Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. júní 2025 12:01 Ambika lét fylgja með mynd af kortum sem Hafdís hafði sent henni í gegnum árin. Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpa, hefur nú fundið Hafdísi. Samsett Styrktarforeldrið Hafdís sem auglýst var eftir á Facebook-síðu SOS barnaþorpa er fundin. Ambika, indversk kona, sem Hafdís styrkti í tíu ár er á leið til Íslands þar sem þær munu hittast í fyrsta skipti. Færsla á Facebook-síðu SOS barnaþorpa vakti mikla athygli en þar var auglýst eftir Hafdísi sem hafði verið styrktarforeldri indverskrar konu að nafni Ambika. Þar segir að Ambika sé nú á leið til Íslands með eiginmanni sínum. „Hana langar afar mikið að hitta Hafdísi til að þakka henni stuðninginn og kortasendingarnar í öll þessi ár,“ segir í færslunni. „Það var í mars eða apríl sem við fáum skilaboð í gegnum Instagram reikninginn okkar og þar er þessi kona sem heitir Ambika og hafði alist upp í SOS barnaþorpi í Greenfields í útjaðri Delí á Indlandi,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpa, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Með skilaboðum Ambika hafði hún látið fylgja mynd af kortunum sem hún hafði fengið frá Hafdísi í gegnum árin. Starfsfólk SOS barnaþorpa á Íslandi leitaði í tölvukerfum sínum en engar upplýsingar hafi fundist um styrktarforeldri að nafni Hafdís. Það var þá sem Hans Steinar ákvað að birta færsluna á Facebook. „Svo vakna ég í gærmorgun og ég sé að það er komið hellingur af ábendingum og skilaboðum. Það er ein ábendingin þarna sem að mér finnst mjög sterk og líkleg. Það er kona sem sendir ábendingu um eina sem heitir Hafdís að millinafni, en með annað fornafn. Ég fletti henni upp og sé að hún hefur verið að styrkja á Indlandi og í Greenfields,“ segir hann. „Þetta gerist ekki oft“ Hans Steinar hafði samband við Hafdísi sem var í sumarbústað er hann í náði í hana og hafði ekkert frétt af málinu. „Þetta er kona um sjötugt og hún kom algjörlega af fjöllum og var eiginlega í áfalli, jákvæðu áfalli. Hún sagði við mig í lok að hún væri rosalega ánægð og spennt því hún hafði verið virkilega áhugasöm um framfarir þessarar stúlku. Hún hafði virkilegan áhuga og verulega umhyggju fyrir henni.“ Hafdís og Ambika munu því að öllu óbreyttu hittast nú í sumar og hefur Hans Steinar fengið leyfi til að vera viðstaddur. Að hans sögn eru svona mál alveg einstök. „Þetta gerist ekki oft. Nánast aldrei. Hins vegar gerist ýmislegt svona án okkar vitundar. Það verða svona samskipti á milli barnanna þegar þau eru orðin ungmenni og treysta sér til að skrifast á.“ Hins vegar séu til dæmi um að styrktarforeldrar og börnin hittist án vitundar starfsfólk SOS barnaþorpa. Til að mynda hafi kona frá Vestur-Afríku heimsótt Ísland og maður frá Brasilíu. „Mari Järsk, ofurhlaupari, er þekktasta dæmið, það voru samskipti sem áttu sér stað án okkar vitundar sem urðu til þess að hún flutti hingað. Hún ólst upp í barnaþorpi í Eistlandi,“ segir Hans Steinar. Hjálparstarf Góðverk Indland Bítið Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Færsla á Facebook-síðu SOS barnaþorpa vakti mikla athygli en þar var auglýst eftir Hafdísi sem hafði verið styrktarforeldri indverskrar konu að nafni Ambika. Þar segir að Ambika sé nú á leið til Íslands með eiginmanni sínum. „Hana langar afar mikið að hitta Hafdísi til að þakka henni stuðninginn og kortasendingarnar í öll þessi ár,“ segir í færslunni. „Það var í mars eða apríl sem við fáum skilaboð í gegnum Instagram reikninginn okkar og þar er þessi kona sem heitir Ambika og hafði alist upp í SOS barnaþorpi í Greenfields í útjaðri Delí á Indlandi,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpa, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Með skilaboðum Ambika hafði hún látið fylgja mynd af kortunum sem hún hafði fengið frá Hafdísi í gegnum árin. Starfsfólk SOS barnaþorpa á Íslandi leitaði í tölvukerfum sínum en engar upplýsingar hafi fundist um styrktarforeldri að nafni Hafdís. Það var þá sem Hans Steinar ákvað að birta færsluna á Facebook. „Svo vakna ég í gærmorgun og ég sé að það er komið hellingur af ábendingum og skilaboðum. Það er ein ábendingin þarna sem að mér finnst mjög sterk og líkleg. Það er kona sem sendir ábendingu um eina sem heitir Hafdís að millinafni, en með annað fornafn. Ég fletti henni upp og sé að hún hefur verið að styrkja á Indlandi og í Greenfields,“ segir hann. „Þetta gerist ekki oft“ Hans Steinar hafði samband við Hafdísi sem var í sumarbústað er hann í náði í hana og hafði ekkert frétt af málinu. „Þetta er kona um sjötugt og hún kom algjörlega af fjöllum og var eiginlega í áfalli, jákvæðu áfalli. Hún sagði við mig í lok að hún væri rosalega ánægð og spennt því hún hafði verið virkilega áhugasöm um framfarir þessarar stúlku. Hún hafði virkilegan áhuga og verulega umhyggju fyrir henni.“ Hafdís og Ambika munu því að öllu óbreyttu hittast nú í sumar og hefur Hans Steinar fengið leyfi til að vera viðstaddur. Að hans sögn eru svona mál alveg einstök. „Þetta gerist ekki oft. Nánast aldrei. Hins vegar gerist ýmislegt svona án okkar vitundar. Það verða svona samskipti á milli barnanna þegar þau eru orðin ungmenni og treysta sér til að skrifast á.“ Hins vegar séu til dæmi um að styrktarforeldrar og börnin hittist án vitundar starfsfólk SOS barnaþorpa. Til að mynda hafi kona frá Vestur-Afríku heimsótt Ísland og maður frá Brasilíu. „Mari Järsk, ofurhlaupari, er þekktasta dæmið, það voru samskipti sem áttu sér stað án okkar vitundar sem urðu til þess að hún flutti hingað. Hún ólst upp í barnaþorpi í Eistlandi,“ segir Hans Steinar.
Hjálparstarf Góðverk Indland Bítið Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira