Gerðu árás á sjónvarpshúsið í miðri útsendingu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júní 2025 16:30 IRIB er eini starfandi fjölmiðillinn í Íran. X Aukin harka hefur færst í loftárásir Ísraela og Írana á víxl í dag. Ísraelsher hefur gert árás á höfuðstöðvar ríkisútvarpsins í Tehran, nokkrum klukkustundum eftir að varnarmálaráðherra Ísrael boðaði „hvarf“ ríkismiðilsins. Fréttakona IRIB virðist hafa verið að flytja fréttir af loftárásunum þegar hár hvellur heyrist og brot úr byggingunni hrynur úr loftinu. Í framhaldinu sést hún yfirgefa myndverið. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. BREAKING: The moment of the attack on IRIB (Iran State Broadcaster) pic.twitter.com/CVU26HHFub— Faytuks Network (@FaytuksNetwork) June 16, 2025 Ísraelsher hafði fyrr um daginn ráðlagt Írönum að rýma á nokkrum svæðum í höfuðborginni Tehran vegna þess að þar væru hernaðarinnviðir sem herinn hygðist gera að skotmörkum. Innan þess svæðis eru höfuðstöðvar IRIB staðsettar. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael sagði í tilkynningu skömmu síðar að „málpípa áróðurs og undirróðurs“ hyrfi innan skamms. Síðar í dag staðfesti hann árás Ísraelshers á höfuðstöðvarnar, samkvæmt umfjöllun BBC. Hófu útsendingar á ný Times of Israel greinir frá því að sjónvarpsútsendingar IRIB séu hafnar á ný og hefur eftir Hassan Abedini embættismanni miðilsins að Ísraelsher muni ekki lækka í þeim rostann. „Ríkisstjórnin virðist ekki vita að raddir íslömsku byltingarinnar munu áfram heyrast og að stök hernaðaraðgerð mun ekki þagga niður í stórveldinu Íran,“ hefur miðillinn eftir Abedini. Samkvæmt fréttum IRIB gerði Ísraelsher loftárásir á sjúkrahús í vesturhluta Íran. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Íran hafa minnst 224 verið drepnir í árásum Ísraela á landið síðan á föstudaginn. Fréttaflutningur af atburðunum frá Íran hefur verið af skornum skammti þar sem fjölmiðlafrelsi þar í landi er takmarkað. Blaðamönnum breska ríkisútvarpsins hefur til að mynda ekki verið hleypt inn í landið til að flytja fréttir af átökunum. Að sögn almannavarna Ísrael voru fimm drepnir og tugir særðir í eldflaugaárásum Írana á Ísrael í nótt. Í gær drápu Ísraelar yfirmann leyniþjónustu íranska hersins og munu árásirnar á Ísrael í nótt hafa verið gerðar í hefndarskyni við þá árás. Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
Fréttakona IRIB virðist hafa verið að flytja fréttir af loftárásunum þegar hár hvellur heyrist og brot úr byggingunni hrynur úr loftinu. Í framhaldinu sést hún yfirgefa myndverið. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. BREAKING: The moment of the attack on IRIB (Iran State Broadcaster) pic.twitter.com/CVU26HHFub— Faytuks Network (@FaytuksNetwork) June 16, 2025 Ísraelsher hafði fyrr um daginn ráðlagt Írönum að rýma á nokkrum svæðum í höfuðborginni Tehran vegna þess að þar væru hernaðarinnviðir sem herinn hygðist gera að skotmörkum. Innan þess svæðis eru höfuðstöðvar IRIB staðsettar. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael sagði í tilkynningu skömmu síðar að „málpípa áróðurs og undirróðurs“ hyrfi innan skamms. Síðar í dag staðfesti hann árás Ísraelshers á höfuðstöðvarnar, samkvæmt umfjöllun BBC. Hófu útsendingar á ný Times of Israel greinir frá því að sjónvarpsútsendingar IRIB séu hafnar á ný og hefur eftir Hassan Abedini embættismanni miðilsins að Ísraelsher muni ekki lækka í þeim rostann. „Ríkisstjórnin virðist ekki vita að raddir íslömsku byltingarinnar munu áfram heyrast og að stök hernaðaraðgerð mun ekki þagga niður í stórveldinu Íran,“ hefur miðillinn eftir Abedini. Samkvæmt fréttum IRIB gerði Ísraelsher loftárásir á sjúkrahús í vesturhluta Íran. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Íran hafa minnst 224 verið drepnir í árásum Ísraela á landið síðan á föstudaginn. Fréttaflutningur af atburðunum frá Íran hefur verið af skornum skammti þar sem fjölmiðlafrelsi þar í landi er takmarkað. Blaðamönnum breska ríkisútvarpsins hefur til að mynda ekki verið hleypt inn í landið til að flytja fréttir af átökunum. Að sögn almannavarna Ísrael voru fimm drepnir og tugir særðir í eldflaugaárásum Írana á Ísrael í nótt. Í gær drápu Ísraelar yfirmann leyniþjónustu íranska hersins og munu árásirnar á Ísrael í nótt hafa verið gerðar í hefndarskyni við þá árás.
Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira