekki þeirrar virðingar sem mikilvægi starfsins kallar á. Ég geng svo langt að segja að það er jafn mikilvægt að stuðla að jákvæðri notkun frítíma og jákvæðri skólagöngu. Ég skora á sveitarfélög landsins að fylgja ekki í fótspor Akureyrarbæjar heldur frekar Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga, þar sem fagfólk í frítíma stjórnar starfinu. Ef mikið liggur við í rafmagnsmálum hringi ég ekki í píparann minn, þó hann sé frábær. Núna liggur mikið við í málefnum unga fólksins okkar, þau eru dásamleg en þurfa stuðning. Þá tekur maður ekki sitt besta fólk og rekur það útaf, svo mikið veit ég, gamli þjálfarinn. Þessar aðgerðir Akureyrarbæjar svíða. Við sem störfum á vettvangi frítímans erum sorgmædd og nánast orðlaus yfir virðingarleysinu sem starfinu, unglingunum og ekki síst starfsfólkinu er sýnt. Höfundur er námsbrautarformaður í námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun