Ein bílferð jafngildi tuttugu þúsund mótorhjólaferðum Oddur Ævar Gunnarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 19. júní 2025 19:48 Bifhjólafólk fjölmennti á samstöðufund í Kópavogi fyrr í kvöld. Vísir Mótorhjólafólk mætti til samstöðufundar í kvöld vegna frumvarps fjármálaráðherra um kílómetragjald. Talsmaður bifhjólasamtakanna Sniglanna segist ekki skilja hvers vegna ráðherra hlusti ekki á málflutning samtakanna. Nýjustu breytingar efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpinu eru þær að mótorhjólaeigendur greiða sama kílómetragjald og eigendur bíla undir 3,5 tonnum. Formönnum bæði Rafbílasambands Íslands og Sniglanna, sem sendu inn umsögn, finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Þorgerður Guðmundsdóttir formaður Sniglanna var meðal þátttakenda á mótmælunum í kvöld. Hún segir að ekki hafi verið hlustað umsagnir samtakanna þegar breytingarnar voru gerðar. Félagið hafi sent inn umsögn í samráðsgátt vegna frumvarpsins en þeim enginn gaumur gefinn. Njáll Gunnlaugsson, varamaður í stjórn Sniglanna, tekur í sama streng. „Við skulum átta okkur á því að ein ferð á bíl jafngildir tuttugu þúsund ferðum á mótorhjóli, sama slit. Það sem við lögðum til, 1,7 króna, er samt eins og þrjú þúsund ferðir. Þannig að við erum til í að borga margfalt á við aðra en okkur finnst ekki vera hlustað á þessi rök og við skiljum það ekki. “ Fjármálaráðherra rökstuddi breytingarnar þannig að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. Njáll gefur sem fyrr lítið fyrir þessi rök. „Okkur finnst þetta bara mjög skrítin umræða þegar við erum að reyna að koma með skynsamleg rök í þessu máli,“ segir Njáll og bætir við að samtökin muni halda áfram að mótmæla breytingunum. Kílómetragjald Bifhjól Skattar og tollar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Nýjustu breytingar efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpinu eru þær að mótorhjólaeigendur greiða sama kílómetragjald og eigendur bíla undir 3,5 tonnum. Formönnum bæði Rafbílasambands Íslands og Sniglanna, sem sendu inn umsögn, finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Þorgerður Guðmundsdóttir formaður Sniglanna var meðal þátttakenda á mótmælunum í kvöld. Hún segir að ekki hafi verið hlustað umsagnir samtakanna þegar breytingarnar voru gerðar. Félagið hafi sent inn umsögn í samráðsgátt vegna frumvarpsins en þeim enginn gaumur gefinn. Njáll Gunnlaugsson, varamaður í stjórn Sniglanna, tekur í sama streng. „Við skulum átta okkur á því að ein ferð á bíl jafngildir tuttugu þúsund ferðum á mótorhjóli, sama slit. Það sem við lögðum til, 1,7 króna, er samt eins og þrjú þúsund ferðir. Þannig að við erum til í að borga margfalt á við aðra en okkur finnst ekki vera hlustað á þessi rök og við skiljum það ekki. “ Fjármálaráðherra rökstuddi breytingarnar þannig að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. Njáll gefur sem fyrr lítið fyrir þessi rök. „Okkur finnst þetta bara mjög skrítin umræða þegar við erum að reyna að koma með skynsamleg rök í þessu máli,“ segir Njáll og bætir við að samtökin muni halda áfram að mótmæla breytingunum.
Kílómetragjald Bifhjól Skattar og tollar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira