Burðardýr með þrettán kíló í farangrinum hlaut þungan dóm Árni Sæberg skrifar 13. júní 2025 14:15 Maðurinn flutti efnin í ferðatösku. Myndin er úr safni og maðurinn á henni er alveg örugglega ekki með þrettán kíló af kókaíni í töskunni. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður sem er erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar fyrir innflutning á rúmum þrettán kílóum af kókaíni. Ekkert bendir þó til þess að hann hafi komið að skipulagningu innflutningsins. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn, Maxence Yannick Bertrand, hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í apríl þessa árs staðið að innflutningi á samtals 13,03 kílóum af kókaíni með styrkleika 83 til 87 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi. Vel ríflega 200 milljóna virði Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 215 milljónir króna. Þá sagði í nýlegum dómi í öðru fíkniefnamáli að neyslustyrkur kókaíns á Íslandi væri um 76 prósent. Því má ætla að götuvirðið sé nokkru hærra. Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt kókaínið falin í tösku sem hann hafði meðferðis í flugi FI555 frá ótilgreindum stað til Keflavíkur. Flug FI555 er á vegum Icelandair og flogið er á milli Brussel í Belgíu og Íslands. Hluti keðju Bertrand hafi játað sök samkvæmt ákæru og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins. Með hliðsjón af játningunni, sem ekki þyki ástæða til að draga í efa, og gögnum málsins teljist hann sannur að sök og háttsemi hans sé réttilega heimfærð til refsiákvæða. Honum hefði ekki áður verið gerð refsins svo vitað sé. Horft hafi verið til þess og skýlausar játningar hans en einnig til aldurs hans. Hann hafi lýst iðrun sinni fyrir dómi. „Ákærði flutti sterk fíkniefni til landsins ætluð til söludreifingar. Horfa verður til magns og styrkleika efnanna. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ákærði hafi fjármagnað eða skipulagt innflutninginn og verður miðað við að hans hlutverk hafi verið það eitt að flytja efnin hingað til lands. Engu að síður var hann hlekkur í þeirri keðju sem ætluð var til að koma efnunum til söludreifingar á Íslandi. Þegar á allt er horft ákveðst refsing ákærða fangelsi í sex og hálft ár með frádrætti eins og í dómsorði greinir,“ segir í dóminum. Þá var honum gert að greiða málsvarnarþóknunar verjanda síns, 1,7 milljónir króna, 128 þúsund króna ferðakostnaðar hans og 1,3 milljónir króna í annan sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn, Maxence Yannick Bertrand, hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í apríl þessa árs staðið að innflutningi á samtals 13,03 kílóum af kókaíni með styrkleika 83 til 87 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi. Vel ríflega 200 milljóna virði Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 215 milljónir króna. Þá sagði í nýlegum dómi í öðru fíkniefnamáli að neyslustyrkur kókaíns á Íslandi væri um 76 prósent. Því má ætla að götuvirðið sé nokkru hærra. Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt kókaínið falin í tösku sem hann hafði meðferðis í flugi FI555 frá ótilgreindum stað til Keflavíkur. Flug FI555 er á vegum Icelandair og flogið er á milli Brussel í Belgíu og Íslands. Hluti keðju Bertrand hafi játað sök samkvæmt ákæru og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins. Með hliðsjón af játningunni, sem ekki þyki ástæða til að draga í efa, og gögnum málsins teljist hann sannur að sök og háttsemi hans sé réttilega heimfærð til refsiákvæða. Honum hefði ekki áður verið gerð refsins svo vitað sé. Horft hafi verið til þess og skýlausar játningar hans en einnig til aldurs hans. Hann hafi lýst iðrun sinni fyrir dómi. „Ákærði flutti sterk fíkniefni til landsins ætluð til söludreifingar. Horfa verður til magns og styrkleika efnanna. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ákærði hafi fjármagnað eða skipulagt innflutninginn og verður miðað við að hans hlutverk hafi verið það eitt að flytja efnin hingað til lands. Engu að síður var hann hlekkur í þeirri keðju sem ætluð var til að koma efnunum til söludreifingar á Íslandi. Þegar á allt er horft ákveðst refsing ákærða fangelsi í sex og hálft ár með frádrætti eins og í dómsorði greinir,“ segir í dóminum. Þá var honum gert að greiða málsvarnarþóknunar verjanda síns, 1,7 milljónir króna, 128 þúsund króna ferðakostnaðar hans og 1,3 milljónir króna í annan sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira