Phil Foden skoraði fyrsta mark leiksins strax á annari mínútu leiksins. Foden átti sending á Savinho sem átti skot að marki, en markvörður Casablanca varði. Foden komst á frákastið og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Englendinginn.
Jeremy Doku skoraði annað mark leiksins á 42. mínútu. Doku var aleinn og óvaldaður inn í teig þegar Foden tók hornspyrnu beint á Belgann. Hann átti þá skot frá stuttu færi sem söng í netinu.
Á 88. mínútu dró svo til tíðinda þar sem Rico Lewis fékk að líta beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu. Það kom ekki að sök fyrir enska liðið sem kláraði leikinn manni færri.
Næstu leikir hjá Manchester City í riðlinum er gegn Al-Ain frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, og síðan mæta þeir ítalska stórveldinu Juventus.