Hafnar tillögu um að verja fimm prósentum í varnamál Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 08:15 Pedro Sánchez segir kröfuna ósanngjarna og hafa þveröfug áhrif. Vísir/EPA Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hefur hafnað tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Hann segist vilja sveigjanlegri formúlu og að slík markmið séu ekki aðeins ósanngjörn heldur hafi þau einnig þveröfug áhrif. Í frétt Guardian er haft eftir Sánchez að hann sé ekki að reyna að gera NATO ráðstefnu næstu viku erfiðari en að hann vilji meiri sveigjanleika sem geri markmiðið valkvætt eða að Spánn geti sagt sig frá því. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lagði þetta markmið til sem svar við kröfu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að varnarframlög aðildarríkja verði hækkuð í fimm prósent. Tillaga Rutte gerir ráð fyrir að varnarframlög verði 3,5 prósent af vergri landsframleiðslu og aðildarríkin skuldbindi sig til að verja 1,5 prósentum í öryggismál. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Í frétt Guardian segir að í bréfi til Rutte hafi Sánchez sett spurningar við hækkunina og mögulegar afleiðingar. Þá sagði hann hækkunina ekki í samræmi við velferðarstefnu Spánar og sýn þeirra á heiminn. Þá sagði hann það rétt hvers ríkis að taka sjálfstæða ákvörðun um þessi mál og að sem fullvalda ríki ætli Spánn ekki að taka þátt. Í frétt Guardian segir að Spánn verji töluvert minna í varnarmál en önnur vestræn ríki. Um 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu fari í varnarmál sem sé minna en takmark NATO um tvö prósent. Spánn hefur lagt til að takmark NATO verði hækkað í 2,1 prósent. Þá segir að Sánchez hafi fyrir tveimur mánuðum tilkynnt um hækkun framlags fyrir lok árs og sagði við það tilefni að það væri augljóst að aðeins Evrópa myndi verja Evrópu héðan í frá. Í frétt Guardian segir að NATO hafi sagt viðræður í gangi meðal aðildarríkja og að þau hafi ekki viljað svara frekar fyrir bréf Sánchez. Trump lagði hækkunina til í janúar. Hann sagði alla þurfa að leggja hönd á plóg og að Bandaríkin hefðu borið of þungar byrðar of lengi þegar kemur að varnarmálum heimsins. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði á dögunum að Ísland þurfi að byggja upp innviði á borð við flugvelli og hafnir til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. Hún fundaði með Rutte í lok síðasta mánaðar og nefndi Rutte þá framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi innviða sem Ísland bjóði öðrum aðildarríkjum. Spánn Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Í frétt Guardian er haft eftir Sánchez að hann sé ekki að reyna að gera NATO ráðstefnu næstu viku erfiðari en að hann vilji meiri sveigjanleika sem geri markmiðið valkvætt eða að Spánn geti sagt sig frá því. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lagði þetta markmið til sem svar við kröfu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að varnarframlög aðildarríkja verði hækkuð í fimm prósent. Tillaga Rutte gerir ráð fyrir að varnarframlög verði 3,5 prósent af vergri landsframleiðslu og aðildarríkin skuldbindi sig til að verja 1,5 prósentum í öryggismál. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Í frétt Guardian segir að í bréfi til Rutte hafi Sánchez sett spurningar við hækkunina og mögulegar afleiðingar. Þá sagði hann hækkunina ekki í samræmi við velferðarstefnu Spánar og sýn þeirra á heiminn. Þá sagði hann það rétt hvers ríkis að taka sjálfstæða ákvörðun um þessi mál og að sem fullvalda ríki ætli Spánn ekki að taka þátt. Í frétt Guardian segir að Spánn verji töluvert minna í varnarmál en önnur vestræn ríki. Um 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu fari í varnarmál sem sé minna en takmark NATO um tvö prósent. Spánn hefur lagt til að takmark NATO verði hækkað í 2,1 prósent. Þá segir að Sánchez hafi fyrir tveimur mánuðum tilkynnt um hækkun framlags fyrir lok árs og sagði við það tilefni að það væri augljóst að aðeins Evrópa myndi verja Evrópu héðan í frá. Í frétt Guardian segir að NATO hafi sagt viðræður í gangi meðal aðildarríkja og að þau hafi ekki viljað svara frekar fyrir bréf Sánchez. Trump lagði hækkunina til í janúar. Hann sagði alla þurfa að leggja hönd á plóg og að Bandaríkin hefðu borið of þungar byrðar of lengi þegar kemur að varnarmálum heimsins. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði á dögunum að Ísland þurfi að byggja upp innviði á borð við flugvelli og hafnir til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. Hún fundaði með Rutte í lok síðasta mánaðar og nefndi Rutte þá framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi innviða sem Ísland bjóði öðrum aðildarríkjum.
Spánn Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira