Trump vill að ICE spýti í lófana og handtaki fleiri ólöglega innflytjendur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 16. júní 2025 07:53 ICE á að láta til skarar skríða í Demókratavígjum á borð við Chicago og New York að mati Trumps. Adrian Wyld/The Canadian Press via AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað innflytjendastofnun ríkisins, ICE, að setja í forgang aðgerðir í borgum sem stjórnað er af Demókrötum. Stofnunin réðst á dögunum í miklar aðgerði í Los Angeles þar sem ólöglegir innflytjendur voru handteknir í stórum stíl. Mikil mótmæli brutust út vegna þessa í borginni og dómsmál eru í gangi um lögmæti aðgerðanna. Trump er þó hvergi af baki dottinn og í pósti á samfélagsmiðli sínum í nótt lofar hann frammistöðu ICE og hvetur starfsmenn stofnunarinnar til dáða. Forsetinn segir að þeir eigi nú að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að ná markmiði sínu, sem er að koma svo mörgum innflytjendum úr landi að annað eins hafi ekki sést í sögunni, skrifar forsetinn. Þá tiltekur Trump sérstaklega nauðsyn þess að láta sverfa til stáls í stórborgunum Los Angeles, Chicago og New York þar sem milljónir ólöglegra innflytjenda hafist við. Þessar þrjár borgir eiga það einnig sameiginlegt að lúta allar stjórn Demókrata. AP fréttaveitan bendir þó á að á sama tíma og Trump blæs í herlúðra á samfélagsmiðlum sínum berist ónafngreindar heimildir innan úr herbúðum hans þess efnis að forsetinn hafi farið fram á að útlendingaeftirlitið hætti að beina athygli sinni að ólöglegu starfsfólki í hótel og veitingageiranun og einnig í landbúnaði, vegna þess hversu slæm áhrif aðgerðir Trumpstjórnarinnar eru að hafa á þá geira, þar sem stór hluti vinnuaflsins er samansettur af ólöglegum innflytjendum. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30 Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00 Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Stofnunin réðst á dögunum í miklar aðgerði í Los Angeles þar sem ólöglegir innflytjendur voru handteknir í stórum stíl. Mikil mótmæli brutust út vegna þessa í borginni og dómsmál eru í gangi um lögmæti aðgerðanna. Trump er þó hvergi af baki dottinn og í pósti á samfélagsmiðli sínum í nótt lofar hann frammistöðu ICE og hvetur starfsmenn stofnunarinnar til dáða. Forsetinn segir að þeir eigi nú að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að ná markmiði sínu, sem er að koma svo mörgum innflytjendum úr landi að annað eins hafi ekki sést í sögunni, skrifar forsetinn. Þá tiltekur Trump sérstaklega nauðsyn þess að láta sverfa til stáls í stórborgunum Los Angeles, Chicago og New York þar sem milljónir ólöglegra innflytjenda hafist við. Þessar þrjár borgir eiga það einnig sameiginlegt að lúta allar stjórn Demókrata. AP fréttaveitan bendir þó á að á sama tíma og Trump blæs í herlúðra á samfélagsmiðlum sínum berist ónafngreindar heimildir innan úr herbúðum hans þess efnis að forsetinn hafi farið fram á að útlendingaeftirlitið hætti að beina athygli sinni að ólöglegu starfsfólki í hótel og veitingageiranun og einnig í landbúnaði, vegna þess hversu slæm áhrif aðgerðir Trumpstjórnarinnar eru að hafa á þá geira, þar sem stór hluti vinnuaflsins er samansettur af ólöglegum innflytjendum.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30 Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00 Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30
Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00
Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00