Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. júní 2025 12:01 Ambika lét fylgja með mynd af kortum sem Hafdís hafði sent henni í gegnum árin. Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpa, hefur nú fundið Hafdísi. Samsett Styrktarforeldrið Hafdís sem auglýst var eftir á Facebook-síðu SOS barnaþorpa er fundin. Ambika, indversk kona, sem Hafdís styrkti í tíu ár er á leið til Íslands þar sem þær munu hittast í fyrsta skipti. Færsla á Facebook-síðu SOS barnaþorpa vakti mikla athygli en þar var auglýst eftir Hafdísi sem hafði verið styrktarforeldri indverskrar konu að nafni Ambika. Þar segir að Ambika sé nú á leið til Íslands með eiginmanni sínum. „Hana langar afar mikið að hitta Hafdísi til að þakka henni stuðninginn og kortasendingarnar í öll þessi ár,“ segir í færslunni. „Það var í mars eða apríl sem við fáum skilaboð í gegnum Instagram reikninginn okkar og þar er þessi kona sem heitir Ambika og hafði alist upp í SOS barnaþorpi í Greenfields í útjaðri Delí á Indlandi,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpa, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Með skilaboðum Ambika hafði hún látið fylgja mynd af kortunum sem hún hafði fengið frá Hafdísi í gegnum árin. Starfsfólk SOS barnaþorpa á Íslandi leitaði í tölvukerfum sínum en engar upplýsingar hafi fundist um styrktarforeldri að nafni Hafdís. Það var þá sem Hans Steinar ákvað að birta færsluna á Facebook. „Svo vakna ég í gærmorgun og ég sé að það er komið hellingur af ábendingum og skilaboðum. Það er ein ábendingin þarna sem að mér finnst mjög sterk og líkleg. Það er kona sem sendir ábendingu um eina sem heitir Hafdís að millinafni, en með annað fornafn. Ég fletti henni upp og sé að hún hefur verið að styrkja á Indlandi og í Greenfields,“ segir hann. „Þetta gerist ekki oft“ Hans Steinar hafði samband við Hafdísi sem var í sumarbústað er hann í náði í hana og hafði ekkert frétt af málinu. „Þetta er kona um sjötugt og hún kom algjörlega af fjöllum og var eiginlega í áfalli, jákvæðu áfalli. Hún sagði við mig í lok að hún væri rosalega ánægð og spennt því hún hafði verið virkilega áhugasöm um framfarir þessarar stúlku. Hún hafði virkilegan áhuga og verulega umhyggju fyrir henni.“ Hafdís og Ambika munu því að öllu óbreyttu hittast nú í sumar og hefur Hans Steinar fengið leyfi til að vera viðstaddur. Að hans sögn eru svona mál alveg einstök. „Þetta gerist ekki oft. Nánast aldrei. Hins vegar gerist ýmislegt svona án okkar vitundar. Það verða svona samskipti á milli barnanna þegar þau eru orðin ungmenni og treysta sér til að skrifast á.“ Hins vegar séu til dæmi um að styrktarforeldrar og börnin hittist án vitundar starfsfólk SOS barnaþorpa. Til að mynda hafi kona frá Vestur-Afríku heimsótt Ísland og maður frá Brasilíu. „Mari Järsk, ofurhlaupari, er þekktasta dæmið, það voru samskipti sem áttu sér stað án okkar vitundar sem urðu til þess að hún flutti hingað. Hún ólst upp í barnaþorpi í Eistlandi,“ segir Hans Steinar. Hjálparstarf Góðverk Indland Bítið Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Sjá meira
Færsla á Facebook-síðu SOS barnaþorpa vakti mikla athygli en þar var auglýst eftir Hafdísi sem hafði verið styrktarforeldri indverskrar konu að nafni Ambika. Þar segir að Ambika sé nú á leið til Íslands með eiginmanni sínum. „Hana langar afar mikið að hitta Hafdísi til að þakka henni stuðninginn og kortasendingarnar í öll þessi ár,“ segir í færslunni. „Það var í mars eða apríl sem við fáum skilaboð í gegnum Instagram reikninginn okkar og þar er þessi kona sem heitir Ambika og hafði alist upp í SOS barnaþorpi í Greenfields í útjaðri Delí á Indlandi,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpa, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Með skilaboðum Ambika hafði hún látið fylgja mynd af kortunum sem hún hafði fengið frá Hafdísi í gegnum árin. Starfsfólk SOS barnaþorpa á Íslandi leitaði í tölvukerfum sínum en engar upplýsingar hafi fundist um styrktarforeldri að nafni Hafdís. Það var þá sem Hans Steinar ákvað að birta færsluna á Facebook. „Svo vakna ég í gærmorgun og ég sé að það er komið hellingur af ábendingum og skilaboðum. Það er ein ábendingin þarna sem að mér finnst mjög sterk og líkleg. Það er kona sem sendir ábendingu um eina sem heitir Hafdís að millinafni, en með annað fornafn. Ég fletti henni upp og sé að hún hefur verið að styrkja á Indlandi og í Greenfields,“ segir hann. „Þetta gerist ekki oft“ Hans Steinar hafði samband við Hafdísi sem var í sumarbústað er hann í náði í hana og hafði ekkert frétt af málinu. „Þetta er kona um sjötugt og hún kom algjörlega af fjöllum og var eiginlega í áfalli, jákvæðu áfalli. Hún sagði við mig í lok að hún væri rosalega ánægð og spennt því hún hafði verið virkilega áhugasöm um framfarir þessarar stúlku. Hún hafði virkilegan áhuga og verulega umhyggju fyrir henni.“ Hafdís og Ambika munu því að öllu óbreyttu hittast nú í sumar og hefur Hans Steinar fengið leyfi til að vera viðstaddur. Að hans sögn eru svona mál alveg einstök. „Þetta gerist ekki oft. Nánast aldrei. Hins vegar gerist ýmislegt svona án okkar vitundar. Það verða svona samskipti á milli barnanna þegar þau eru orðin ungmenni og treysta sér til að skrifast á.“ Hins vegar séu til dæmi um að styrktarforeldrar og börnin hittist án vitundar starfsfólk SOS barnaþorpa. Til að mynda hafi kona frá Vestur-Afríku heimsótt Ísland og maður frá Brasilíu. „Mari Järsk, ofurhlaupari, er þekktasta dæmið, það voru samskipti sem áttu sér stað án okkar vitundar sem urðu til þess að hún flutti hingað. Hún ólst upp í barnaþorpi í Eistlandi,“ segir Hans Steinar.
Hjálparstarf Góðverk Indland Bítið Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Sjá meira