Þingmenn hneykslast á mótmælum við hátíðarathöfnina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 20:47 Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mótmælin við Alþingishúsið 17. júní vanvirðingu. Vilhelm/Viktor Freyr Á meðan árleg hátíðarstund fór fram á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn stóð hópur fólks með stóra Palestínufána og skilti sem á stóð „samsek þvert á flokka“ meðal hóps fólks sem veifaði íslenska fánanum í tilefni dagsins. Þingmaður og varaþingmaður hneykslast á mótmælunum. Fjallað var um mótmælin í Kvöldfréttum á þriðjudag. Mótmælendur þögðu meðan á athöfninni stóð en létu vel í sér heyra meðan gestir yfirgáfu svæðið. Einstaklingar úr hópnum hrópuðu „þjóðarmorð“ og „frjáls Palestína“. Einn mótmælandinn flutti ræðu þegar ráðamenn voru komnir inn í Alþingishús. Í samtali við fréttamann sagði Margrét Kristín Blöndal baráttukona fyrir frjálsri Palestínu að auðvitað nýti hún hvert tækifæri til að láta í sér heyra. Aðspurð sagði hún hópnum hafa verið vel tekið. Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir mótmælin að umfjöllunarefni í pontu á Alþingi í gær í dagskrárliðnum störf þingsins. „Hingað til höfum við sammælst um að leggja stjórnmál og deilur til hliðar á þessum degi, hampa þess í stað því sem sameinar okkur, minna á gildin okkar, menninguna, upprunann, hefðirnar og sérstöðuna. Og það undir merkjum íslenska þjóðfánans sem við erum svo stolt af og umgöngumst af mikilli virðingu,“ sagði Rósa í ræðu sinni og hélt áfram: „Að hópar fólks skuli koma saman á þessum degi og það við hátíðarhöld við Alþingishúsið veifandi fána annars lands og hrópa ókvæðisorð að ráðamönnum og öðrum viðstöddum, er óboðlegt. Í gær urðum við vitni að því að þjóðhátíðardeginum okkar var sýnd mikil vanvirðing hér við Austurvöll og um leið þjóðfána okkar Íslendinga. Eigum við bara að láta slíkt viðgangast?“ Það séu næg tækifæri á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa að koma pólitískum sjónarmiðum á framfæri alla aðra daga. Hvorki sé staður né stund fyrir það á þjóðhátíðardaginn. „Þetta var dapurleg tilraun til að niðurlægja íslensku þjóðina og hrein vanvirðing við þjóðfánann. Komum í veg fyrir svona atburði á þjóðhátíðardaginn okkar í framtíðinni og berum öll virðingu fyrir þessum mikilvæga hátíðisdegi,“ segir Rósa. Á upptöku af ræðunni má heyra þingmenn úr sal kalla fram í: „Heyr heyr“. Auk íslenska fánans var fáni Palestínu áberandi á Austurvelli á hátíðahöldunum 17. júní.Vísir/Viktor Freyr Rúnar Sigurjónsson varaþingmaður Flokks fólksins tekur í svipaðan streng í færslu á Facebook. Hann segir mótmælendurna hafa vanhelgað þjóðhátíðardaginn og truflað hátíðleika hans, „með hrópum og köllum, öskrum og skrílslátum þar sem þjóðfána annars ríkis er flaggað á hátíðlegu torgi þar sem þjóðhátíðardegi okkar er fagnað.“ Hann fordæmi mótmælin, sem að hans sögn settu svartan blett á daginn. „Ég skora því á félagið Ísland-Palestína að sýna þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga þá örlitlu virðingu að láta af þessu háttalagi á 17. júní. [...]. Þann dag er þetta í mínum huga ekki ásættanlegt og er hvað mig varðar ykkur og ykkar málstað eiginlega bara til háborinnar skammar.“ 17. júní Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Fjallað var um mótmælin í Kvöldfréttum á þriðjudag. Mótmælendur þögðu meðan á athöfninni stóð en létu vel í sér heyra meðan gestir yfirgáfu svæðið. Einstaklingar úr hópnum hrópuðu „þjóðarmorð“ og „frjáls Palestína“. Einn mótmælandinn flutti ræðu þegar ráðamenn voru komnir inn í Alþingishús. Í samtali við fréttamann sagði Margrét Kristín Blöndal baráttukona fyrir frjálsri Palestínu að auðvitað nýti hún hvert tækifæri til að láta í sér heyra. Aðspurð sagði hún hópnum hafa verið vel tekið. Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir mótmælin að umfjöllunarefni í pontu á Alþingi í gær í dagskrárliðnum störf þingsins. „Hingað til höfum við sammælst um að leggja stjórnmál og deilur til hliðar á þessum degi, hampa þess í stað því sem sameinar okkur, minna á gildin okkar, menninguna, upprunann, hefðirnar og sérstöðuna. Og það undir merkjum íslenska þjóðfánans sem við erum svo stolt af og umgöngumst af mikilli virðingu,“ sagði Rósa í ræðu sinni og hélt áfram: „Að hópar fólks skuli koma saman á þessum degi og það við hátíðarhöld við Alþingishúsið veifandi fána annars lands og hrópa ókvæðisorð að ráðamönnum og öðrum viðstöddum, er óboðlegt. Í gær urðum við vitni að því að þjóðhátíðardeginum okkar var sýnd mikil vanvirðing hér við Austurvöll og um leið þjóðfána okkar Íslendinga. Eigum við bara að láta slíkt viðgangast?“ Það séu næg tækifæri á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa að koma pólitískum sjónarmiðum á framfæri alla aðra daga. Hvorki sé staður né stund fyrir það á þjóðhátíðardaginn. „Þetta var dapurleg tilraun til að niðurlægja íslensku þjóðina og hrein vanvirðing við þjóðfánann. Komum í veg fyrir svona atburði á þjóðhátíðardaginn okkar í framtíðinni og berum öll virðingu fyrir þessum mikilvæga hátíðisdegi,“ segir Rósa. Á upptöku af ræðunni má heyra þingmenn úr sal kalla fram í: „Heyr heyr“. Auk íslenska fánans var fáni Palestínu áberandi á Austurvelli á hátíðahöldunum 17. júní.Vísir/Viktor Freyr Rúnar Sigurjónsson varaþingmaður Flokks fólksins tekur í svipaðan streng í færslu á Facebook. Hann segir mótmælendurna hafa vanhelgað þjóðhátíðardaginn og truflað hátíðleika hans, „með hrópum og köllum, öskrum og skrílslátum þar sem þjóðfána annars ríkis er flaggað á hátíðlegu torgi þar sem þjóðhátíðardegi okkar er fagnað.“ Hann fordæmi mótmælin, sem að hans sögn settu svartan blett á daginn. „Ég skora því á félagið Ísland-Palestína að sýna þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga þá örlitlu virðingu að láta af þessu háttalagi á 17. júní. [...]. Þann dag er þetta í mínum huga ekki ásættanlegt og er hvað mig varðar ykkur og ykkar málstað eiginlega bara til háborinnar skammar.“
17. júní Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira