Elísabet svekkt út í sjálfa sig eftir fimm marka skell fyrir EM Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 15:00 Elísabet Gunnarsdóttir tók við Belgíu í janúar. Nú styttist óðum í að hún stýri liðinu á Evrópumótinu í Sviss þar sem Ísland verður einnig meðal þátttökuþjóða. Liðin gætu mögulega mæst í 8-liða úrslitum. PA-EFE/OLIVIER MATTHYS Lærimeyjar Elísabetar Gunnarsdóttur í belgíska landsliðinu í fótbolta máttu þola 5-0 skell gegn Frökkum í gærkvöld í vináttulandsleik nú þegar stutt er í að Evrópumótið hefjist í Sviss. Elísabet, eða Beta, segir að þrátt fyrir tapið stóra sé hægt að læra margt af leiknum við hið sterka lið Frakka sem Ísland tapaði einnig fyrir fyrr í þessum mánuði, í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli, 2-0. Franska liðið sé hins vegar mjög ólíkt fyrsta mótherja Belgíu á EM, Ítalíu, en liðin mætast 3. júlí. Í B-riðlinum eru einnig Spánn og Portúgal en tvö efstu liðin úr þessum riðli mæta efstu liðum A-riðils Íslands í 8-liða úrslitum mótsins. Lærði mikið af leiknum „Úrslitin skipta ekki máli en frammistaðan okkar gerir það. Ég lærði mikið sem þjálfari af þessum leik,“ sagði Elísabet við belgíska fjölmiðla eftir tapið í gær. „Í fyrri hálfleik virkaði varnarskipulagið okkar ekki, við vorum of passívar og það er eitthvað sem mér líkaði alls ekki að sjá. Ég held að hvað mig varðar þá verði ég að láta þetta virka miklu betur. Ég get ekki horft upp á svona frammistöðu og ég tek ábyrgð á henni,“ sagði Elísabet. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Frakkar voru 2-0 yfir í hálfleik og Elísabet gerði þá þrjár skiptingar. Þrátt fyrir að Frakkar næðu að bæta við þremur mörkum í seinni hálfleik líkaði henni betur við það sem hún sá þar: „Í seinni hálfleiknum breyttum við vörninni okkar. Við gáfum leikmönnum betri leiðbeiningar um til hvers við ætluðumst. Að sama skapi þá æfðum við aðallega það að halda betur í boltann í þessari viku, en ekki að verjast. Ég var mun ánægðari með það sem ég sá í seinni hálfleiknum því við reyndum erfiða hluti, þó að það sé auðveldara fyrir mig að sjá en ykkur. Við áttum góða spilkafla,“ sagði Elísabet. Minnst átta eins fljótar og okkar bestu Hún kvaðst ánægð með hugarfarið í sínu liði sem hefði aldrei gefist upp. Franska liðið er auðvitað eitt það besta í heimi: „Þær eru með eitt af tíu bestu liðum heims. Munurinn á að mæta Frakklandi eða öðrum liðum er að við reiðum okkur vanalega á hraða. En þær eru með að minnsta kosti átta leikmenn sem eru eins fljótir og okkar bestu. Það verður allt öðruvísi að mæta Ítalíu, við þurfum að einbeita okkur að öðrum hlutum leiksins,“ sagði Elísabet. „Ég er handviss um að við gerum betur á EM. Ég hef alveg jafnmikla trú á liðinu mínu og fyrir þennan leik. Tvær vikur eru hellingur af tíma,“ bætti hún við. Belgía á eftir að mæta Grikklandi á heimavelli næsta fimmtudag, í síðasta leik sínum fyrir Evrópumótið. EM 2025 í Sviss Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira
Elísabet, eða Beta, segir að þrátt fyrir tapið stóra sé hægt að læra margt af leiknum við hið sterka lið Frakka sem Ísland tapaði einnig fyrir fyrr í þessum mánuði, í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli, 2-0. Franska liðið sé hins vegar mjög ólíkt fyrsta mótherja Belgíu á EM, Ítalíu, en liðin mætast 3. júlí. Í B-riðlinum eru einnig Spánn og Portúgal en tvö efstu liðin úr þessum riðli mæta efstu liðum A-riðils Íslands í 8-liða úrslitum mótsins. Lærði mikið af leiknum „Úrslitin skipta ekki máli en frammistaðan okkar gerir það. Ég lærði mikið sem þjálfari af þessum leik,“ sagði Elísabet við belgíska fjölmiðla eftir tapið í gær. „Í fyrri hálfleik virkaði varnarskipulagið okkar ekki, við vorum of passívar og það er eitthvað sem mér líkaði alls ekki að sjá. Ég held að hvað mig varðar þá verði ég að láta þetta virka miklu betur. Ég get ekki horft upp á svona frammistöðu og ég tek ábyrgð á henni,“ sagði Elísabet. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Frakkar voru 2-0 yfir í hálfleik og Elísabet gerði þá þrjár skiptingar. Þrátt fyrir að Frakkar næðu að bæta við þremur mörkum í seinni hálfleik líkaði henni betur við það sem hún sá þar: „Í seinni hálfleiknum breyttum við vörninni okkar. Við gáfum leikmönnum betri leiðbeiningar um til hvers við ætluðumst. Að sama skapi þá æfðum við aðallega það að halda betur í boltann í þessari viku, en ekki að verjast. Ég var mun ánægðari með það sem ég sá í seinni hálfleiknum því við reyndum erfiða hluti, þó að það sé auðveldara fyrir mig að sjá en ykkur. Við áttum góða spilkafla,“ sagði Elísabet. Minnst átta eins fljótar og okkar bestu Hún kvaðst ánægð með hugarfarið í sínu liði sem hefði aldrei gefist upp. Franska liðið er auðvitað eitt það besta í heimi: „Þær eru með eitt af tíu bestu liðum heims. Munurinn á að mæta Frakklandi eða öðrum liðum er að við reiðum okkur vanalega á hraða. En þær eru með að minnsta kosti átta leikmenn sem eru eins fljótir og okkar bestu. Það verður allt öðruvísi að mæta Ítalíu, við þurfum að einbeita okkur að öðrum hlutum leiksins,“ sagði Elísabet. „Ég er handviss um að við gerum betur á EM. Ég hef alveg jafnmikla trú á liðinu mínu og fyrir þennan leik. Tvær vikur eru hellingur af tíma,“ bætti hún við. Belgía á eftir að mæta Grikklandi á heimavelli næsta fimmtudag, í síðasta leik sínum fyrir Evrópumótið.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira