Álftapar með fjóra unga við Hótel Rangá vekur athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. júní 2025 20:03 Friðrik Pálsson, stoltur hótelstjóri og eigandi Hótels Rangá bendir hér á hvar hólminn er við hótelið þar sem fuglarnir eru með ungana sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Álftaparið Hallgerður og Gunnar, sem hefur komið sér fyrir í hólma við Hótel Rangá vekja þar mikla athygli gesta en parið er komið með fjóra unga, sem klökustu út í nótt. Öllum heilsast vel. Friðrik Pálsson, hótelstjóri var með afastrákana sína í heimsókn í dag á hótelinu og notaði þá tækifæri til að sýna þeim fuglana en hólminn þeirra er rétt við hótelið og virðist parið ekkert láta trufla sig. „Þetta ævintýri með þetta svanapar er búið að standa í margar vikur og þeir voru lengi að koma sér fyrir í þessum hólma og síðan höfum við fylgst með þeim frá degi til dags. Í gærkvöldi var allt í ró og næði en svo í morgun þegar við fórum að stjá voru komnir fjórir ungar,“ segir Friðrik kampakátur. Tveir af ungunum fjórum í hólmanum við hótelið í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Friðrik segir að það fari mjög vel um ungana, þeim líði greinilega vel hjá foreldrum sínum í hólmanum. „Ég man aldrei eftir því, ég er nú bóndasonur og var innan um fugla allt mitt líf að við höfum fengið hreiður, Svanahreiður svona nærri mannabústöðum, ég bara veit ekki til þess,“ segir Friðrik. En hvað segja gestir hótelsins? „Þeir eiga ekki orð, þeim finnst þetta yndislega skemmtilegt, sem það er að fylgjast svona með lífinu í beinni útsendingu er bara einstakt,“ segir Friðrik. Gestir hótelsins eru yfir sig hrifnir af álftaparinu í hólmanum með unganga sína fjóra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um beina útsendingu, álftaparið og ungarnir þeirra eru nú í beinni útsendingu á YouTube þar sem hægt er að fylgjast með þeim allan sólarhringinn í hólmanum „Þetta eru svo glæsilegir dýr þessir svanir. Þetta eru fallegustu fuglar, sem þú sérð og svo eru þeir svo stórir, þetta eru meiriháttar skepnur,“ segir Friðrik að lokum. Hér er hægt að fylgjast með parinu og ungunum þeirra í beinni útsendingu allan sólarhringinn. Barnabörn Friðriks, bræðurnir Þorvaldur Kort, fjögurra ára (t.v.) og Friðrik Jochum, sex ára, Lárussynir eru duglegir að fara með afa sínum og skoða álftaparið og ungana þeirra þegar þeir koma í heimsókn á hótelið en þeir búa í Garðabæ með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Fuglar Ferðaþjónusta Dýr Hótel á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Friðrik Pálsson, hótelstjóri var með afastrákana sína í heimsókn í dag á hótelinu og notaði þá tækifæri til að sýna þeim fuglana en hólminn þeirra er rétt við hótelið og virðist parið ekkert láta trufla sig. „Þetta ævintýri með þetta svanapar er búið að standa í margar vikur og þeir voru lengi að koma sér fyrir í þessum hólma og síðan höfum við fylgst með þeim frá degi til dags. Í gærkvöldi var allt í ró og næði en svo í morgun þegar við fórum að stjá voru komnir fjórir ungar,“ segir Friðrik kampakátur. Tveir af ungunum fjórum í hólmanum við hótelið í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Friðrik segir að það fari mjög vel um ungana, þeim líði greinilega vel hjá foreldrum sínum í hólmanum. „Ég man aldrei eftir því, ég er nú bóndasonur og var innan um fugla allt mitt líf að við höfum fengið hreiður, Svanahreiður svona nærri mannabústöðum, ég bara veit ekki til þess,“ segir Friðrik. En hvað segja gestir hótelsins? „Þeir eiga ekki orð, þeim finnst þetta yndislega skemmtilegt, sem það er að fylgjast svona með lífinu í beinni útsendingu er bara einstakt,“ segir Friðrik. Gestir hótelsins eru yfir sig hrifnir af álftaparinu í hólmanum með unganga sína fjóra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um beina útsendingu, álftaparið og ungarnir þeirra eru nú í beinni útsendingu á YouTube þar sem hægt er að fylgjast með þeim allan sólarhringinn í hólmanum „Þetta eru svo glæsilegir dýr þessir svanir. Þetta eru fallegustu fuglar, sem þú sérð og svo eru þeir svo stórir, þetta eru meiriháttar skepnur,“ segir Friðrik að lokum. Hér er hægt að fylgjast með parinu og ungunum þeirra í beinni útsendingu allan sólarhringinn. Barnabörn Friðriks, bræðurnir Þorvaldur Kort, fjögurra ára (t.v.) og Friðrik Jochum, sex ára, Lárussynir eru duglegir að fara með afa sínum og skoða álftaparið og ungana þeirra þegar þeir koma í heimsókn á hótelið en þeir búa í Garðabæ með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Fuglar Ferðaþjónusta Dýr Hótel á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira