Þar sem fegurðin ríkir ein Halldór Eiríksson skrifar 17. júní 2025 14:31 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafði á orði í blaðagrein fimmtudaginn 12.júní sl.: „Í mörgum byggingum hennar [Reykjavíkurborgar] er of mikil áhersla lögð á íburð og jafnvel tilraunastarfsemi á kostnað skattgreiðenda. Oft virðast hönnuðir og /eða arkitektar líta á verkefni fyrir borgina sem tækifæri til að láta ljós sitt skína og reisa sjálfum sér framúrstefnuleg minnismerki. Hagkvæmni skiptir þá ekki máli, hvorki byggingakostnaður né rekstrarkostnaður til framtíðar.“ Var þessi málsgrein algerlega út úr samhengi við restina af greininni, sem fjallaði um úttekt IER á framkvæmd við Brákaborg, en í þeirri skýrslu er nánast ekkert fjallað um arkitekta framkvæmdarinnar, íburð, minnismerki og sannarlega ekkert um nýjar eða framúrstefnulegar lausnir og engin dæmi eru tekin önnur sem geti skýrt þennan sleggjudóm. Degi áður hélt Sverrir Jóhannesson deildarstjóri fasteignadeildar FSRE fyrirlestur á málþinginu „Byggjum til framtíðar“ í HR. Þar sagði hann orðrétt: „Af því að við erum Ríkið, þá eigum við að gera fansí og flott hús og þá bitnar það oft á gæðum og rekstri“. Samhliða því var hann með skyggnu sem á stóð: „Finna þarf jafnvægi í hönnun (fagurfræði), gæðum og rekstri […] Fagurfræði má ekki vera ráðandi og þarf að byggjast á lausnum sem nýtast vel og krefjast lágmarks rekstrarviðhalds“. Rétt er að gæta sannmælis og hafa með að á skyggnunni kom einnig fram: „Við byggjum vandaðar byggingar þegar arkitektar, verkfræðingar, rekstraraðilar og notendur vinna saman frá upphafi“. Í báðum þessum tilfellum, og þau eru ekki einsdæmi, falla höfundar í þá hugsanavillu að fegurð mannvirkis og notagildi þess séu „zero sum“, þ.e. að sé annað aukið sé það á kostnað hins. Þetta stenst hins vegar ekki – það er einmitt aðalsmerki góðs arkitektúrs að sameina þetta tvennt. Skoðum það nánar: Arkitektar velja ekki lóð verkefnisins, hlutverk byggingar eða það fjármagn sem í verkefnið er lagt. Þeir svara þörfum eiganda og notenda innan ramma skipulags- og byggingareglugerðar. Hönnunarverkefnið felst í því að taka þessar óskyldu kröfur, samhliða menningarlegum, sögulegum og listrænum áhrifaþáttum og gera úr því heildstætt verk – góða hönnun. Starf arkitekta felur þannig í sér uppröðun og samsetningu rýma út frá þörfum eiganda og notenda þess. Samhliða því fer fram formmótun á mannvirkinu út frá innra skipulagi, ytri aðstæðum, menningu og sögu. Þannig eru form, útlit og innra skipulag unnin samhliða þar sem allir þættirnir fléttast saman. Að sjálfsögðu getur fólk greint á um val á einstökum lausnum í efnisvali og innkaupum; um samspil á milli verðs og gæða en lausnin hverju sinni þarf að byggjast á skilningi á markmiðum og áherslum í hverju verki á hverjum tíma. Það er því svo mikil einföldun að það er beinlínis rangt, að taka allt hönnunarferlið og slíta það í sundur í nytjar og fagurfræði á grunni vals á einstaka byggingahlutum. Andri Snær Magnason benti á það fyrir mörgum árum að rangt staðsettur gluggi væri jafn dýr í framkvæmd og rétt staðsettur. Fegurð bygginga skiptir máli - menningarlega og þjóðhagslega. Opinberir verkkaupar eiga að gera skýlausar kröfur um fagurfræði, en þá líka með þeim skilningi að slík krafa afsakar engan afslátt á ítrustu nytsemi byggingarinnar. Það sem Kjartan vísar í sem löngunina til að reisa sér minnismerki er einmitt það sem gerir arkitektinn að besta bandamanni verkkaupa við mannvirkjagerð. Langtímahagsmunir og orðspor arkitektsins í krafti fagurs og nytsamlegs húss fara algerlega saman við metnað verkkaupa. Ef verkkaupi hefur skýr líftímamarkmið fyrir bygginguna, ígrundaða kostnaðaráætlun og gott samráð við notendur, eiga hann og arkitektinn að geta leitt verkefnið farsællega í höfn. Það er nefnilega merkingaleysa og ekki gagnlegt í umræðu um arkitektúr að aðskilja fagurfræði og notagildi, það eru til orð um vel heppnaða samþættingu þessara þátta - góður arkitektúr – og hann á alltaf við. Höfundur er arkitekt og formaður Samtaka Arkitektastofa; SAMARK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Skipulag Borgarstjórn Byggingariðnaður Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafði á orði í blaðagrein fimmtudaginn 12.júní sl.: „Í mörgum byggingum hennar [Reykjavíkurborgar] er of mikil áhersla lögð á íburð og jafnvel tilraunastarfsemi á kostnað skattgreiðenda. Oft virðast hönnuðir og /eða arkitektar líta á verkefni fyrir borgina sem tækifæri til að láta ljós sitt skína og reisa sjálfum sér framúrstefnuleg minnismerki. Hagkvæmni skiptir þá ekki máli, hvorki byggingakostnaður né rekstrarkostnaður til framtíðar.“ Var þessi málsgrein algerlega út úr samhengi við restina af greininni, sem fjallaði um úttekt IER á framkvæmd við Brákaborg, en í þeirri skýrslu er nánast ekkert fjallað um arkitekta framkvæmdarinnar, íburð, minnismerki og sannarlega ekkert um nýjar eða framúrstefnulegar lausnir og engin dæmi eru tekin önnur sem geti skýrt þennan sleggjudóm. Degi áður hélt Sverrir Jóhannesson deildarstjóri fasteignadeildar FSRE fyrirlestur á málþinginu „Byggjum til framtíðar“ í HR. Þar sagði hann orðrétt: „Af því að við erum Ríkið, þá eigum við að gera fansí og flott hús og þá bitnar það oft á gæðum og rekstri“. Samhliða því var hann með skyggnu sem á stóð: „Finna þarf jafnvægi í hönnun (fagurfræði), gæðum og rekstri […] Fagurfræði má ekki vera ráðandi og þarf að byggjast á lausnum sem nýtast vel og krefjast lágmarks rekstrarviðhalds“. Rétt er að gæta sannmælis og hafa með að á skyggnunni kom einnig fram: „Við byggjum vandaðar byggingar þegar arkitektar, verkfræðingar, rekstraraðilar og notendur vinna saman frá upphafi“. Í báðum þessum tilfellum, og þau eru ekki einsdæmi, falla höfundar í þá hugsanavillu að fegurð mannvirkis og notagildi þess séu „zero sum“, þ.e. að sé annað aukið sé það á kostnað hins. Þetta stenst hins vegar ekki – það er einmitt aðalsmerki góðs arkitektúrs að sameina þetta tvennt. Skoðum það nánar: Arkitektar velja ekki lóð verkefnisins, hlutverk byggingar eða það fjármagn sem í verkefnið er lagt. Þeir svara þörfum eiganda og notenda innan ramma skipulags- og byggingareglugerðar. Hönnunarverkefnið felst í því að taka þessar óskyldu kröfur, samhliða menningarlegum, sögulegum og listrænum áhrifaþáttum og gera úr því heildstætt verk – góða hönnun. Starf arkitekta felur þannig í sér uppröðun og samsetningu rýma út frá þörfum eiganda og notenda þess. Samhliða því fer fram formmótun á mannvirkinu út frá innra skipulagi, ytri aðstæðum, menningu og sögu. Þannig eru form, útlit og innra skipulag unnin samhliða þar sem allir þættirnir fléttast saman. Að sjálfsögðu getur fólk greint á um val á einstökum lausnum í efnisvali og innkaupum; um samspil á milli verðs og gæða en lausnin hverju sinni þarf að byggjast á skilningi á markmiðum og áherslum í hverju verki á hverjum tíma. Það er því svo mikil einföldun að það er beinlínis rangt, að taka allt hönnunarferlið og slíta það í sundur í nytjar og fagurfræði á grunni vals á einstaka byggingahlutum. Andri Snær Magnason benti á það fyrir mörgum árum að rangt staðsettur gluggi væri jafn dýr í framkvæmd og rétt staðsettur. Fegurð bygginga skiptir máli - menningarlega og þjóðhagslega. Opinberir verkkaupar eiga að gera skýlausar kröfur um fagurfræði, en þá líka með þeim skilningi að slík krafa afsakar engan afslátt á ítrustu nytsemi byggingarinnar. Það sem Kjartan vísar í sem löngunina til að reisa sér minnismerki er einmitt það sem gerir arkitektinn að besta bandamanni verkkaupa við mannvirkjagerð. Langtímahagsmunir og orðspor arkitektsins í krafti fagurs og nytsamlegs húss fara algerlega saman við metnað verkkaupa. Ef verkkaupi hefur skýr líftímamarkmið fyrir bygginguna, ígrundaða kostnaðaráætlun og gott samráð við notendur, eiga hann og arkitektinn að geta leitt verkefnið farsællega í höfn. Það er nefnilega merkingaleysa og ekki gagnlegt í umræðu um arkitektúr að aðskilja fagurfræði og notagildi, það eru til orð um vel heppnaða samþættingu þessara þátta - góður arkitektúr – og hann á alltaf við. Höfundur er arkitekt og formaður Samtaka Arkitektastofa; SAMARK.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar