Sameiningarhugur á Vestfjörðum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júní 2025 14:27 Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og Þorgeir Pálsson, sveitastjóri Strandabyggðar. Nokkur sveitarfélög og hreppir á Vestfjörðum hyggjast efna til óformlegra sameiningarviðræðna. Fulltrúar tveggja sveitarfélaga segja að í framtíðarsýn Vestfjarða séu færri sveitarfélög. Þeir telja að málið verði mikið rætt í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Þetta er að frumkvæði Strandabyggðar, þau hafa verið að velta fyrir sér að sameinast öðrum sveitarfélögum í grennd,“ segir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og formaður stjórnar Vestfjarðastofu, fjórðungssambands Vestfirðinga. Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar, segir í samtali við fréttastofu að fyrst hafi verið reynt að koma á samtali um sameiningu við Dalabyggð og Reykhólahrepp sem séu nánir samstarfsfélagar sveitarfélagsins. Hins vegar hafi stór verkefni verið á könnunni þar og leit sveitarstjórn Strandabyggðar í hina áttina. Forsvarsmönnum Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Súðavíkurhrepps voru send boð um óformlegar viðræður við Strandabyggð um sameiningu. „Við bættum við Súðavíkurhreppi, bæði vegna þess að við liggjum landfræðilega saman og deilum hagsmunum,“ segir Þorgeir. Nú þegar eigi sveitarfélagið í góðu samstarfi við Árneshrepp og Kaldrananeshrepp. Átta sveitarfélög og hreppir eru á Vestfjörðum.Grafík/Hjalti Svör hafa borist frá Súðavíkurhreppi og Kaldrananeshreppi sem hafi verið jákvæð gagnvart hugmyndinni. Árneshreppur hefur ekki svarað boði Strandabyggðar en Kaldrananeshreppur og Árneshreppur eiga nú þegar í óformlegum sameiningarviðræðum. Sendu bréf á öll sveitarfélögin Eftir að Strandabyggð sendi út boð sitt fékk sveitastjórn Ísafjarðarbæjar veður af tillögunni. Bréf dagsett 1. júní undirritað af Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var sent á öll átta sveitarfélögin og hreppi á Vestfjörðum. Í bréfinu er óskað eftir afstöðu sveitarfélaga og hreppanna um sameiningarviðræður. „Við teljum að framtíð Vestfjarða sé best styrkt með færri sveitarfélögum og að nú sé rétti tímapunkturinn til að gera heildstæða úttekt á sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum,“ segir í bréfinu. Gylfi lagði fram tillöguna í bæjarráði Ísafjarðarbæjar. „Við vildum segja að okkar framtíðarsýn yrði að þetta yrðu frekar fá sveitarfélög og það mætti hafa það í huga að fara í smærri sameiningu núna sem gæti tafið stóru sameininguna um fimmtán ár eða eitthvað svoleiðis,“ segir hann. Á Vestfjörðum eru átta sveitarfélög eða hreppir en fimm þeirra eru með undir þúsund íbúa. „Það eru mjög mörg hagsmunamál sem ganga þvert á sveitarfélögin. Það eru orkumál, það eru fjögur sveitarfélög sem eiga land að Ísafjarðardjúpi til dæmis þar sem við erum með mjög mikil hagsmunamál sem tengjast meðal annars laxeldi en einnig öðrum atriðum. Við vorum til dæmis fyrir tveim vikum síðan að tjá okkur um griðarsvæði fyrir hvali. Þetta eru flókin mál sem getur verið erfitt að leysa þegar það eru mismunandi sveitarfélög,“ segir Gylfi. Tilbúnir að ræða um eitt stórt sveitarfélag Gylfi, sem er í stjórn Vestfjarðastofu, segir mörg verkefni á þeirra borði sem væru betur leyst í sveitastjórnum. „Það er snúið að láta verkefni ganga vel upp á vettvangi landshlutasamtaka, það gengur betur ef þau eru unnin á vettvangi sveitarfélaganna. Þar er pólitískt umboð til að láta hendur standa fram úr ermum,“ segir hann. Þorgeir tekur undir hugmyndir Gylfa um að hægt væri að skoða þá sviðsmynd um hvernig Vestfirðir myndu líta út ef sveitarfélögunum yrði fækkað. Hann tekur hins vegar fram að nú sé aðal áherslan á að hefja viðræður við Kaldrananeshrepp og Súðavíkurhrepp. „Nú erum við að ræða við Súðavíkurhrepp, Kaldrananeshrepp og vonandi Árneshrepp. Svo erum við til í að funda með Ísafjarðarbæ því þeir hafa óskað eftir því. Ef við horfum lengra fram í tímann finnst mér skynsamlegt að ræða hvort Vestfirðir myndu standa sterkari sem eitt stórt sveitarfélag heldur en með þessi sem eru núna,“ segir hann. „En við erum ekki að fara neitt í það núna, en ég styð hugmyndina.“ Málefni næstu kosninga Gylfi og Þorgeir eru sammála um að málið verði mikilvægt í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Ég held að þetta muni koma oft upp í næstu kosningum, segir Þorgeir. Mikilvægt er að framkvæma alls konar greiningarvinnu áður en að hægt verði að fara í formlegar viðræður. Að sögn Þorgeirs þarf að teikna upp alveg nýtt sveitarfélag áður en fólk hafi forsendur til að kjósa um það. „Við erum að velta þessu fyrir okkur og tímalínan gerir ekki ráð fyrir miklu meiru en fyrir sveitarstjórnarkosningar næstu verði komin einhver skriður á þetta og það verði hægt að ræða sameiningar í aðdraganda kosninganna í hverju og einu sveitarfélagi. Þannig hafi nýjar sveitarstjórnir umboð til þess að halda áfram með þessa vinnu,“ segir Gylfi. Strandabyggð Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Kaldrananeshreppur Árneshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
„Þetta er að frumkvæði Strandabyggðar, þau hafa verið að velta fyrir sér að sameinast öðrum sveitarfélögum í grennd,“ segir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og formaður stjórnar Vestfjarðastofu, fjórðungssambands Vestfirðinga. Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar, segir í samtali við fréttastofu að fyrst hafi verið reynt að koma á samtali um sameiningu við Dalabyggð og Reykhólahrepp sem séu nánir samstarfsfélagar sveitarfélagsins. Hins vegar hafi stór verkefni verið á könnunni þar og leit sveitarstjórn Strandabyggðar í hina áttina. Forsvarsmönnum Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Súðavíkurhrepps voru send boð um óformlegar viðræður við Strandabyggð um sameiningu. „Við bættum við Súðavíkurhreppi, bæði vegna þess að við liggjum landfræðilega saman og deilum hagsmunum,“ segir Þorgeir. Nú þegar eigi sveitarfélagið í góðu samstarfi við Árneshrepp og Kaldrananeshrepp. Átta sveitarfélög og hreppir eru á Vestfjörðum.Grafík/Hjalti Svör hafa borist frá Súðavíkurhreppi og Kaldrananeshreppi sem hafi verið jákvæð gagnvart hugmyndinni. Árneshreppur hefur ekki svarað boði Strandabyggðar en Kaldrananeshreppur og Árneshreppur eiga nú þegar í óformlegum sameiningarviðræðum. Sendu bréf á öll sveitarfélögin Eftir að Strandabyggð sendi út boð sitt fékk sveitastjórn Ísafjarðarbæjar veður af tillögunni. Bréf dagsett 1. júní undirritað af Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var sent á öll átta sveitarfélögin og hreppi á Vestfjörðum. Í bréfinu er óskað eftir afstöðu sveitarfélaga og hreppanna um sameiningarviðræður. „Við teljum að framtíð Vestfjarða sé best styrkt með færri sveitarfélögum og að nú sé rétti tímapunkturinn til að gera heildstæða úttekt á sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum,“ segir í bréfinu. Gylfi lagði fram tillöguna í bæjarráði Ísafjarðarbæjar. „Við vildum segja að okkar framtíðarsýn yrði að þetta yrðu frekar fá sveitarfélög og það mætti hafa það í huga að fara í smærri sameiningu núna sem gæti tafið stóru sameininguna um fimmtán ár eða eitthvað svoleiðis,“ segir hann. Á Vestfjörðum eru átta sveitarfélög eða hreppir en fimm þeirra eru með undir þúsund íbúa. „Það eru mjög mörg hagsmunamál sem ganga þvert á sveitarfélögin. Það eru orkumál, það eru fjögur sveitarfélög sem eiga land að Ísafjarðardjúpi til dæmis þar sem við erum með mjög mikil hagsmunamál sem tengjast meðal annars laxeldi en einnig öðrum atriðum. Við vorum til dæmis fyrir tveim vikum síðan að tjá okkur um griðarsvæði fyrir hvali. Þetta eru flókin mál sem getur verið erfitt að leysa þegar það eru mismunandi sveitarfélög,“ segir Gylfi. Tilbúnir að ræða um eitt stórt sveitarfélag Gylfi, sem er í stjórn Vestfjarðastofu, segir mörg verkefni á þeirra borði sem væru betur leyst í sveitastjórnum. „Það er snúið að láta verkefni ganga vel upp á vettvangi landshlutasamtaka, það gengur betur ef þau eru unnin á vettvangi sveitarfélaganna. Þar er pólitískt umboð til að láta hendur standa fram úr ermum,“ segir hann. Þorgeir tekur undir hugmyndir Gylfa um að hægt væri að skoða þá sviðsmynd um hvernig Vestfirðir myndu líta út ef sveitarfélögunum yrði fækkað. Hann tekur hins vegar fram að nú sé aðal áherslan á að hefja viðræður við Kaldrananeshrepp og Súðavíkurhrepp. „Nú erum við að ræða við Súðavíkurhrepp, Kaldrananeshrepp og vonandi Árneshrepp. Svo erum við til í að funda með Ísafjarðarbæ því þeir hafa óskað eftir því. Ef við horfum lengra fram í tímann finnst mér skynsamlegt að ræða hvort Vestfirðir myndu standa sterkari sem eitt stórt sveitarfélag heldur en með þessi sem eru núna,“ segir hann. „En við erum ekki að fara neitt í það núna, en ég styð hugmyndina.“ Málefni næstu kosninga Gylfi og Þorgeir eru sammála um að málið verði mikilvægt í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Ég held að þetta muni koma oft upp í næstu kosningum, segir Þorgeir. Mikilvægt er að framkvæma alls konar greiningarvinnu áður en að hægt verði að fara í formlegar viðræður. Að sögn Þorgeirs þarf að teikna upp alveg nýtt sveitarfélag áður en fólk hafi forsendur til að kjósa um það. „Við erum að velta þessu fyrir okkur og tímalínan gerir ekki ráð fyrir miklu meiru en fyrir sveitarstjórnarkosningar næstu verði komin einhver skriður á þetta og það verði hægt að ræða sameiningar í aðdraganda kosninganna í hverju og einu sveitarfélagi. Þannig hafi nýjar sveitarstjórnir umboð til þess að halda áfram með þessa vinnu,“ segir Gylfi.
Strandabyggð Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Kaldrananeshreppur Árneshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira