Hrósaði meirihlutanum og sendi þeim gamla pillu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 11:33 Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingkona Miðflokksins þótti fulltrúar gömlu ríkisstjórnarinnar heldur fámennir í nótt. Vísir/Vilhelm Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingkona Miðflokksins hrósaði þingmönnum meirihlutans í gær fyrir þolinmæði sína í umræðum um innleiðingu bókunar 35 sem stóð fram yfir klukkan tvö um nótt. Hún sendi í leiðinni fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar væna pillu. Eins og fram hefur komið ræddu þingmenn stjórnarandstöðunnar bókun 35 í nærri hálfan sólarhring á þingi í gær. Umræðan hófst um hálfþrjúleytið og stóð til þangað til að klukkan var sjö mínútur gengin í þrjú eftir miðnætti. Sjá einnig: Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólarhring Þingmenn Miðflokksins voru áberandi í umræðunni alveg frá byrjun og ræddu málið langt fram á nótt. Það voru þau Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Karl Gauti Hjaltason, Snorri Másson, Þorgrímur Sigmundsson, Ingibjörg Davíðsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku einnig virkan þátt í umræðunum en svo virðist sem að Nanna Margrét hafi orðið vör við að það fækkaði í hópi Sjálfstæðismanna eftir því sem kvöldið leið. „Eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna“ Hún byrjaði ræðu sína á því að biðja forseta afsökunar á því að hafa verið ósanngjörn í garð meirihlutans. Fulltrúar hans hafi verið viðstaddir umræðuna og tekið þátt í henni og hún sagði það mikið betra að ræða bókun 35 vel og lengi í stað þess að keyra í gegn önnur mál sem hún segir enga samstöðu ríkja um. „Af því að það fær svona góða umfjöllun trúi ég því að þrátt fyrir að, eins og háttvirtur þingmaður María Rut Kristinsdóttir sagði áðan, maður telji að maður viti hvernig endirinn fer, eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna, þá stundum kemur endirinn á óvart,“ sagði Nanna Margrét. Sjálfstæðismenn farnir í felur Hún sagði að leyfa ætti nýjum þingmönnum að kynna sér málið betur og fresta þinglegri umfjöllun um það fram á haust eða fram að atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu. „Svo mál líka hrósa meirihlutanum fyrir að vera hér. Því að flokkarnir sem voru í gömlu ríkisstjórninni eru bara farnir, held ég. Þeir eru bara farnir í felur. Þeir virðast einhvern veginn búnir með þessa umræðu en núverandi ríkisstjórn er greinilega ekki að fara í felur hér í kvöld. Það eru allavega fulltrúar frá henni í salnum,“ sagði Nanna. Bókun 35 Alþingi Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Eins og fram hefur komið ræddu þingmenn stjórnarandstöðunnar bókun 35 í nærri hálfan sólarhring á þingi í gær. Umræðan hófst um hálfþrjúleytið og stóð til þangað til að klukkan var sjö mínútur gengin í þrjú eftir miðnætti. Sjá einnig: Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólarhring Þingmenn Miðflokksins voru áberandi í umræðunni alveg frá byrjun og ræddu málið langt fram á nótt. Það voru þau Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Karl Gauti Hjaltason, Snorri Másson, Þorgrímur Sigmundsson, Ingibjörg Davíðsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku einnig virkan þátt í umræðunum en svo virðist sem að Nanna Margrét hafi orðið vör við að það fækkaði í hópi Sjálfstæðismanna eftir því sem kvöldið leið. „Eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna“ Hún byrjaði ræðu sína á því að biðja forseta afsökunar á því að hafa verið ósanngjörn í garð meirihlutans. Fulltrúar hans hafi verið viðstaddir umræðuna og tekið þátt í henni og hún sagði það mikið betra að ræða bókun 35 vel og lengi í stað þess að keyra í gegn önnur mál sem hún segir enga samstöðu ríkja um. „Af því að það fær svona góða umfjöllun trúi ég því að þrátt fyrir að, eins og háttvirtur þingmaður María Rut Kristinsdóttir sagði áðan, maður telji að maður viti hvernig endirinn fer, eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna, þá stundum kemur endirinn á óvart,“ sagði Nanna Margrét. Sjálfstæðismenn farnir í felur Hún sagði að leyfa ætti nýjum þingmönnum að kynna sér málið betur og fresta þinglegri umfjöllun um það fram á haust eða fram að atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu. „Svo mál líka hrósa meirihlutanum fyrir að vera hér. Því að flokkarnir sem voru í gömlu ríkisstjórninni eru bara farnir, held ég. Þeir eru bara farnir í felur. Þeir virðast einhvern veginn búnir með þessa umræðu en núverandi ríkisstjórn er greinilega ekki að fara í felur hér í kvöld. Það eru allavega fulltrúar frá henni í salnum,“ sagði Nanna.
Bókun 35 Alþingi Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira