Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2025 20:15 Toto Wolff, liðstjóri Mercedes. Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images Toto Wolff, liðstjóri Mercedes, segir að kvörtun Red Bull eftir kanadíska kappaksturinn í Formúlu 1 hafi verið „vandræðaleg“. George Russell kom fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum um helgina og tryggði Mercedes-liðinu þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Liðsfélagi hans, Kimi Antonelli, var einnig á verðlaunapalli, en hann kom þriðji í mark, á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen á Red Bull sem varð annar. Klára þurfti keppnina á eftir öryggisbíl eftir að Lando Norris á McLaren keyrði á liðsfélaga sinn Oscar Piastri þegar fjórir hringir voru eftir. Liðsmenn Red Bull voru hins vegar ósáttir að keppni lokinni og sendu inn kvörtun til FIA. Liðinu þótti Russell keyra óreglulega fyrir aftan öryggisbílinn og að hann hafi sýnt af sér óíþróttamannslega framkomu. „Í fyrsta lagi tók það Red Bull liðið tvo klukkutíma að senda frá sér þessa kvörtun,“ sagði Wolff í samtali við Sky Sports. „Þetta er svo mikil smámunasemi. Þeir finna einhverjar furðulegar klásúlur, sem þeir kalla klásúlur. Ég held að FIA þurfi að skoða þetta því þetta var svo langsótt að kvörtuninni var hafnað.“ „Þú keppir og þú vinnur eða tapar á brautinni. Þetta var sanngjarn sigur hjá okkur, eins og þeir hafa unnið marga sanngjarna sigra áður. Þetta var bara vandræðalegt,“ sagði Wolff að lokum. Akstursíþróttir Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
George Russell kom fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum um helgina og tryggði Mercedes-liðinu þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Liðsfélagi hans, Kimi Antonelli, var einnig á verðlaunapalli, en hann kom þriðji í mark, á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen á Red Bull sem varð annar. Klára þurfti keppnina á eftir öryggisbíl eftir að Lando Norris á McLaren keyrði á liðsfélaga sinn Oscar Piastri þegar fjórir hringir voru eftir. Liðsmenn Red Bull voru hins vegar ósáttir að keppni lokinni og sendu inn kvörtun til FIA. Liðinu þótti Russell keyra óreglulega fyrir aftan öryggisbílinn og að hann hafi sýnt af sér óíþróttamannslega framkomu. „Í fyrsta lagi tók það Red Bull liðið tvo klukkutíma að senda frá sér þessa kvörtun,“ sagði Wolff í samtali við Sky Sports. „Þetta er svo mikil smámunasemi. Þeir finna einhverjar furðulegar klásúlur, sem þeir kalla klásúlur. Ég held að FIA þurfi að skoða þetta því þetta var svo langsótt að kvörtuninni var hafnað.“ „Þú keppir og þú vinnur eða tapar á brautinni. Þetta var sanngjarn sigur hjá okkur, eins og þeir hafa unnið marga sanngjarna sigra áður. Þetta var bara vandræðalegt,“ sagði Wolff að lokum.
Akstursíþróttir Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira