Friedkin Group gekk frá kaupum á félaginu síðastliðinn desember, en sumarglugginn í ár verður sá fyrsti undir þeirra stjórn.
Fótbolta fjármála sérfræðingurinn Kieran Maguire gerir ráð fyrir að Everton muni hafa um 50-100 milljóna punda að eyða í leikmenn í sumar.
Það er töluvert meira en síðustu ár þar sem þeir hafa varla eytt krónu í leikmann fjögur tímabil í röð vegna fjárhags örðugleika.
Of mikið eytt í slaka leikmenn
Meðal leikmanna sem voru keyptir til félagsins og síðar farið á frítt eru leikmenn sem hafa lítið gert inn á vellinum.

Jean-Phillipe Gbamin var keyptur fyrir 25 milljónir punda, og byrjaði aðeins tvo leiki fyrir félagið, en hann glímdi við mikið af meiðslum.
Yannick Bolasie kostaði einnig 25 milljónir punda og skoraði aðeins tvo mörk í deildinni. Hann var svo lánaður fjórum sinnum áður en hann rann út á samning.
Það eru mörg svona dæmi af þessum leikmönnum en sá leikmaður sem stóð sig hvað best er líkast til Abdoulaye Doucoure sem spilaði 149 deildarleiki fyrir liðið.
Varnarmaðurinn Micheal Keane er að renna út á samning í lok mánaðar. Hann kostaði 25 milljónir punda á sínum tíma en ef hann fer frítt fer heildarsumman yfir 200 milljónir.
Þetta sumar verður áhugavert fyrir bláklædda liðið í Liverpool þar sem þeir geta loksins eytt pening, en þeir eru orðaðir við leikmenn á borð við sóknarmanninn Thierno Barry sem er núna að spila fyrir u-21 landslið frakka á EM u-21.