Sameiningarhugur á Vestfjörðum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júní 2025 14:27 Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og Þorgeir Pálsson, sveitastjóri Strandabyggðar. Nokkur sveitarfélög og hreppir á Vestfjörðum hyggjast efna til óformlegra sameiningarviðræðna. Fulltrúar tveggja sveitarfélaga segja að í framtíðarsýn Vestfjarða séu færri sveitarfélög. Þeir telja að málið verði mikið rætt í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Þetta er að frumkvæði Strandabyggðar, þau hafa verið að velta fyrir sér að sameinast öðrum sveitarfélögum í grennd,“ segir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og formaður stjórnar Vestfjarðastofu, fjórðungssambands Vestfirðinga. Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar, segir í samtali við fréttastofu að fyrst hafi verið reynt að koma á samtali um sameiningu við Dalabyggð og Reykhólahrepp sem séu nánir samstarfsfélagar sveitarfélagsins. Hins vegar hafi stór verkefni verið á könnunni þar og leit sveitarstjórn Strandabyggðar í hina áttina. Forsvarsmönnum Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Súðavíkurhrepps voru send boð um óformlegar viðræður við Strandabyggð um sameiningu. „Við bættum við Súðavíkurhreppi, bæði vegna þess að við liggjum landfræðilega saman og deilum hagsmunum,“ segir Þorgeir. Nú þegar eigi sveitarfélagið í góðu samstarfi við Árneshrepp og Kaldrananeshrepp. Átta sveitarfélög og hreppir eru á Vestfjörðum.Grafík/Hjalti Svör hafa borist frá Súðavíkurhreppi og Kaldrananeshreppi sem hafi verið jákvæð gagnvart hugmyndinni. Árneshreppur hefur ekki svarað boði Strandabyggðar en Kaldrananeshreppur og Árneshreppur eiga nú þegar í óformlegum sameiningarviðræðum. Sendu bréf á öll sveitarfélögin Eftir að Strandabyggð sendi út boð sitt fékk sveitastjórn Ísafjarðarbæjar veður af tillögunni. Bréf dagsett 1. júní undirritað af Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var sent á öll átta sveitarfélögin og hreppi á Vestfjörðum. Í bréfinu er óskað eftir afstöðu sveitarfélaga og hreppanna um sameiningarviðræður. „Við teljum að framtíð Vestfjarða sé best styrkt með færri sveitarfélögum og að nú sé rétti tímapunkturinn til að gera heildstæða úttekt á sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum,“ segir í bréfinu. Gylfi lagði fram tillöguna í bæjarráði Ísafjarðarbæjar. „Við vildum segja að okkar framtíðarsýn yrði að þetta yrðu frekar fá sveitarfélög og það mætti hafa það í huga að fara í smærri sameiningu núna sem gæti tafið stóru sameininguna um fimmtán ár eða eitthvað svoleiðis,“ segir hann. Á Vestfjörðum eru átta sveitarfélög eða hreppir en fimm þeirra eru með undir þúsund íbúa. „Það eru mjög mörg hagsmunamál sem ganga þvert á sveitarfélögin. Það eru orkumál, það eru fjögur sveitarfélög sem eiga land að Ísafjarðardjúpi til dæmis þar sem við erum með mjög mikil hagsmunamál sem tengjast meðal annars laxeldi en einnig öðrum atriðum. Við vorum til dæmis fyrir tveim vikum síðan að tjá okkur um griðarsvæði fyrir hvali. Þetta eru flókin mál sem getur verið erfitt að leysa þegar það eru mismunandi sveitarfélög,“ segir Gylfi. Tilbúnir að ræða um eitt stórt sveitarfélag Gylfi, sem er í stjórn Vestfjarðastofu, segir mörg verkefni á þeirra borði sem væru betur leyst í sveitastjórnum. „Það er snúið að láta verkefni ganga vel upp á vettvangi landshlutasamtaka, það gengur betur ef þau eru unnin á vettvangi sveitarfélaganna. Þar er pólitískt umboð til að láta hendur standa fram úr ermum,“ segir hann. Þorgeir tekur undir hugmyndir Gylfa um að hægt væri að skoða þá sviðsmynd um hvernig Vestfirðir myndu líta út ef sveitarfélögunum yrði fækkað. Hann tekur hins vegar fram að nú sé aðal áherslan á að hefja viðræður við Kaldrananeshrepp og Súðavíkurhrepp. „Nú erum við að ræða við Súðavíkurhrepp, Kaldrananeshrepp og vonandi Árneshrepp. Svo erum við til í að funda með Ísafjarðarbæ því þeir hafa óskað eftir því. Ef við horfum lengra fram í tímann finnst mér skynsamlegt að ræða hvort Vestfirðir myndu standa sterkari sem eitt stórt sveitarfélag heldur en með þessi sem eru núna,“ segir hann. „En við erum ekki að fara neitt í það núna, en ég styð hugmyndina.“ Málefni næstu kosninga Gylfi og Þorgeir eru sammála um að málið verði mikilvægt í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Ég held að þetta muni koma oft upp í næstu kosningum, segir Þorgeir. Mikilvægt er að framkvæma alls konar greiningarvinnu áður en að hægt verði að fara í formlegar viðræður. Að sögn Þorgeirs þarf að teikna upp alveg nýtt sveitarfélag áður en fólk hafi forsendur til að kjósa um það. „Við erum að velta þessu fyrir okkur og tímalínan gerir ekki ráð fyrir miklu meiru en fyrir sveitarstjórnarkosningar næstu verði komin einhver skriður á þetta og það verði hægt að ræða sameiningar í aðdraganda kosninganna í hverju og einu sveitarfélagi. Þannig hafi nýjar sveitarstjórnir umboð til þess að halda áfram með þessa vinnu,“ segir Gylfi. Strandabyggð Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Kaldrananeshreppur Árneshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
„Þetta er að frumkvæði Strandabyggðar, þau hafa verið að velta fyrir sér að sameinast öðrum sveitarfélögum í grennd,“ segir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og formaður stjórnar Vestfjarðastofu, fjórðungssambands Vestfirðinga. Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar, segir í samtali við fréttastofu að fyrst hafi verið reynt að koma á samtali um sameiningu við Dalabyggð og Reykhólahrepp sem séu nánir samstarfsfélagar sveitarfélagsins. Hins vegar hafi stór verkefni verið á könnunni þar og leit sveitarstjórn Strandabyggðar í hina áttina. Forsvarsmönnum Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Súðavíkurhrepps voru send boð um óformlegar viðræður við Strandabyggð um sameiningu. „Við bættum við Súðavíkurhreppi, bæði vegna þess að við liggjum landfræðilega saman og deilum hagsmunum,“ segir Þorgeir. Nú þegar eigi sveitarfélagið í góðu samstarfi við Árneshrepp og Kaldrananeshrepp. Átta sveitarfélög og hreppir eru á Vestfjörðum.Grafík/Hjalti Svör hafa borist frá Súðavíkurhreppi og Kaldrananeshreppi sem hafi verið jákvæð gagnvart hugmyndinni. Árneshreppur hefur ekki svarað boði Strandabyggðar en Kaldrananeshreppur og Árneshreppur eiga nú þegar í óformlegum sameiningarviðræðum. Sendu bréf á öll sveitarfélögin Eftir að Strandabyggð sendi út boð sitt fékk sveitastjórn Ísafjarðarbæjar veður af tillögunni. Bréf dagsett 1. júní undirritað af Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var sent á öll átta sveitarfélögin og hreppi á Vestfjörðum. Í bréfinu er óskað eftir afstöðu sveitarfélaga og hreppanna um sameiningarviðræður. „Við teljum að framtíð Vestfjarða sé best styrkt með færri sveitarfélögum og að nú sé rétti tímapunkturinn til að gera heildstæða úttekt á sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum,“ segir í bréfinu. Gylfi lagði fram tillöguna í bæjarráði Ísafjarðarbæjar. „Við vildum segja að okkar framtíðarsýn yrði að þetta yrðu frekar fá sveitarfélög og það mætti hafa það í huga að fara í smærri sameiningu núna sem gæti tafið stóru sameininguna um fimmtán ár eða eitthvað svoleiðis,“ segir hann. Á Vestfjörðum eru átta sveitarfélög eða hreppir en fimm þeirra eru með undir þúsund íbúa. „Það eru mjög mörg hagsmunamál sem ganga þvert á sveitarfélögin. Það eru orkumál, það eru fjögur sveitarfélög sem eiga land að Ísafjarðardjúpi til dæmis þar sem við erum með mjög mikil hagsmunamál sem tengjast meðal annars laxeldi en einnig öðrum atriðum. Við vorum til dæmis fyrir tveim vikum síðan að tjá okkur um griðarsvæði fyrir hvali. Þetta eru flókin mál sem getur verið erfitt að leysa þegar það eru mismunandi sveitarfélög,“ segir Gylfi. Tilbúnir að ræða um eitt stórt sveitarfélag Gylfi, sem er í stjórn Vestfjarðastofu, segir mörg verkefni á þeirra borði sem væru betur leyst í sveitastjórnum. „Það er snúið að láta verkefni ganga vel upp á vettvangi landshlutasamtaka, það gengur betur ef þau eru unnin á vettvangi sveitarfélaganna. Þar er pólitískt umboð til að láta hendur standa fram úr ermum,“ segir hann. Þorgeir tekur undir hugmyndir Gylfa um að hægt væri að skoða þá sviðsmynd um hvernig Vestfirðir myndu líta út ef sveitarfélögunum yrði fækkað. Hann tekur hins vegar fram að nú sé aðal áherslan á að hefja viðræður við Kaldrananeshrepp og Súðavíkurhrepp. „Nú erum við að ræða við Súðavíkurhrepp, Kaldrananeshrepp og vonandi Árneshrepp. Svo erum við til í að funda með Ísafjarðarbæ því þeir hafa óskað eftir því. Ef við horfum lengra fram í tímann finnst mér skynsamlegt að ræða hvort Vestfirðir myndu standa sterkari sem eitt stórt sveitarfélag heldur en með þessi sem eru núna,“ segir hann. „En við erum ekki að fara neitt í það núna, en ég styð hugmyndina.“ Málefni næstu kosninga Gylfi og Þorgeir eru sammála um að málið verði mikilvægt í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Ég held að þetta muni koma oft upp í næstu kosningum, segir Þorgeir. Mikilvægt er að framkvæma alls konar greiningarvinnu áður en að hægt verði að fara í formlegar viðræður. Að sögn Þorgeirs þarf að teikna upp alveg nýtt sveitarfélag áður en fólk hafi forsendur til að kjósa um það. „Við erum að velta þessu fyrir okkur og tímalínan gerir ekki ráð fyrir miklu meiru en fyrir sveitarstjórnarkosningar næstu verði komin einhver skriður á þetta og það verði hægt að ræða sameiningar í aðdraganda kosninganna í hverju og einu sveitarfélagi. Þannig hafi nýjar sveitarstjórnir umboð til þess að halda áfram með þessa vinnu,“ segir Gylfi.
Strandabyggð Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Kaldrananeshreppur Árneshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira