Ein bílferð jafngildi tuttugu þúsund mótorhjólaferðum Oddur Ævar Gunnarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 19. júní 2025 19:48 Bifhjólafólk fjölmennti á samstöðufund í Kópavogi fyrr í kvöld. Vísir Mótorhjólafólk mætti til samstöðufundar í kvöld vegna frumvarps fjármálaráðherra um kílómetragjald. Talsmaður bifhjólasamtakanna Sniglanna segist ekki skilja hvers vegna ráðherra hlusti ekki á málflutning samtakanna. Nýjustu breytingar efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpinu eru þær að mótorhjólaeigendur greiða sama kílómetragjald og eigendur bíla undir 3,5 tonnum. Formönnum bæði Rafbílasambands Íslands og Sniglanna, sem sendu inn umsögn, finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Þorgerður Guðmundsdóttir formaður Sniglanna var meðal þátttakenda á mótmælunum í kvöld. Hún segir að ekki hafi verið hlustað umsagnir samtakanna þegar breytingarnar voru gerðar. Félagið hafi sent inn umsögn í samráðsgátt vegna frumvarpsins en þeim enginn gaumur gefinn. Njáll Gunnlaugsson, varamaður í stjórn Sniglanna, tekur í sama streng. „Við skulum átta okkur á því að ein ferð á bíl jafngildir tuttugu þúsund ferðum á mótorhjóli, sama slit. Það sem við lögðum til, 1,7 króna, er samt eins og þrjú þúsund ferðir. Þannig að við erum til í að borga margfalt á við aðra en okkur finnst ekki vera hlustað á þessi rök og við skiljum það ekki. “ Fjármálaráðherra rökstuddi breytingarnar þannig að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. Njáll gefur sem fyrr lítið fyrir þessi rök. „Okkur finnst þetta bara mjög skrítin umræða þegar við erum að reyna að koma með skynsamleg rök í þessu máli,“ segir Njáll og bætir við að samtökin muni halda áfram að mótmæla breytingunum. Kílómetragjald Bifhjól Skattar og tollar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Nýjustu breytingar efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpinu eru þær að mótorhjólaeigendur greiða sama kílómetragjald og eigendur bíla undir 3,5 tonnum. Formönnum bæði Rafbílasambands Íslands og Sniglanna, sem sendu inn umsögn, finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Þorgerður Guðmundsdóttir formaður Sniglanna var meðal þátttakenda á mótmælunum í kvöld. Hún segir að ekki hafi verið hlustað umsagnir samtakanna þegar breytingarnar voru gerðar. Félagið hafi sent inn umsögn í samráðsgátt vegna frumvarpsins en þeim enginn gaumur gefinn. Njáll Gunnlaugsson, varamaður í stjórn Sniglanna, tekur í sama streng. „Við skulum átta okkur á því að ein ferð á bíl jafngildir tuttugu þúsund ferðum á mótorhjóli, sama slit. Það sem við lögðum til, 1,7 króna, er samt eins og þrjú þúsund ferðir. Þannig að við erum til í að borga margfalt á við aðra en okkur finnst ekki vera hlustað á þessi rök og við skiljum það ekki. “ Fjármálaráðherra rökstuddi breytingarnar þannig að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. Njáll gefur sem fyrr lítið fyrir þessi rök. „Okkur finnst þetta bara mjög skrítin umræða þegar við erum að reyna að koma með skynsamleg rök í þessu máli,“ segir Njáll og bætir við að samtökin muni halda áfram að mótmæla breytingunum.
Kílómetragjald Bifhjól Skattar og tollar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira