Veðrið setti strik í reikninginn en Lóa öðlast framhaldslíf Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júní 2025 14:42 Síðasta útihátíð sem fór fram í Laugardal var hátíðin Secret Solstice. Von er á tilkynningu frá fyrirsvarsmönnum hátíðarinnar fyrir lok vikunnar um næstu skref Secret Solstice. vísir/jóhanna Tónlistarhátíðinni Lóu sem átti að fara fram um helgina í Laugardal hefur verið aflýst. Einn af skipuleggjendum Lóu segir slæmt veður í byrjun júní og ófyrirséðan kostnað hafa sett strik í reikninginn en hátíðin öðlast þó framhaldslíf í formi minni viðburða á næsta ári. Tónlistar- og matarhátíðin Lóa átti að fara fram á laugardaginn í Laugardal. Fjöldi innlendra og elrendra listamanna voru bókaðir á hátíðina en henni hefur nú verið aflýst með nokkra daga fyrirvara. Vonda veðrið í júní dró dilk á eftir sér Benedikt Freyr Jónsson, eigandi Liveproject og annar skipuleggjandi hátíðarinnar ásamt Guðjóni Böðvarssyni, segir dræma miðasölu síðustu tvær vikur hafa gert það að verkum að nauðsynlegt hafi verið að aflýsa hátíðinni. Ófyrirséður kostnaður og veður í upphafi mánaðar hafi einnig sett strik í reikninginn. „Það sem að gerðist hérna þegar við vorum að upplifa feels like mínus ellefu gráður þá semsagt fraus miðasalan í nokkra daga við það og eðlilega. Fólk var bara að hugsa hvort það eigi að standa úti í mikilli rigningu og horfa á atriði. Það var ýmislegt sem kom fram á veginn þegar við vorum að fara framkvæma. Við vorum búnir að fá allan helstan kostnað. Vona á fleiri smærri viðburðum Hann tekur þó fram að Lóa heyri ekki sögunni til heldur öðlast hún nú framhaldslíf í formi smærri viðburða sem munu dreifast yfir næsta ár. Fyrstur á dagskrá er stórstjarnan Mos Def sem verður með tónleika níunda maí á næsta ári. „Í rauninni ætlum við bara að halda áfram að gera það sem við erum góðir í sem eru þessir minni viðburðir.“ Hátíðinni hafi verið vel tekið af flestum og allir skipuleggjendur haft tröllatrú á hugmyndinni. Það sé hagur allra að breyta um útfærslu þó að erfitt sé að kveðja hugmyndina að útihátíð. „Þetta hefði náttúrulega verið mjög falleg stund fyrir alla að upplifa og búið snemma. Það var það sem við lögðum upp með að búa til fjölskylduvæna stemmningu.“ Í upprunalegri frétt kom fram að Secret Solstice sem var áður með útihátíð í Laugardalnum væri búin að leggja upp laupana. Von er á tilkynningu frá fyrirsvarsmönnum hátíðarinnar í lok viku um næstu skref hjá Secret Solstice. Tónlist Matur Menning Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Tónlistar- og matarhátíðin Lóa átti að fara fram á laugardaginn í Laugardal. Fjöldi innlendra og elrendra listamanna voru bókaðir á hátíðina en henni hefur nú verið aflýst með nokkra daga fyrirvara. Vonda veðrið í júní dró dilk á eftir sér Benedikt Freyr Jónsson, eigandi Liveproject og annar skipuleggjandi hátíðarinnar ásamt Guðjóni Böðvarssyni, segir dræma miðasölu síðustu tvær vikur hafa gert það að verkum að nauðsynlegt hafi verið að aflýsa hátíðinni. Ófyrirséður kostnaður og veður í upphafi mánaðar hafi einnig sett strik í reikninginn. „Það sem að gerðist hérna þegar við vorum að upplifa feels like mínus ellefu gráður þá semsagt fraus miðasalan í nokkra daga við það og eðlilega. Fólk var bara að hugsa hvort það eigi að standa úti í mikilli rigningu og horfa á atriði. Það var ýmislegt sem kom fram á veginn þegar við vorum að fara framkvæma. Við vorum búnir að fá allan helstan kostnað. Vona á fleiri smærri viðburðum Hann tekur þó fram að Lóa heyri ekki sögunni til heldur öðlast hún nú framhaldslíf í formi smærri viðburða sem munu dreifast yfir næsta ár. Fyrstur á dagskrá er stórstjarnan Mos Def sem verður með tónleika níunda maí á næsta ári. „Í rauninni ætlum við bara að halda áfram að gera það sem við erum góðir í sem eru þessir minni viðburðir.“ Hátíðinni hafi verið vel tekið af flestum og allir skipuleggjendur haft tröllatrú á hugmyndinni. Það sé hagur allra að breyta um útfærslu þó að erfitt sé að kveðja hugmyndina að útihátíð. „Þetta hefði náttúrulega verið mjög falleg stund fyrir alla að upplifa og búið snemma. Það var það sem við lögðum upp með að búa til fjölskylduvæna stemmningu.“ Í upprunalegri frétt kom fram að Secret Solstice sem var áður með útihátíð í Laugardalnum væri búin að leggja upp laupana. Von er á tilkynningu frá fyrirsvarsmönnum hátíðarinnar í lok viku um næstu skref hjá Secret Solstice.
Tónlist Matur Menning Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira