Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum Kjartan Kjartansson skrifar 19. júní 2025 09:08 Tölvuteiknuð mynd af því hvernig Austurstræti gæti litið út eftir endurgerð sem hefur verið frestað. Reykjavíkurborg Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar samþykktu tillögu um að gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum í gær. Endugerð gatnanna sem var samþykkt í fyrra frestast þó. Með tillögunni er viðkomandi sviðum borgaryfirvalda falið að útfæra merkingar og einfaldar aðgerðir til þess að gera göturnar tvær að göngugötum þrátt fyrir að ekki sé unnt að fara í endurgerð gatnanna á þessum tímapunkti. Eitt og hálf ár er frá því að ráðið samþykkt heimild til verkhönnunar og breytingar á Austurstræti sem göngusvæðis. Fulltrúar minnihlutans lögðu til tillagan um að vera göturnar tvær að göngugötum yrði kynnt fyrir íbúum og rekstraraðilum í viðkomandi götu auk ýmissa íbúasamtaka og hagaðila. Þeim yrði gefinn kostur á að skila inn athugasemdum áður en tillagan yrði samþykkt. Þeirri tillögu var hafnað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu að svo búnu atkvæði gegn því að gera göturnar að göngugötum en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá. Vísa til stuðnings sem kemur fram í könnunum Meirihlutinn vísaði til mikils og vaxandi stuðnings borgarbúa við göngugötur í bókun sem hann lét gera á fundi ráðsins. „Mikill meirihluti borgarbúa er hlynntur göngugötum og hefur stuðningurinn aukist um leið og þeim hefur fækkað sem eru óánægð. Könnun hefur sýnt að þeim fjölgar sem telja að göngugötusvæðin megi vera stærri. Við tökum þvi sem hvatningu til að stækka göngusvæðin og munum nú koma á samfelldu göngusvæði í Kvosinni frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi,“ segir í bókuninni. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins og borgarfulltrúi Pírata, sagði á Facebook eftir að tillagan var samþykkt að endurgerð Austurstrætis frestaðist eitthvað. „En við látum gangandi ekki bíða og tökum strax af skarið,“ skrifaði hún og deildi tölvugerðum myndum af því hvernig Austurstræti gæti litið út eftir breytingar. Nýlega kvartaði eigandi fataverslunarinnar Gyllta kattarins sem hefur verið rekin í Austurstræti undanfarna tvo áratugi undan því opinberlega hversu erfitt væri fyrir viðskiptavini sína að fá bílastæði í miðborginni. Það væri ástæða þess að verslunin yrði flutt út á Fiskislóð. Reykjavík Göngugötur Verslun Bílar Borgarstjórn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Með tillögunni er viðkomandi sviðum borgaryfirvalda falið að útfæra merkingar og einfaldar aðgerðir til þess að gera göturnar tvær að göngugötum þrátt fyrir að ekki sé unnt að fara í endurgerð gatnanna á þessum tímapunkti. Eitt og hálf ár er frá því að ráðið samþykkt heimild til verkhönnunar og breytingar á Austurstræti sem göngusvæðis. Fulltrúar minnihlutans lögðu til tillagan um að vera göturnar tvær að göngugötum yrði kynnt fyrir íbúum og rekstraraðilum í viðkomandi götu auk ýmissa íbúasamtaka og hagaðila. Þeim yrði gefinn kostur á að skila inn athugasemdum áður en tillagan yrði samþykkt. Þeirri tillögu var hafnað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu að svo búnu atkvæði gegn því að gera göturnar að göngugötum en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá. Vísa til stuðnings sem kemur fram í könnunum Meirihlutinn vísaði til mikils og vaxandi stuðnings borgarbúa við göngugötur í bókun sem hann lét gera á fundi ráðsins. „Mikill meirihluti borgarbúa er hlynntur göngugötum og hefur stuðningurinn aukist um leið og þeim hefur fækkað sem eru óánægð. Könnun hefur sýnt að þeim fjölgar sem telja að göngugötusvæðin megi vera stærri. Við tökum þvi sem hvatningu til að stækka göngusvæðin og munum nú koma á samfelldu göngusvæði í Kvosinni frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi,“ segir í bókuninni. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins og borgarfulltrúi Pírata, sagði á Facebook eftir að tillagan var samþykkt að endurgerð Austurstrætis frestaðist eitthvað. „En við látum gangandi ekki bíða og tökum strax af skarið,“ skrifaði hún og deildi tölvugerðum myndum af því hvernig Austurstræti gæti litið út eftir breytingar. Nýlega kvartaði eigandi fataverslunarinnar Gyllta kattarins sem hefur verið rekin í Austurstræti undanfarna tvo áratugi undan því opinberlega hversu erfitt væri fyrir viðskiptavini sína að fá bílastæði í miðborginni. Það væri ástæða þess að verslunin yrði flutt út á Fiskislóð.
Reykjavík Göngugötur Verslun Bílar Borgarstjórn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira