Þetta er í þriðja skiptið sem leik í HM félagsliða er frestað, en mótið hófst þann 14. júní síðastliðinn. Leikur Red Bull Salzburg gegn Pachuca, og leikur Mamelodi Sundowns gegn Ulsan var einnig frestaður af sömu ástæðu.
Leikur Salzburg og Pachuca var frestaður í 97 mínútur. Það var á 54. mínútu leiksins þegar Salzburg var 1-0 yfir. Salzburg vann leikinn á endanum 2-1.
Leikur Sundowns gegn Ulsan var frestaður rétt áður en að leikurinn átti að byrja en þeir fengu að bíða í 65 mínútur til viðbótar áður en leikurinn hófst.
-Ekki er víst hvenær leikur Palmeiras og Al Ahly mun fara aftur í gang. Palmeiras var nýbúið að komast í 2-0 forystu og það á eftir að spila um 30 mínútur.