Réttlæti byggir ekki á rangfærslum – svar við málflutningi þingflokksformanns Samfylkingar um veiðigjaldafrumvarpið Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 23. júní 2025 15:02 Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins reynir að réttlæta veiðigjaldafrumvarp sitt með hálfkveðnum vísum, úreltri tölfræði og pólitískum gaslýsingum. Nú þegar þriðja vikan af umræðum stendur yfir á Alþingi, virðist ríkisstjórnin ekki hika við að mála útgerðina sem óvin þjóðarinnar – og það með tölum sem standast ekki skoðun. Í nýlegri grein þingflokksformanns Samfylkingarnar er því haldið fram að frumvarpið leiðrétti veiðigjöld þannig að þau endurspegli raunverulegt markaðsverð í stað þess sem útgerðin „hafi sjálf áhrif á“. Þetta er villandi og óheiðarleg framsetning. Verðmyndun í sjávarútvegi á sér stað á alþjóðlegum mörkuðum, undir eftirliti og samkvæmt reglum sem tryggja gagnsæi. Að halda því fram að útgerðin „stilli“ verð til að komast hjá greiðslu veiðigjalda er einfaldlega rangt – og ómaklegt. Þá er fullyrt að þjóðin eigi að fá 33% af hagnaði greinarinnar. En hver er þessi „33% regla“? Hún er ekki til í lögum. Þetta er tilbúin tala sem ríkisstjórnin hefur tekið sér í munn til að réttlæta skattaálögur sem í reynd jafngilda allt að 80% tekjuskatts á greinina. Þetta er ekki réttlæti – þetta er eignaupptaka. Þá er talað um að þjóðin muni fá „7 milljarða“ í sinn hlut með þessari breytingu. Í raun er hækkunin nær 14–17 milljörðum samkvæmt nýjustu gögnum. Það er því ekki verið að „leiðrétta“ neitt – heldur að tvöfalda veiðigjöldin á skömmum tíma, án tillits til rekstrarstöðu einstakra fyrirtækja eða sveiflna á mörkuðum. Þetta er stefna sem mun skaða smærri útgerðir, veikja byggðir og draga úr fjárfestingargetu greinarinnar. Það er líka rangt að hagnaður útgerðarfyrirtækja hafi „að mestu farið í vasa eigenda“. Arðsemi eigin fjár í greininni er á pari við aðrar atvinnugreinar og stór hluti hagnaðarins hefur farið beint í fjárfestingar – í skip, tækni, vinnslu og nýsköpun sem bætir verðmætasköpun í landinu. Þessi fjárfesting heldur uppi störfum, byggðum og gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Það er rétt að útgerðir eru misjafnar – og að minni og meðalstór fyrirtæki eru viðkvæmari fyrir svona skyndilegum skattahækkunum. En lausnin sem ríkisstjórnin boðar – hækkun á frítekjumarki – er dropi í hafið. Hún ver aðeins örfá fyrirtæki, ef nokkur og leysir ekki þann vanda sem blasir við: að veiðigjaldið er nú orðið svo íþyngjandi að það hvetur til sameininga, samþjöppunar og lokunar á minni rekstri. Þetta er bein ógn við fjölbreytileika greinarinnar og byggðafestu vítt og breitt um landið. Svo er það spurningin um lýðræði. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórn sem keyrir í gegnum stórfelldar skattabreytingar með hraði og án raunverulegrar samráðs við greinina skuli ásaka aðra um að „ógna lýðræðinu“. Þingmenn sem nýta sér þingræðisleg úrræði til að fresta eða stöðva illa ígrundað frumvarp eru ekki að „berjast gegn þjóðinni“ – þeir eru að reyna að verja hana fyrir óréttmætri skattheimtu sem mun skaða atvinnulíf, byggðir og framtíðarverðmætasköpun. Það er enginn á móti því að þjóðin fái sanngjarnan arð af auðlindum sínum. En sanngirni byggir á staðreyndum, ekki pólitískum upphrópunum. Þessi ríkisstjórn hefur kosið að byggja stefnu sína á rangfærslum, fölskum forsendum og pólitískum skotgröfum. Það er ekki leiðin til að byggja réttlátt samfélag – og þjóðin á betra skilið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins reynir að réttlæta veiðigjaldafrumvarp sitt með hálfkveðnum vísum, úreltri tölfræði og pólitískum gaslýsingum. Nú þegar þriðja vikan af umræðum stendur yfir á Alþingi, virðist ríkisstjórnin ekki hika við að mála útgerðina sem óvin þjóðarinnar – og það með tölum sem standast ekki skoðun. Í nýlegri grein þingflokksformanns Samfylkingarnar er því haldið fram að frumvarpið leiðrétti veiðigjöld þannig að þau endurspegli raunverulegt markaðsverð í stað þess sem útgerðin „hafi sjálf áhrif á“. Þetta er villandi og óheiðarleg framsetning. Verðmyndun í sjávarútvegi á sér stað á alþjóðlegum mörkuðum, undir eftirliti og samkvæmt reglum sem tryggja gagnsæi. Að halda því fram að útgerðin „stilli“ verð til að komast hjá greiðslu veiðigjalda er einfaldlega rangt – og ómaklegt. Þá er fullyrt að þjóðin eigi að fá 33% af hagnaði greinarinnar. En hver er þessi „33% regla“? Hún er ekki til í lögum. Þetta er tilbúin tala sem ríkisstjórnin hefur tekið sér í munn til að réttlæta skattaálögur sem í reynd jafngilda allt að 80% tekjuskatts á greinina. Þetta er ekki réttlæti – þetta er eignaupptaka. Þá er talað um að þjóðin muni fá „7 milljarða“ í sinn hlut með þessari breytingu. Í raun er hækkunin nær 14–17 milljörðum samkvæmt nýjustu gögnum. Það er því ekki verið að „leiðrétta“ neitt – heldur að tvöfalda veiðigjöldin á skömmum tíma, án tillits til rekstrarstöðu einstakra fyrirtækja eða sveiflna á mörkuðum. Þetta er stefna sem mun skaða smærri útgerðir, veikja byggðir og draga úr fjárfestingargetu greinarinnar. Það er líka rangt að hagnaður útgerðarfyrirtækja hafi „að mestu farið í vasa eigenda“. Arðsemi eigin fjár í greininni er á pari við aðrar atvinnugreinar og stór hluti hagnaðarins hefur farið beint í fjárfestingar – í skip, tækni, vinnslu og nýsköpun sem bætir verðmætasköpun í landinu. Þessi fjárfesting heldur uppi störfum, byggðum og gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Það er rétt að útgerðir eru misjafnar – og að minni og meðalstór fyrirtæki eru viðkvæmari fyrir svona skyndilegum skattahækkunum. En lausnin sem ríkisstjórnin boðar – hækkun á frítekjumarki – er dropi í hafið. Hún ver aðeins örfá fyrirtæki, ef nokkur og leysir ekki þann vanda sem blasir við: að veiðigjaldið er nú orðið svo íþyngjandi að það hvetur til sameininga, samþjöppunar og lokunar á minni rekstri. Þetta er bein ógn við fjölbreytileika greinarinnar og byggðafestu vítt og breitt um landið. Svo er það spurningin um lýðræði. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórn sem keyrir í gegnum stórfelldar skattabreytingar með hraði og án raunverulegrar samráðs við greinina skuli ásaka aðra um að „ógna lýðræðinu“. Þingmenn sem nýta sér þingræðisleg úrræði til að fresta eða stöðva illa ígrundað frumvarp eru ekki að „berjast gegn þjóðinni“ – þeir eru að reyna að verja hana fyrir óréttmætri skattheimtu sem mun skaða atvinnulíf, byggðir og framtíðarverðmætasköpun. Það er enginn á móti því að þjóðin fái sanngjarnan arð af auðlindum sínum. En sanngirni byggir á staðreyndum, ekki pólitískum upphrópunum. Þessi ríkisstjórn hefur kosið að byggja stefnu sína á rangfærslum, fölskum forsendum og pólitískum skotgröfum. Það er ekki leiðin til að byggja réttlátt samfélag – og þjóðin á betra skilið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun