Kalli Snæ biðst afsökunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 23:37 Guðmundur Karl Snæbjörnsson. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, eða Kalli Snæ, hefur beðist afsökunar á að hafa haldið því fram að embætti landlæknis hafi svipt hann læknaleyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Greint var frá því í dag að Frosti Logason hefði sviptingarbréfið undir höndum og að samkvæmt honum komi hvorki í bréfinu né öðrum samskiptum í aðdraganda sviptingarinnar fram þær ástæður sem Guðmundur Karl segir embættið hafa gefið sér. Aðdragandinn er samkvæmt Frosta að Guðmundur Karl hafi ætlað að koma upp símaþjónustu þar sem hann sinnti fjarlækningum. Skömmu síðar hafi hann hætt við og ekki svarað erindum embættisins þar sem hann er spurður nánar út í fyrirhugaðan rekstur. Sjá einnig: Bréfið rímar ekki við fullyrðingar Kalla Snæ Í kvöld birti Guðmundur Karl færslu á Facebook þar sem hann segir mistökin hafa verið sín en ekki landlæknis. „Ég biðst afsökunar á því að ályktanir mínar, sem voru mínar eigin en ég hélt fram af hálfu EL – ranglega þó líklegar séu – hafi valdið ruglingi,“ skrifar Guðmundur Karl. Guðmundur Karl hafði áður hafnað beiðni fréttastofu um að fá bréfið frá landlækni afhent og þess í stað vísað á Embætti landlæknis. Í svörum frá embættinu kom hins vegar fram að það hafi talið sig ekki mega afhenda umrætt bréf. Í Reykjavík síðdegis í Bylgjunni síðustu viku var Guðmundur Karl svo spurður út í ástæður og innihald bréfsins og nefndi hann þá aldrei þær ástæður sviptingarinnar sem landlæknir tíundaði í bréfinu. Ný stjórnsýslukæra í vinnslu Guðmundur Karl segir í færslunni að það komi sér á óvart að málið sem sneri að símaþjónustu hans gæti verið fullnægjandi ástæða til sviptingar starfsleyfisins. Hann hafi ekki fengið neinar kvartanir frá sjúklingum svo hann viti til. „Afsaka og biðst velvirðingar á þessum mistökum; ég var græneygður að útiloka símamál sem gæti verið orsökin en álykta sjálfur að allt aðrar ástæður hafi legið að baki.“ Þá segir hann nýja stjórnsýslukæru vegna sviptingarinnar vera í vinnslu. Hún komi í stað fyrri kærunnar og snúist um símaþjónustuna, sem hann hafi haldið opinni í einn til tvo mánuði eftir tilkynningu 24. mars 2024 og síðan hætt. Guðmundur Karl fullyrðir að fullt lækningaleyfi leyfi slíka þjónustu, sem krefjist hvorki tilkynningar né leyfis samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu. Enn og aftur biðst hann velvirðingar á óþægindum sem málið kann að hafa valdið og segir að endanleg útgáfa nýrrar stjórnsýslukæru liggi fyrir á allra næstu dögum. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Embætti landlæknis Tengdar fréttir Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Landlæknir hefur tekið saman ástæður fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk hefur verið svipt starfsleyfi. Þar kemur ekkert fram um að skoðanir heilbrigðisstarfsmanns hafi talist óæskilegar. 18. júní 2025 17:12 Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 13. júní 2025 09:56 Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur verið sviptur lækningaleyfi. Hann hefur krafist þess að endurmat fari fram á þeim gjörningi meðal annars á þeim forsendum að um hafi verið að ræða óeðlilega meðhöndlun. 12. júní 2025 16:19 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Greint var frá því í dag að Frosti Logason hefði sviptingarbréfið undir höndum og að samkvæmt honum komi hvorki í bréfinu né öðrum samskiptum í aðdraganda sviptingarinnar fram þær ástæður sem Guðmundur Karl segir embættið hafa gefið sér. Aðdragandinn er samkvæmt Frosta að Guðmundur Karl hafi ætlað að koma upp símaþjónustu þar sem hann sinnti fjarlækningum. Skömmu síðar hafi hann hætt við og ekki svarað erindum embættisins þar sem hann er spurður nánar út í fyrirhugaðan rekstur. Sjá einnig: Bréfið rímar ekki við fullyrðingar Kalla Snæ Í kvöld birti Guðmundur Karl færslu á Facebook þar sem hann segir mistökin hafa verið sín en ekki landlæknis. „Ég biðst afsökunar á því að ályktanir mínar, sem voru mínar eigin en ég hélt fram af hálfu EL – ranglega þó líklegar séu – hafi valdið ruglingi,“ skrifar Guðmundur Karl. Guðmundur Karl hafði áður hafnað beiðni fréttastofu um að fá bréfið frá landlækni afhent og þess í stað vísað á Embætti landlæknis. Í svörum frá embættinu kom hins vegar fram að það hafi talið sig ekki mega afhenda umrætt bréf. Í Reykjavík síðdegis í Bylgjunni síðustu viku var Guðmundur Karl svo spurður út í ástæður og innihald bréfsins og nefndi hann þá aldrei þær ástæður sviptingarinnar sem landlæknir tíundaði í bréfinu. Ný stjórnsýslukæra í vinnslu Guðmundur Karl segir í færslunni að það komi sér á óvart að málið sem sneri að símaþjónustu hans gæti verið fullnægjandi ástæða til sviptingar starfsleyfisins. Hann hafi ekki fengið neinar kvartanir frá sjúklingum svo hann viti til. „Afsaka og biðst velvirðingar á þessum mistökum; ég var græneygður að útiloka símamál sem gæti verið orsökin en álykta sjálfur að allt aðrar ástæður hafi legið að baki.“ Þá segir hann nýja stjórnsýslukæru vegna sviptingarinnar vera í vinnslu. Hún komi í stað fyrri kærunnar og snúist um símaþjónustuna, sem hann hafi haldið opinni í einn til tvo mánuði eftir tilkynningu 24. mars 2024 og síðan hætt. Guðmundur Karl fullyrðir að fullt lækningaleyfi leyfi slíka þjónustu, sem krefjist hvorki tilkynningar né leyfis samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu. Enn og aftur biðst hann velvirðingar á óþægindum sem málið kann að hafa valdið og segir að endanleg útgáfa nýrrar stjórnsýslukæru liggi fyrir á allra næstu dögum.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Embætti landlæknis Tengdar fréttir Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Landlæknir hefur tekið saman ástæður fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk hefur verið svipt starfsleyfi. Þar kemur ekkert fram um að skoðanir heilbrigðisstarfsmanns hafi talist óæskilegar. 18. júní 2025 17:12 Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 13. júní 2025 09:56 Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur verið sviptur lækningaleyfi. Hann hefur krafist þess að endurmat fari fram á þeim gjörningi meðal annars á þeim forsendum að um hafi verið að ræða óeðlilega meðhöndlun. 12. júní 2025 16:19 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Landlæknir hefur tekið saman ástæður fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk hefur verið svipt starfsleyfi. Þar kemur ekkert fram um að skoðanir heilbrigðisstarfsmanns hafi talist óæskilegar. 18. júní 2025 17:12
Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 13. júní 2025 09:56
Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur verið sviptur lækningaleyfi. Hann hefur krafist þess að endurmat fari fram á þeim gjörningi meðal annars á þeim forsendum að um hafi verið að ræða óeðlilega meðhöndlun. 12. júní 2025 16:19