„Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2025 09:20 Ægir átti ógleymanlega stund með Lionel Messi, sem er óumdeilanlega einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Draumur ungs knattspyrnuaðdáanda rættist í vikunni, þegar hann fékk óvænt að hitta einn besta fótboltamann sögunnar. Myndband af fundi þeirra hefur farið sem eldur í sinu um internetið. Gleðin leyndi sér ekki hjá hinum unga Ægi Þór Sævarssyni, þegar hann hitti Lionel Messi, leikmann Argentínu og Inter Miami, fyrir leik í heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum á fimmtudag. Hinn 13 ára Ægir Þór hefur lengi verið mikill aðdáandi Argentínumannsins sparkvissa, líkt og sjá má. Ægir Þór greindist með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne þegar hann var þriggja ára. Í gegnum félagið Umhyggju, sem vinnur að hag langveikra barna og fjölskyldna, komust Ægir og fjölskylda í samband við mann með tengsl inn í FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandið. „Það varð úr að þetta var á miðvikudaginn, á fimmtudeginum er leikurinn. Þetta gerðist bara á sólarhring, þá fór allt í gang hjá þeim í FIFA. Mér skilst að það hafi verið mikil vinna bak við tjöldin til að koma þessu í gang,“ segir Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis. Treyjan fer í ramma Ægir segir Messi hafa verið hinn vinalegasta, þegar hann áritaði Argentínutreyju hans, áður en þeir föðmuðust. Hann segist, þrátt fyrir aðdáun sína á Messi, ekki ætla að vera í treyjunni öllum stundum. „Ég er reyndar búinn að fara úr henni þegar ég hef verið að borða,“ segir Ægir. „Við erum að passa hana mjög vel, hún verður innrömmuð þessi. Það er alveg klárt,“ bætir Hulda við. Margra ára gamall draumur Myndbandið af fundi þeirra félaga hefur farið víða um netið, en meðal þeirra sem hafa birt það er Gianni Infantino, forseti FIFA. „Þetta fór bara út um allt og ég held að fólk hafi bara hrifist af viðbrögðunum hans Ægis. Það var svo gaman að sjá hvað hann var einlæglega glaður,“ segir Hulda. Já, og skyldi engan undra, enda risastór draumur sem rættist. „Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi, síðan ég var fimm, fjögurra ára, að hitta hann. Þetta var bara mjög flott móment,“ segir Ægir að lokum. Fótbolti Tímamót Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Gleðin leyndi sér ekki hjá hinum unga Ægi Þór Sævarssyni, þegar hann hitti Lionel Messi, leikmann Argentínu og Inter Miami, fyrir leik í heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum á fimmtudag. Hinn 13 ára Ægir Þór hefur lengi verið mikill aðdáandi Argentínumannsins sparkvissa, líkt og sjá má. Ægir Þór greindist með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne þegar hann var þriggja ára. Í gegnum félagið Umhyggju, sem vinnur að hag langveikra barna og fjölskyldna, komust Ægir og fjölskylda í samband við mann með tengsl inn í FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandið. „Það varð úr að þetta var á miðvikudaginn, á fimmtudeginum er leikurinn. Þetta gerðist bara á sólarhring, þá fór allt í gang hjá þeim í FIFA. Mér skilst að það hafi verið mikil vinna bak við tjöldin til að koma þessu í gang,“ segir Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis. Treyjan fer í ramma Ægir segir Messi hafa verið hinn vinalegasta, þegar hann áritaði Argentínutreyju hans, áður en þeir föðmuðust. Hann segist, þrátt fyrir aðdáun sína á Messi, ekki ætla að vera í treyjunni öllum stundum. „Ég er reyndar búinn að fara úr henni þegar ég hef verið að borða,“ segir Ægir. „Við erum að passa hana mjög vel, hún verður innrömmuð þessi. Það er alveg klárt,“ bætir Hulda við. Margra ára gamall draumur Myndbandið af fundi þeirra félaga hefur farið víða um netið, en meðal þeirra sem hafa birt það er Gianni Infantino, forseti FIFA. „Þetta fór bara út um allt og ég held að fólk hafi bara hrifist af viðbrögðunum hans Ægis. Það var svo gaman að sjá hvað hann var einlæglega glaður,“ segir Hulda. Já, og skyldi engan undra, enda risastór draumur sem rættist. „Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi, síðan ég var fimm, fjögurra ára, að hitta hann. Þetta var bara mjög flott móment,“ segir Ægir að lokum.
Fótbolti Tímamót Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira