Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar nú klukkan 12.
Þar segjum við einnig frá himinháu verðlagi sem við lýði er á Íslandi, en íslenskt verð á almennum neysluvörum er það næsthæsta í allri Evrópu. Formaður Neytendasamtakanna segir að honum þyki þetta miður þó tölurnar komi engum á óvart sem fylgst hafi með verðlagi á Íslandi undanfarin ár.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er hvergi banginn og segist vilja leiða flokkinn áfram. Er það þrátt fyrir sögulega lítið fylgi sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum.
Við segjum þá frá raunum þeirra sem reka Kattholt, sem nú er yfirfullt af heimilislausum kisum, þar sem fólk er líklegra til að losa sig við kettina sína á sumrin. Nú leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina.
Þá er þéttur sportpakki í hádegisfréttunum, þar sem farið verður um víðan völl. Ekki missa af hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.