Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2025 06:50 Íbúar í Tel Avív leita skjóls á lestarstöð á meðan loftárásir Írana héldu áfram. Vísir/EPA Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. Um þúsund rúm eru á spítalanum en hann þjónar um milljón manns í Beersheba, í suðurhluta Ísrael. Í yfirlýsingu frá spítalanum kemur fram að hluti hans sé skemmdur og að á bráðamóttöku væri verið að hlúa að fólki með minni háttar meiðsl. Ekki er tekið við nýjum sjúklingum á meðan en fjölmargir spítalar í Ísrael virkjuðu neyðarplan sín síðustu vikuna og breyttu bílastæðum neðanjarðar í spítalagólf og færðu sjúklinga neðar í húsin, sérstaklega þá sem eru í öndunarvélum og eiga erfitt með að fara hratt um. Íran skaut einnig á íbúðablokk í Tel Avív og fleiri staði í Ísrael í nótt. Í það minnsta 40 særðust í árásinni samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum í Ísrael. Fjallað er um það á vef AP að Íran hafi skotið hundruðum dróna og eldflauga að Ísrael en að flest þeirra séu skotin niður af loftvarnarkerfi þeirra. Gervihnattamynd sem er tekin 14. júní áþ þessu ári af kjarnorkustöðinni Arak. Myndin er tekin af Maxar Technologies.Vísir/EPA Ísrael hélt áfram á sama tíma árásum sínum á Íran og lagði áherslu á ýmsar hernaðarlegar staðsetningar og staðsetningar sem tengjast kjarnorkuvopnastöðvum þeirra og framleiðslu, eins og Arak. Kjarnorkustöðin er staðsett í um 250 kílómetra fjarlægð frá Teheran. Í frétt AP segir að í sjónvarpsfréttum í Íran hafi verið fjallað um árás á Arak og að það væri engin hætta á geislun. Fréttamaður sem hafi verið í beinni frá Khondab, nærliggjandi bæ, sagði að kjarnorkustöðin hefði verið rýmd og að engar skemmdir væru á svæðunum í kring. Ísrael hefur varað við því að þeir muni ráðast á stöðina og hvatti almenning til að fara frá svæðinu. Árásir Ísraela hafa beinst að svæðum þar sem Íranir eru að auðga úran og vinna með kjarnorku. Þungavatnsofninn Arak er notaður til að kæla kjarnorkuvopn en framleiðir plútón sem getur einnig verið notað til að framleiða kjarnorkuvopn. Árásir í Ísrael og Íran hafa staðið í rúma viku núna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11 Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. 18. júní 2025 16:15 „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. 18. júní 2025 15:21 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Um þúsund rúm eru á spítalanum en hann þjónar um milljón manns í Beersheba, í suðurhluta Ísrael. Í yfirlýsingu frá spítalanum kemur fram að hluti hans sé skemmdur og að á bráðamóttöku væri verið að hlúa að fólki með minni háttar meiðsl. Ekki er tekið við nýjum sjúklingum á meðan en fjölmargir spítalar í Ísrael virkjuðu neyðarplan sín síðustu vikuna og breyttu bílastæðum neðanjarðar í spítalagólf og færðu sjúklinga neðar í húsin, sérstaklega þá sem eru í öndunarvélum og eiga erfitt með að fara hratt um. Íran skaut einnig á íbúðablokk í Tel Avív og fleiri staði í Ísrael í nótt. Í það minnsta 40 særðust í árásinni samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum í Ísrael. Fjallað er um það á vef AP að Íran hafi skotið hundruðum dróna og eldflauga að Ísrael en að flest þeirra séu skotin niður af loftvarnarkerfi þeirra. Gervihnattamynd sem er tekin 14. júní áþ þessu ári af kjarnorkustöðinni Arak. Myndin er tekin af Maxar Technologies.Vísir/EPA Ísrael hélt áfram á sama tíma árásum sínum á Íran og lagði áherslu á ýmsar hernaðarlegar staðsetningar og staðsetningar sem tengjast kjarnorkuvopnastöðvum þeirra og framleiðslu, eins og Arak. Kjarnorkustöðin er staðsett í um 250 kílómetra fjarlægð frá Teheran. Í frétt AP segir að í sjónvarpsfréttum í Íran hafi verið fjallað um árás á Arak og að það væri engin hætta á geislun. Fréttamaður sem hafi verið í beinni frá Khondab, nærliggjandi bæ, sagði að kjarnorkustöðin hefði verið rýmd og að engar skemmdir væru á svæðunum í kring. Ísrael hefur varað við því að þeir muni ráðast á stöðina og hvatti almenning til að fara frá svæðinu. Árásir Ísraela hafa beinst að svæðum þar sem Íranir eru að auðga úran og vinna með kjarnorku. Þungavatnsofninn Arak er notaður til að kæla kjarnorkuvopn en framleiðir plútón sem getur einnig verið notað til að framleiða kjarnorkuvopn. Árásir í Ísrael og Íran hafa staðið í rúma viku núna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“.
Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11 Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. 18. júní 2025 16:15 „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. 18. júní 2025 15:21 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11
Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. 18. júní 2025 16:15
„Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. 18. júní 2025 15:21