Fagleg rök fjarverandi við opinbera styrkveitingu Bogi Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 13:31 Í nýlegri úthlutun Þróunarsjóðs námsgagna fékk verkefni höfundar synjun. Verkefnið byggist á þróun kennslubóka í félagsvísindum fyrir framhaldsskólanemendur, bæði almenna áfanga og starfsbrautir. Efnið hefur verið í notkun í fjórum skólum, er byggt á fjölbreyttri kennslufræði, nýtir dægurmenningu og kvikmyndir og aðgengilegt bæði rafrænt og prentað. Samt var umsókninni hafnað: Svar við ákvörðunartextanum – mat á hverju atriði Ákvörðunartextinn sem fylgdi synjuninni hljóðar svo: „Umsókn snýr að ritrýni efnis sem þegar er til. Lagt var mat á umsótta vinnu. Ekki þykir ljóst hver eða hverjir muni koma að ritrýni. Ekki er lýst hvernig ritrýni færi fram eða eftir hvaða viðmiðum. Erfitt var leggja mat á fagleg gæði við ritrýni. Umsókn hafnað.“ Þar sem þessi texti er allur rökstuðningurinn í heild, er mikilvægt að fara yfir hann lið fyrir lið og meta hvort hann eigi við, í ljósi þeirra gagna sem komu fram í umsókninni sjálfri og matskvarða sjóðsins. „Umsókn snýr að ritrýni efnis sem þegar er til“ Þetta er einfaldlega rangt. Sótt var um fyrir nýjar bækur í heilsufélagsfræði (ekki til), félagsfræði umhverfis og loftslagsbreytinga (ekki til), Nútímafélagsfræði og tvær einfaldaðar bækur fyrir nemendur á starfsbraut (ekki til). Til eru eldri bækur sem fjalla um félagsfræðigrunn, kenningar og afbrotafræði – en ekki með þeirri kennslufræðilegu nálgun sem einkenna bækur höfundar, sem hafa sýnt góðan árangur í kennslu. Það má því fullyrða að það efni sem sótt var um fyrir, og sú aðferðafræði sem notuð er, sé ný af nálinni og ekki „efni sem þegar er til“. „Ekki þykir ljóst hver eða hverjir muni koma að ritrýni“ Þetta atriði var tekið fyrir í umsókninni: Þar segir orðrétt að „valdir sérfræðingar á sviði félagsvísinda og kennslufræða“ muni koma að ritrýni, og að það sé meginmarkmið styrksins að standa straum af slíkri vinnu. Auk þess má nefna að í fyrri umsókn árið 2018 var vísað beint til tveggja prófessora við félagsvísindadeild sem höfðu samþykkt að koma að verkefninu. Sú umsókn fékk þó ekki styrk, sem bendir til þess að nákvæm útlistun á nöfnum og stöðum sé í reynd ekki það sem vegur mest. Það kemur raunar hvergi skýrt fram í matskvarðanum að slíkt sé áskilið – aðeins að tryggt sé að ritrýni fari fram. „Ekki er lýst hvernig ritrýni færi fram eða eftir hvaða viðmiðum“ Þetta var einnig tilgreint í umsókninni. Þar kemur fram að ritrýni muni ná bæði til fræðilegra og kennslufræðilegra þátta og að athugasemdir verði teknar til greina við endanlega útgáfu. Lagt er upp með að tryggja að efnið uppfylli hæstu gæðastaðla í samræmi við viðmið í námsgagnaþróun, með útgáfu bæði í stafrænu og prentuðu formi og með innleiðingarstuðningi til kennara. Það ætti að teljast fullnægjandi lýsing á verklagi og viðmiðum ritrýni. „Erfitt var að leggja mat á fagleg gæði við ritrýni“ Þetta er síðasta atriðið – og það byggir í raun á túlkun þeirra sem lesa umsóknina. En þegar allt það sem fram kemur í umsókninni er skoðað má halda því fram að þessi fullyrðing sé ómálefnaleg. Umsækjandi óskar eftir fjármagni einmitt til að efla fagleg gæði með sjálfstæðri ritrýni. Þess vegna verður mat á „faglegum gæðum ritrýni“ að byggjast á fyrirætlunum verkefnisins. Ekki bara spurning um synjun – heldur um rökstuðning sem stenst ekki fagleg viðmið Þegar opinber sjóður hafnar umsókn þarf rökstuðningurinn að vera skýr, málefnalegur og í samræmi við skilgreind matsviðmið. Þrátt fyrir að styrkumsóknin byggði á ítarlegri verkáætlun og faglegum forsendum, var henni hafnað með stuttum staðhæfingum sem hvorki vísa í matskvarða sjóðsins né greina þau atriði sem metin voru. Slíkur rökstuðningur stenst varla kröfur um faglegt mat opinbers sjóðs. Það eitt ætti að vekja spurningar innan menntakerfisins – og hjá stjórnvöldum sem nú eru að móta ný lög um námsgögn. Því ef verkefni sem hefur verið í þróun í áratug, hefur verið notað víða, fær aðeins svona yfirborðslegan rökstuðning – hvað segir það um umhverfið sem við bjóðum kennurum og höfundum? Þetta er ekki bara spurning um þessa tilteknu umsókn. Þetta er spurning um traust, fagmennsku og gæði í opinberri stjórnsýslu. Í næstu grein, sem birtist á mánudag, fjalla ég um hvernig slíkur skortur á gagnsæi og beitingu matskvarða getur grafið undan faglegri nýsköpun í námsgagnagerð – og hvers vegna það skiptir máli að úthlutanir opinberra styrkja byggist á rýni. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Sjá meira
Í nýlegri úthlutun Þróunarsjóðs námsgagna fékk verkefni höfundar synjun. Verkefnið byggist á þróun kennslubóka í félagsvísindum fyrir framhaldsskólanemendur, bæði almenna áfanga og starfsbrautir. Efnið hefur verið í notkun í fjórum skólum, er byggt á fjölbreyttri kennslufræði, nýtir dægurmenningu og kvikmyndir og aðgengilegt bæði rafrænt og prentað. Samt var umsókninni hafnað: Svar við ákvörðunartextanum – mat á hverju atriði Ákvörðunartextinn sem fylgdi synjuninni hljóðar svo: „Umsókn snýr að ritrýni efnis sem þegar er til. Lagt var mat á umsótta vinnu. Ekki þykir ljóst hver eða hverjir muni koma að ritrýni. Ekki er lýst hvernig ritrýni færi fram eða eftir hvaða viðmiðum. Erfitt var leggja mat á fagleg gæði við ritrýni. Umsókn hafnað.“ Þar sem þessi texti er allur rökstuðningurinn í heild, er mikilvægt að fara yfir hann lið fyrir lið og meta hvort hann eigi við, í ljósi þeirra gagna sem komu fram í umsókninni sjálfri og matskvarða sjóðsins. „Umsókn snýr að ritrýni efnis sem þegar er til“ Þetta er einfaldlega rangt. Sótt var um fyrir nýjar bækur í heilsufélagsfræði (ekki til), félagsfræði umhverfis og loftslagsbreytinga (ekki til), Nútímafélagsfræði og tvær einfaldaðar bækur fyrir nemendur á starfsbraut (ekki til). Til eru eldri bækur sem fjalla um félagsfræðigrunn, kenningar og afbrotafræði – en ekki með þeirri kennslufræðilegu nálgun sem einkenna bækur höfundar, sem hafa sýnt góðan árangur í kennslu. Það má því fullyrða að það efni sem sótt var um fyrir, og sú aðferðafræði sem notuð er, sé ný af nálinni og ekki „efni sem þegar er til“. „Ekki þykir ljóst hver eða hverjir muni koma að ritrýni“ Þetta atriði var tekið fyrir í umsókninni: Þar segir orðrétt að „valdir sérfræðingar á sviði félagsvísinda og kennslufræða“ muni koma að ritrýni, og að það sé meginmarkmið styrksins að standa straum af slíkri vinnu. Auk þess má nefna að í fyrri umsókn árið 2018 var vísað beint til tveggja prófessora við félagsvísindadeild sem höfðu samþykkt að koma að verkefninu. Sú umsókn fékk þó ekki styrk, sem bendir til þess að nákvæm útlistun á nöfnum og stöðum sé í reynd ekki það sem vegur mest. Það kemur raunar hvergi skýrt fram í matskvarðanum að slíkt sé áskilið – aðeins að tryggt sé að ritrýni fari fram. „Ekki er lýst hvernig ritrýni færi fram eða eftir hvaða viðmiðum“ Þetta var einnig tilgreint í umsókninni. Þar kemur fram að ritrýni muni ná bæði til fræðilegra og kennslufræðilegra þátta og að athugasemdir verði teknar til greina við endanlega útgáfu. Lagt er upp með að tryggja að efnið uppfylli hæstu gæðastaðla í samræmi við viðmið í námsgagnaþróun, með útgáfu bæði í stafrænu og prentuðu formi og með innleiðingarstuðningi til kennara. Það ætti að teljast fullnægjandi lýsing á verklagi og viðmiðum ritrýni. „Erfitt var að leggja mat á fagleg gæði við ritrýni“ Þetta er síðasta atriðið – og það byggir í raun á túlkun þeirra sem lesa umsóknina. En þegar allt það sem fram kemur í umsókninni er skoðað má halda því fram að þessi fullyrðing sé ómálefnaleg. Umsækjandi óskar eftir fjármagni einmitt til að efla fagleg gæði með sjálfstæðri ritrýni. Þess vegna verður mat á „faglegum gæðum ritrýni“ að byggjast á fyrirætlunum verkefnisins. Ekki bara spurning um synjun – heldur um rökstuðning sem stenst ekki fagleg viðmið Þegar opinber sjóður hafnar umsókn þarf rökstuðningurinn að vera skýr, málefnalegur og í samræmi við skilgreind matsviðmið. Þrátt fyrir að styrkumsóknin byggði á ítarlegri verkáætlun og faglegum forsendum, var henni hafnað með stuttum staðhæfingum sem hvorki vísa í matskvarða sjóðsins né greina þau atriði sem metin voru. Slíkur rökstuðningur stenst varla kröfur um faglegt mat opinbers sjóðs. Það eitt ætti að vekja spurningar innan menntakerfisins – og hjá stjórnvöldum sem nú eru að móta ný lög um námsgögn. Því ef verkefni sem hefur verið í þróun í áratug, hefur verið notað víða, fær aðeins svona yfirborðslegan rökstuðning – hvað segir það um umhverfið sem við bjóðum kennurum og höfundum? Þetta er ekki bara spurning um þessa tilteknu umsókn. Þetta er spurning um traust, fagmennsku og gæði í opinberri stjórnsýslu. Í næstu grein, sem birtist á mánudag, fjalla ég um hvernig slíkur skortur á gagnsæi og beitingu matskvarða getur grafið undan faglegri nýsköpun í námsgagnagerð – og hvers vegna það skiptir máli að úthlutanir opinberra styrkja byggist á rýni. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun