Framtíðarsýn er ekki afsökun fyrir óraunhæfa stefnu Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar 18. júní 2025 13:31 Reykjavík er borg fólksins, borg fjölskyldna, eldra fólks, nemenda og í raun allra landsmanna. Allra þeirra sem þurfa að láta daglegt líf ganga upp. Það er hlutverk okkar sem stjórnum borginni að auðvelda þeim lífið, ekki gera það erfiðara. Það gerum við ekki með því að byggja framtíðina á óraunhæfum forsendum. Of oft virðist stefna borgaryfirvalda byggja á því að þrýsta fólki í átt að lífsstíl sem einfaldlega er ekki framkvæmanlegur fyrir flest, allavega ekki enn. Það er munur á því að vera metnaðarfull og því að vera óraunsær. Raunsæi ætti að vera eitt af lykilgildum þeirra sem stjórna borginni. Ekki af því að við viljum litla eða stutta sýn heldur af því að við viljum traustan grunn fyrir framtíðina. Tökum samgöngur sem dæmi. Ég tel mikilvægt að við byggjum upp góðar almenningssamgöngur til framtíðar en á meðan þær eru ekki orðnar raunverulegur valkostur fyrir flest, þá er óábyrgt að þrengja að þeim samgöngum sem fólk treystir á í dag. Það er einfaldlega ekki raunhæft að draga hratt og harkalega úr bílastæðum eða þrengja að akstursleiðum þegar almenningssamgöngur standa ekki undir því hlutverki sem þeim er ætlað. Slíkar aðgerðir skapa ekki sjálfbæra borg heldur skapa þær vantraust og ósanngjarnt álag á fjölskyldur, eldra fólk og fólk sem býr lengra frá miðborginni. Við í Framsókn höfum talað fyrir því að gera hlutina í réttri röð. Að tryggja valfrelsi í samgöngum, bjóða raunverulega valkosti og undirbúa borgina fyrir framtíðina en án þess að fórna lífsgæðum í dag. Þetta á við víðar en bara um samgöngur. Hvort sem það snýst um húsnæðismál, leikskóla eða þjónustu við eldri borgara, þá verðum við að spyrja okkur: Er þetta framkvæmanlegt í dag? Er þetta í takt við þarfir borgarbúa? Er þetta fjármagnað á ábyrgan hátt og raunhæft? Framtíðin kallar á hugmyndaflug en rekstur borgarinnar kallar á ábyrgð og raunsæi. Ég vil búa í borg sem horfir til framtíðar en líka borg sem stendur með fólki í dag. Þar sem metnaður og mannvit haldast í hendur. Höfundur er formaður Framsóknar í Reykjavík og varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er borg fólksins, borg fjölskyldna, eldra fólks, nemenda og í raun allra landsmanna. Allra þeirra sem þurfa að láta daglegt líf ganga upp. Það er hlutverk okkar sem stjórnum borginni að auðvelda þeim lífið, ekki gera það erfiðara. Það gerum við ekki með því að byggja framtíðina á óraunhæfum forsendum. Of oft virðist stefna borgaryfirvalda byggja á því að þrýsta fólki í átt að lífsstíl sem einfaldlega er ekki framkvæmanlegur fyrir flest, allavega ekki enn. Það er munur á því að vera metnaðarfull og því að vera óraunsær. Raunsæi ætti að vera eitt af lykilgildum þeirra sem stjórna borginni. Ekki af því að við viljum litla eða stutta sýn heldur af því að við viljum traustan grunn fyrir framtíðina. Tökum samgöngur sem dæmi. Ég tel mikilvægt að við byggjum upp góðar almenningssamgöngur til framtíðar en á meðan þær eru ekki orðnar raunverulegur valkostur fyrir flest, þá er óábyrgt að þrengja að þeim samgöngum sem fólk treystir á í dag. Það er einfaldlega ekki raunhæft að draga hratt og harkalega úr bílastæðum eða þrengja að akstursleiðum þegar almenningssamgöngur standa ekki undir því hlutverki sem þeim er ætlað. Slíkar aðgerðir skapa ekki sjálfbæra borg heldur skapa þær vantraust og ósanngjarnt álag á fjölskyldur, eldra fólk og fólk sem býr lengra frá miðborginni. Við í Framsókn höfum talað fyrir því að gera hlutina í réttri röð. Að tryggja valfrelsi í samgöngum, bjóða raunverulega valkosti og undirbúa borgina fyrir framtíðina en án þess að fórna lífsgæðum í dag. Þetta á við víðar en bara um samgöngur. Hvort sem það snýst um húsnæðismál, leikskóla eða þjónustu við eldri borgara, þá verðum við að spyrja okkur: Er þetta framkvæmanlegt í dag? Er þetta í takt við þarfir borgarbúa? Er þetta fjármagnað á ábyrgan hátt og raunhæft? Framtíðin kallar á hugmyndaflug en rekstur borgarinnar kallar á ábyrgð og raunsæi. Ég vil búa í borg sem horfir til framtíðar en líka borg sem stendur með fólki í dag. Þar sem metnaður og mannvit haldast í hendur. Höfundur er formaður Framsóknar í Reykjavík og varaborgarfulltrúi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun