Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2025 17:32 Helgi Magnús Gunnarsson. Vísir/Einar Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. Helgi Magnús kom aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Síðan þá segist hann ekki hafa fengið verkefni og honum ekki verið hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þakkar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, Helga fyrir gott starf. „Hann er góður lögfræðingur og málflytjandi og ég óska honum velfarnaðar í leik og starfi,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ég erfði þetta mál frá fyrirrennara mínum og gerði mitt besta til að leysa það faglega og í sátt við alla hlutaðeigandi.“ Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði í lok maí að það myndi leysast á næstu dögum. Taldi stöðuna ótæka Þá kemur fram í áðurnefndri tilkynningu að dómsmálaráðherra sé bundin ákvörðun fyrirrennara síns og að hún hafi ekki talið hægt að una við þessa stöðu. Mikilvægt væri að tryggja að ákæruvaldið væri starfhæft og nyti trausts almennings. Þess vegna hafi Þorbjörg Sigríður tekið þá ákvörðun að flytja Helga í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Litið hafi verið til langs ferils hans innan ákæruvaldsins og yfirgripsmiklar þekkingar á málefnum löggæslu. Helgi synjaði flutningnum í dag og lætur því af embætti varasaksóknara. Hann á rétt á lögmæltum eftirlaunum, samkvæmt tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Lögreglumál Dómstólar Stjórnsýsla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Sjá meira
Helgi Magnús kom aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Síðan þá segist hann ekki hafa fengið verkefni og honum ekki verið hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þakkar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, Helga fyrir gott starf. „Hann er góður lögfræðingur og málflytjandi og ég óska honum velfarnaðar í leik og starfi,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ég erfði þetta mál frá fyrirrennara mínum og gerði mitt besta til að leysa það faglega og í sátt við alla hlutaðeigandi.“ Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði í lok maí að það myndi leysast á næstu dögum. Taldi stöðuna ótæka Þá kemur fram í áðurnefndri tilkynningu að dómsmálaráðherra sé bundin ákvörðun fyrirrennara síns og að hún hafi ekki talið hægt að una við þessa stöðu. Mikilvægt væri að tryggja að ákæruvaldið væri starfhæft og nyti trausts almennings. Þess vegna hafi Þorbjörg Sigríður tekið þá ákvörðun að flytja Helga í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Litið hafi verið til langs ferils hans innan ákæruvaldsins og yfirgripsmiklar þekkingar á málefnum löggæslu. Helgi synjaði flutningnum í dag og lætur því af embætti varasaksóknara. Hann á rétt á lögmæltum eftirlaunum, samkvæmt tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Lögreglumál Dómstólar Stjórnsýsla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Sjá meira