Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2025 16:19 María Heimisdóttir Landlæknir hefur svipt Guðmund Karl Snæbjörnsson, betur þekktan sem Kalla Snæ, læknaleyfi og alveg ljóst að það er ekki nokkuð sem Guðmundur Karl ætlar að láta yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust. vísir/anton brink Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur verið sviptur lækningaleyfi. Hann hefur krafist þess að endurmat fari fram á þeim gjörningi meðal annars á þeim forsendum að um hafi verið að ræða óeðlilega meðhöndlun. Guðmundur Karl, sem betur er þekktur sem Kalli Snæ á Facebook, þar sem hann hefur meðal annars barist fyrir veipi og gegn Covid-bólusetningum, hefur sent Maríu Heimisdóttur landlækni bréf þessa efnis. Guðmundur Karl hefur meðal annars komist í fréttirnar fyrir ósk um að fá að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Hann segir Embætti landlæknis hafa svipt sig læknaleyfi, dagsett 5. júní 2025, „vegna alvarlegrar gagnrýni minnar á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Ákvörðunin stenst ekki stjórnsýslulegar kröfur, þar sem mér barst ekki tilkynning um væntanlega sviptingu með sannanlegum hætti fyrr en í gær, 10. júní 2025, þegar ég sótti bréfið á pósthúsið kl. 15:00 skv. móttökukvittun,“ segir í bréfi Guðmundar Karls. Krefst umsvifalausrar ógildingar á sviptingunni Guðmundur Karl krefst tafarlausrar ógildingar á sviptingunni þar til málið fái löglega meðhöndlun, meðal annars vegna þess að Landlæknir hljóti að skýra hvaða vísindi í gagnrýni hans teljist rangfærð eða röng. Þá krefst hann skýringa á meiðandi ásökunum, þar með talið „langvarandi brot gegn faglegum skyldum“ og „misnotkun á rétti til að stjá sig“ og þetta skuli landlæknir sanna með gögnum. Skammarlegt brot á réttindum hans sem borgara og læknis Ljóst er að Guðmundur Karl ætlar ekki að taka þessari sviptingu þegjandi því hann hefur einnig sent Umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hann krefst þess að umboðsmaður beiti sér fyrir því að sviptingin verði dregin til baka. „Þetta er skammarlegt og alvarlegt brot á réttindum mínum sem lækni og borgara og ég þoli engan áframhaldandi óþolandi seinkunar. Ég krefst strax viðbragða frá UA eigi síðar en innan 48 klukkustunda. Vanræksla á að bregðast við mun leiða til óhjákvæmilegra frekari aðgerða, þ.m.t. kæru til dómsstóla og alþjóðlegrar athygli.“ Kjartan Hreinn Njálsson hjá Landlæknisembættinu segir embættið ekki tjá sig um málefni einstakra heilbrigðisstarfsmanna þegar eftir því var leitað. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Rafrettur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Embætti landlæknis Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Guðmundur Karl, sem betur er þekktur sem Kalli Snæ á Facebook, þar sem hann hefur meðal annars barist fyrir veipi og gegn Covid-bólusetningum, hefur sent Maríu Heimisdóttur landlækni bréf þessa efnis. Guðmundur Karl hefur meðal annars komist í fréttirnar fyrir ósk um að fá að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Hann segir Embætti landlæknis hafa svipt sig læknaleyfi, dagsett 5. júní 2025, „vegna alvarlegrar gagnrýni minnar á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Ákvörðunin stenst ekki stjórnsýslulegar kröfur, þar sem mér barst ekki tilkynning um væntanlega sviptingu með sannanlegum hætti fyrr en í gær, 10. júní 2025, þegar ég sótti bréfið á pósthúsið kl. 15:00 skv. móttökukvittun,“ segir í bréfi Guðmundar Karls. Krefst umsvifalausrar ógildingar á sviptingunni Guðmundur Karl krefst tafarlausrar ógildingar á sviptingunni þar til málið fái löglega meðhöndlun, meðal annars vegna þess að Landlæknir hljóti að skýra hvaða vísindi í gagnrýni hans teljist rangfærð eða röng. Þá krefst hann skýringa á meiðandi ásökunum, þar með talið „langvarandi brot gegn faglegum skyldum“ og „misnotkun á rétti til að stjá sig“ og þetta skuli landlæknir sanna með gögnum. Skammarlegt brot á réttindum hans sem borgara og læknis Ljóst er að Guðmundur Karl ætlar ekki að taka þessari sviptingu þegjandi því hann hefur einnig sent Umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hann krefst þess að umboðsmaður beiti sér fyrir því að sviptingin verði dregin til baka. „Þetta er skammarlegt og alvarlegt brot á réttindum mínum sem lækni og borgara og ég þoli engan áframhaldandi óþolandi seinkunar. Ég krefst strax viðbragða frá UA eigi síðar en innan 48 klukkustunda. Vanræksla á að bregðast við mun leiða til óhjákvæmilegra frekari aðgerða, þ.m.t. kæru til dómsstóla og alþjóðlegrar athygli.“ Kjartan Hreinn Njálsson hjá Landlæknisembættinu segir embættið ekki tjá sig um málefni einstakra heilbrigðisstarfsmanna þegar eftir því var leitað.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Rafrettur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Embætti landlæknis Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?