Lögregla hefur leitað mannsins í tvo daga en hinn grunaði, Vance Luther Boelter, var handtekinn nærri eign sinni í Green Isle í úthverfi Minneapolis, í kjölfar ábendingar sem barst um að sést hafi til hans þar.
Boelther er grunaður um að hafa skotið Melissu Hortman, þingmann Demókrata á ríkisþingi Minnesota, og eiginmann hennar Mark, til bana á laugardaginn.
Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segir að ástæður árásarinnar hafi verið „pólitískar skoðanir“ árásarmannsins.
Lögregla segir að Boelther sé einnig grunaður um að hafa skotið og sært annan þingmann Demókrata – John Hoffman, öldingadeildarþingmann í Minnesota, og eiginkonu hans Yvette – á heimili þeirra á svipuðum slóðum. Ástand þeirra er sagt vera stöðugt eftir að þau gengust undir aðgerð.
Lögregla segir að Boelther hafi verið vopnaður þegar hann hafi við handtekinn en að hann hafi ekki veitt mótstöðu þegar lögregla nálgaðist hann og handtók.
Hringir „kannski“ í Walz
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við bandaríska fjölmiðla í gær að hann muni „kannski“ hringja í Walz til að ræða árásina á þingmennina.
„Þetta er hræðilegur atburður. Mér finnst hann hræðilegur ríkisstjóri. Mér finnst hann vera vanhæfur. En kannski hringi ég í hann. Kannski hringi ég í aðra líka,“ sagði Trump í samtali við ABC.
Walz var varaforsetaefni Kamölu Harris, frambjóðanda Demókrata í foretakosningunum 2024 þegar Trump hafði betur.