Dæmdur skattsvikari beri enga ábyrgð á fjármálum fyrirtækisins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 21:52 Þórunn Reynisdóttir er forstjóri Úrvals Útsýnar. Hægra megin er gömul auglýsing frá ferðaskrifstofu Viktors, sem þurfti að loka vegna ófullnægjandi tryggingargreiðslna. Vísir Forstjóri Úrvals Útsýnar segir að Viktor Heiðdal Sveinsson, sem sakfelldur var árið 2021 fyrir skattalagabrot í tengslum við ferðaskrifstofur sínar en starfar nú sem ráðgjafi hjá Úrval Útsýn, hafi ekkert með fjármál fyrirtækisins að gera. Hann sjái aðeins um skipulagningu ferða. Í vikunni birtist auglýsing í Morgunblaðinu frá Úrval Útsýn, þar sem sagt er frá sex ferðum um Asíu og Afríku sem fyrirtækið býður upp á. Viktor Sveinsson, sem titlaður er sem sérfræðingur Úrvals Útsýnar, prýðir forsíðu auglýsingarinnar sem er langt viðtal við Viktor sjálfan þar sem hann segir frá ferðunum. „Það eru fáir landsmenn sem þekkja ferðalög um Asíu og Afríku líkt og Viktor Sveinsson sérfræðingur hjá Úrval Útsýn, gerir en hann á veg og vanda af sex vönduðum sérferðum sem kynntar verða á fimmtudaginn næsta, þann 12. júní í Hlíðarsmára 14, sal Lions á Íslandi,“ segir í auglýsingunni. Sátu eftir með sárt ennið Viktor Heiðdal Sveinsson var í forsvari fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Oríental, sem síðar varð Farvel. Farvel hóf starfsemi 2016 og byggði á grunni Oríental sem Viktor hafði stofnað áratug fyrr. Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var skyndilega fellt úr gildi í desember 2019 þar sem fyrirtækið hafði ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif fyrirtækisins. Fjölmargir viðskiptavinir Farvel sátu þá eftir með sárt ennið, eftir að hafa verið látin greiða fyrir ferðir sem aldrei voru farnar. Sigríður Pálsdóttir og eiginmaður hennar sögðu frá því að tveimur dögum áður en tilkynnt var um lokun ferðaskrifstofunnar hefði Viktor sett sig í samband við eiginmann Sigríðar og beðið hann að leggja inn lokagreiðslu fyrir fyrirhugað ferðalag. Viktor hafi svo aldrei látið náð í sig eftir það, en Sigríður telur afar ólíklegt að hann hafi ekki vitað af fyrirhugaðri lokun tveimur dögum áður. Viktor var svo ákærður fyrir meiriháttar brot á skattalögum og peningaþvætti með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum frá 2014 til 2018, og var hann sakfelldur árið 2021 í Héraðsdómi Suðurlands. Tekjurnar sem ekki voru taldar upp námu ríflega 81 milljónum króna. Viktor sjái um skipulag en beri enga ábyrgð á fjármálum Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals Útsýnar, segir að Viktor beri enga fjárhagslega ábyrgð hjá Úrvali Útsýn. „Hann er með ýmsar ferðir, hann er bara ráðgjafi hjá okkur, ekki fastur starfsmaður. Hann kemur að hönnun ýmissa ferða á þessu svæði sem hann þekkir vel til.“ „Ég ítreka að við berum alla ábyrgð á allri framkvæmd og fjárhagslega hlutanum,“ segir Þórunn. Ferðir Viktors hafi verið farnar á ábyrgð Úrvals Útsýnar og þær hafi verið algjörlega til fyrirmyndar hingað til. Ekki náðist í Viktor við vinnslu fréttarinnar. Ferðaþjónusta Skattar og tollar Ferðalög Tengdar fréttir Mál Farvel til lögreglu eftir að Ferðamálastofa var „teymd á asnaeyrunum“ í fjórtán mánuði Eiríkur Jónsson segir með ólíkindum hvernig Ferðamálastofa hafi látið ferðaskrifstofuna Farvel teyma sig á asnaeyrunum í fjórtán mánuði. Fjöldi fólks tapaði allt frá hundruðum þúsunda upp í milljónir eftir að Farvel missti rekstrarleyfi. 16. janúar 2020 08:00 Hvetur þá sem glötuðu draumaferðinni vegna lokunar Farvel til að hópa sig saman Rut Hjartardóttir, sem átti bókaða ferð með ferðaskrifstofunni Farvel til Taílands eftir þrjá daga, hvetur aðra farþega sem eru í sömu sporum eftir að ferðaskrifstofan lokaði óvænt fyrir rétt fyrir jól, að stilla saman strengi sína með því að stofna Facebook-hóp. 6. janúar 2020 15:45 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Í vikunni birtist auglýsing í Morgunblaðinu frá Úrval Útsýn, þar sem sagt er frá sex ferðum um Asíu og Afríku sem fyrirtækið býður upp á. Viktor Sveinsson, sem titlaður er sem sérfræðingur Úrvals Útsýnar, prýðir forsíðu auglýsingarinnar sem er langt viðtal við Viktor sjálfan þar sem hann segir frá ferðunum. „Það eru fáir landsmenn sem þekkja ferðalög um Asíu og Afríku líkt og Viktor Sveinsson sérfræðingur hjá Úrval Útsýn, gerir en hann á veg og vanda af sex vönduðum sérferðum sem kynntar verða á fimmtudaginn næsta, þann 12. júní í Hlíðarsmára 14, sal Lions á Íslandi,“ segir í auglýsingunni. Sátu eftir með sárt ennið Viktor Heiðdal Sveinsson var í forsvari fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Oríental, sem síðar varð Farvel. Farvel hóf starfsemi 2016 og byggði á grunni Oríental sem Viktor hafði stofnað áratug fyrr. Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var skyndilega fellt úr gildi í desember 2019 þar sem fyrirtækið hafði ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif fyrirtækisins. Fjölmargir viðskiptavinir Farvel sátu þá eftir með sárt ennið, eftir að hafa verið látin greiða fyrir ferðir sem aldrei voru farnar. Sigríður Pálsdóttir og eiginmaður hennar sögðu frá því að tveimur dögum áður en tilkynnt var um lokun ferðaskrifstofunnar hefði Viktor sett sig í samband við eiginmann Sigríðar og beðið hann að leggja inn lokagreiðslu fyrir fyrirhugað ferðalag. Viktor hafi svo aldrei látið náð í sig eftir það, en Sigríður telur afar ólíklegt að hann hafi ekki vitað af fyrirhugaðri lokun tveimur dögum áður. Viktor var svo ákærður fyrir meiriháttar brot á skattalögum og peningaþvætti með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum frá 2014 til 2018, og var hann sakfelldur árið 2021 í Héraðsdómi Suðurlands. Tekjurnar sem ekki voru taldar upp námu ríflega 81 milljónum króna. Viktor sjái um skipulag en beri enga ábyrgð á fjármálum Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals Útsýnar, segir að Viktor beri enga fjárhagslega ábyrgð hjá Úrvali Útsýn. „Hann er með ýmsar ferðir, hann er bara ráðgjafi hjá okkur, ekki fastur starfsmaður. Hann kemur að hönnun ýmissa ferða á þessu svæði sem hann þekkir vel til.“ „Ég ítreka að við berum alla ábyrgð á allri framkvæmd og fjárhagslega hlutanum,“ segir Þórunn. Ferðir Viktors hafi verið farnar á ábyrgð Úrvals Útsýnar og þær hafi verið algjörlega til fyrirmyndar hingað til. Ekki náðist í Viktor við vinnslu fréttarinnar.
Ferðaþjónusta Skattar og tollar Ferðalög Tengdar fréttir Mál Farvel til lögreglu eftir að Ferðamálastofa var „teymd á asnaeyrunum“ í fjórtán mánuði Eiríkur Jónsson segir með ólíkindum hvernig Ferðamálastofa hafi látið ferðaskrifstofuna Farvel teyma sig á asnaeyrunum í fjórtán mánuði. Fjöldi fólks tapaði allt frá hundruðum þúsunda upp í milljónir eftir að Farvel missti rekstrarleyfi. 16. janúar 2020 08:00 Hvetur þá sem glötuðu draumaferðinni vegna lokunar Farvel til að hópa sig saman Rut Hjartardóttir, sem átti bókaða ferð með ferðaskrifstofunni Farvel til Taílands eftir þrjá daga, hvetur aðra farþega sem eru í sömu sporum eftir að ferðaskrifstofan lokaði óvænt fyrir rétt fyrir jól, að stilla saman strengi sína með því að stofna Facebook-hóp. 6. janúar 2020 15:45 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Mál Farvel til lögreglu eftir að Ferðamálastofa var „teymd á asnaeyrunum“ í fjórtán mánuði Eiríkur Jónsson segir með ólíkindum hvernig Ferðamálastofa hafi látið ferðaskrifstofuna Farvel teyma sig á asnaeyrunum í fjórtán mánuði. Fjöldi fólks tapaði allt frá hundruðum þúsunda upp í milljónir eftir að Farvel missti rekstrarleyfi. 16. janúar 2020 08:00
Hvetur þá sem glötuðu draumaferðinni vegna lokunar Farvel til að hópa sig saman Rut Hjartardóttir, sem átti bókaða ferð með ferðaskrifstofunni Farvel til Taílands eftir þrjá daga, hvetur aðra farþega sem eru í sömu sporum eftir að ferðaskrifstofan lokaði óvænt fyrir rétt fyrir jól, að stilla saman strengi sína með því að stofna Facebook-hóp. 6. janúar 2020 15:45