Asíutúrinn setur strik í reikninginn varðandi framtíð Son Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2025 21:00 Óvíst er hvað verður um Son Heung-min á næsta tímabili. Carl Recine/Getty Images Líklegt þykir að forráðamenn Tottenham Hotspur geti ekki sagt til um hvort fyrirliði liðsins, Son Heung-min, verði áfram í herbúðum félagsins fyrr en seint í sumar. Ástæða þess að erfitt gæti reynst fyrir forráðamenn félagsins að taka ákvörðun um framtíð Son hjá félaginu er nokkuð einföld. Liðið stefnir á að spila tvo æfingaleiki í Suðaustur-Asíu undir lok sumars þar sem Son er vægast sagt í miklum metum hjá aðdáendum. Fyrri leikur Tottenham af þessum tveimur fer fram í Hong Kong þann 31. júlí, þar sem liðið mætir Arsenal. Þremur dögum síðar á liðið svo að mæta Newcastle í Seoul í Suður-Kóreu, heimalandi fyrirliðans. Sögur eru á kreiki um að forráðamenn Tottenham séu tilbúnir að selja Son í sumar, en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Lið í Sádi-Arabíu eru sög áhugasöm og forráðamenn Tottenham vilja líklega fá eitthvað fyrir leikmanninn frekar en að leyfa honum að fara frítt á næsta ári. Fari það hins vegar svo að félagið ákveði að selja leikmanninn í sumar gæti það hins vegar haft slæm fjárhagsleg áhrif á félagið. Eins og áður segir er Son í miklum metum hjá knattspyrnuunnendum í Suðaustur-Asíu, og þá sérstaklega í heimalandinu Suður-Kóreu, þar sem hann er svo gott sem í guðatölu. Suður-kóreskir aðdáendur gera því líklega fastlega ráð fyrir því að fá að berja átrúnaðargoðið augum þegar Tottenham mætir á svæðið í byrjun ágúst, en verða líklega allt annað en sáttir ef fari það svo að hann mæti ekki á svæðið. Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Sjá meira
Ástæða þess að erfitt gæti reynst fyrir forráðamenn félagsins að taka ákvörðun um framtíð Son hjá félaginu er nokkuð einföld. Liðið stefnir á að spila tvo æfingaleiki í Suðaustur-Asíu undir lok sumars þar sem Son er vægast sagt í miklum metum hjá aðdáendum. Fyrri leikur Tottenham af þessum tveimur fer fram í Hong Kong þann 31. júlí, þar sem liðið mætir Arsenal. Þremur dögum síðar á liðið svo að mæta Newcastle í Seoul í Suður-Kóreu, heimalandi fyrirliðans. Sögur eru á kreiki um að forráðamenn Tottenham séu tilbúnir að selja Son í sumar, en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Lið í Sádi-Arabíu eru sög áhugasöm og forráðamenn Tottenham vilja líklega fá eitthvað fyrir leikmanninn frekar en að leyfa honum að fara frítt á næsta ári. Fari það hins vegar svo að félagið ákveði að selja leikmanninn í sumar gæti það hins vegar haft slæm fjárhagsleg áhrif á félagið. Eins og áður segir er Son í miklum metum hjá knattspyrnuunnendum í Suðaustur-Asíu, og þá sérstaklega í heimalandinu Suður-Kóreu, þar sem hann er svo gott sem í guðatölu. Suður-kóreskir aðdáendur gera því líklega fastlega ráð fyrir því að fá að berja átrúnaðargoðið augum þegar Tottenham mætir á svæðið í byrjun ágúst, en verða líklega allt annað en sáttir ef fari það svo að hann mæti ekki á svæðið.
Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Sjá meira