„Stjórnlaus“ ríkistjórnin beiti rökum úr verkfærakistu Trumps Agnar Már Másson skrifar 15. júní 2025 16:50 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það fordæmalaust að forseti Alþingis boði til þingfundar á sunnudegi án samráðs við þingflokksformenn og án þess að brýn nauðsyn krefjist þess. Hún sakar meirihlutann um vanvirðingu við þingsköp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í dag hjólað í forseta þingsins sem boðaði til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar til að ræða bókun 35. Fundurinn hófst kl. 13 í dag en umræður um bókun 35 stóðu yfir í gær þar til klukkan var rúmlega tvö í nótt. Hingað til hafa miðflokksmenn einir tekið þátt í umræðu um bókunina og verið sakaðir um málþóf af meirihlutaþingmönnum. Úr þingsalnum í dag þar sem stjórnarandstaðan kvaðst ósátt við að fundur hafi verið boðaður á sunnudegi.Vísir/Sigurjón Þingmenn ræddu fundarstjórn forseta til klukkan tæplega 17 og byrjuðu þá að ræða bókunina. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, útskýrir í samtali við fréttastofu að forseti Alþingis hafi boðað til fundarins án samráðs við þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna. „Það er ekkert fordæmi í sögunni fyrir því að svona ákvörðun sé tekin einhliða af forseta án þess að ræða það við þingflokksformenn eða aðra flokka á þingi og án þess að utanaðkomandi brýn nauðsyn krefjist,“ segir Hildur. Slíkt hafi aðeins gert tvisvar í sögunni, við upphaf fyrri heimstyrjaldar 1914 og þegar gjaldeyrishöft voru afnumin fyrir opnun markaða á mánudegi árið 2016. „Það verður að vera kristaltært að Alþingi Íslendinga má ekki verða jafn stjórnlaust og verkstjórn ríkisstjórnarinnar.“ Það var fremur tómlegt þegar menn ræddu saman í þingsalnum í dag.Vísir/Sigurjón Margumtalað plan ríkisstjórnarinnar gangi ekki upp sé ekki borin virðing fyrir þinglegri meðferð. Það sé hlutverk forseta að tryggja það. „Erfið og umræðuþung mál koma upp á hverju einasta þingi. Það er hið lýðræðislega verkefni að finna út úr því eins og hefur verið gert á Alþingi um margta áratugaskeið,“ segir Hildur. „Það þýðir ekki að eingöngu beita fyrir sig að það séu valdhafar við stjórn landsins, þau rök bera enga virðinu fyrir því lýðræðislega hlutverki sem stjórnarandstaðan og þingið er í,“ segir hún enn fremur og bætir við: „Þessi rök heyrast núna vestanhafs frá Trump nokkrum [Bandaríkjaforseta] og Erdogan [Tyrklandsforseta]. Og ég leyfi mér að efast um að ríkisstjórnin vilji leita í þá verkfærakistu.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í dag hjólað í forseta þingsins sem boðaði til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar til að ræða bókun 35. Fundurinn hófst kl. 13 í dag en umræður um bókun 35 stóðu yfir í gær þar til klukkan var rúmlega tvö í nótt. Hingað til hafa miðflokksmenn einir tekið þátt í umræðu um bókunina og verið sakaðir um málþóf af meirihlutaþingmönnum. Úr þingsalnum í dag þar sem stjórnarandstaðan kvaðst ósátt við að fundur hafi verið boðaður á sunnudegi.Vísir/Sigurjón Þingmenn ræddu fundarstjórn forseta til klukkan tæplega 17 og byrjuðu þá að ræða bókunina. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, útskýrir í samtali við fréttastofu að forseti Alþingis hafi boðað til fundarins án samráðs við þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna. „Það er ekkert fordæmi í sögunni fyrir því að svona ákvörðun sé tekin einhliða af forseta án þess að ræða það við þingflokksformenn eða aðra flokka á þingi og án þess að utanaðkomandi brýn nauðsyn krefjist,“ segir Hildur. Slíkt hafi aðeins gert tvisvar í sögunni, við upphaf fyrri heimstyrjaldar 1914 og þegar gjaldeyrishöft voru afnumin fyrir opnun markaða á mánudegi árið 2016. „Það verður að vera kristaltært að Alþingi Íslendinga má ekki verða jafn stjórnlaust og verkstjórn ríkisstjórnarinnar.“ Það var fremur tómlegt þegar menn ræddu saman í þingsalnum í dag.Vísir/Sigurjón Margumtalað plan ríkisstjórnarinnar gangi ekki upp sé ekki borin virðing fyrir þinglegri meðferð. Það sé hlutverk forseta að tryggja það. „Erfið og umræðuþung mál koma upp á hverju einasta þingi. Það er hið lýðræðislega verkefni að finna út úr því eins og hefur verið gert á Alþingi um margta áratugaskeið,“ segir Hildur. „Það þýðir ekki að eingöngu beita fyrir sig að það séu valdhafar við stjórn landsins, þau rök bera enga virðinu fyrir því lýðræðislega hlutverki sem stjórnarandstaðan og þingið er í,“ segir hún enn fremur og bætir við: „Þessi rök heyrast núna vestanhafs frá Trump nokkrum [Bandaríkjaforseta] og Erdogan [Tyrklandsforseta]. Og ég leyfi mér að efast um að ríkisstjórnin vilji leita í þá verkfærakistu.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Sjá meira