Sextán ár fyrir að bana dóttur sinni Árni Sæberg skrifar 23. júní 2025 16:31 Sigurður Fannar Þórsson huldi andlit sitt þegar hann gekk inn í dómsal þann 11. júní. Vísir/Anton Brink Sigurður Fannar Þórsson var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að verða dóttur sinni, hinni tíu ára Kolfinnu Eldeyju, að bana með hamri. Þá var hann einnig dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem kvað upp dóm í málinu klukkan 14 í dag. Dóminn má lesa hér. Sigurður Fannar játaði sök í málinu en bar fyrir sig minnisleysi að einhverju leyti. Í dómnum segir að meginsakargiftir málsins hafi lotið að því hvort Sigurður Fannar væri sannur að sök að manndrápi og stórfelldu broti í nánu sambandi, með því að hafa hafa sunnudaginn 15. september 2024, við Hraunhól, skammt vestan við Vatnsskarðsnámur, veist að dóttur sinni og ráðið henni bana af ásetningi með því að slá hana margoft í höfuðið með hamri. Vísaði lögreglu á líkið í gjótu Í dóminum segir að í símtali Sigurðar Fannars við Neyðarlínuna, sem hafi hafist klukkan 18:13 umræddan dag, hafi hann gengist við því að hafa banað dóttur sinni með vopni og sagt hana liggja í nálægri gjótu. Samkvæmt dómsvætti lögreglumanns hafi hann í framhaldi af því gengist við því á vettvangi, að gættum viðeigandi réttarfarsákvæðum, að hafa drepið dóttur sína, sagt hana liggja í nálægri gjótu og vísað lögreglu í átt að líkinu. Samkvæmt vætti sama lögreglumanns hafi hann aftur gengist við manndrápinu í sjúkrabifreið á leið á bráðadeild Landspítala, sagst hafa barið dóttur sína með hamri og skilið hamarinn eftir við hlið líksins. „Upptökur úr búkmyndavél lögreglumannsins voru spilaðar við aðalmeðferð máls og styðja vitnisburð hans. Þær upplýsingar sem ákærði þannig veitti á fyrstu klukkustundum eftir andlát brotaþola virðast réttar.“ Dró úr framburðinum Sigurður Fannar hafi verið yfirheyrður hjá lögreglu sama kvöld og upphaflega játað skýlaust að hafa orðið dóttur sinni að bana. Í kjölfarið hafi hann verið yfirheyrður þrisvar. Í annarri yfirheyrslu hafi hann gengist við því að hafa haldið á klaufhamri, notað hann til að slá dóttur sína í höfuðið og þannig drepið hana. Í þriðju yfirheyrslu hafi hann dregið úr fyrri framburði um andlát stúlkunnar, kveðist telja að hann hefði drepið hana með hamrinum, því enginn annar hefði verið á staðnum og hann myndi eftir „höggunum“. Þegar leið á skýrslugjöfina hafi honum verið kynnt að frumniðurstöður réttarkrufningar bentu til þess að stúlkunni hefðu verið greidd að minnsta kosti níu til tíu högg í höfuðið. Sigurður Fannar hafi ekki gengist við því að hafa greitt stúlkunni svo mörg högg og sagst svo ekki muna eftir höggum. Í fjórðu og síðustu yfirheyrslunni hafi hann sagst ekkert hafa við fyrri framburð að bæta. Þegar gengið hafi verið á hann að útskýra hvernig og hvers vegna hann banaði dóttur sinni hafi hann líkt og áður sagst ekki vita það og ekki geta svarað slíkum spurningum. Játaði aldrei ásetning Í dóminum segir að Sigurður Fannar hafi á engum tímapunkti gengist við því, hvorki hjá lögreglu né í viðtölum við undirmatsmann og yfirmatsmenn, að hafa haft ásetning til að bana dóttur sinni. Á þessu hafi ekki orðið breyting þegar hann kom fyrir dóm 5. maí síðastliðinn. Hann hafi þá sagst ekki vita betur en að hann hafi banað dóttur sinni, en gæti ekki játað manndráp af ásetningi. Þrátt fyrir að hann gæfi síðan ítarlega skýrslu við aðalmeðferð máls hafi ekkert nýtt komið fram sem varpað geti ljósi á nákvæmlega hvernig og af hverju hann eigi að hafa banað stúlkunni með klaufhamri. „Hann kvaðst ekki vita nákvæmlega hvað gerðist og lítið muna eftir atvikum að andláti hennar, en sagði: „Ég tók líf dóttur minnar“. Í framhaldi kvaðst ákærði ekki muna hvort stúlkan hafi fallið til jarðar undan hamarshöggum, en séð að hún „var dáin og blóð út um allt“. Ákærði kvaðst ekki muna eftir að hafa slegið hana í höfuðið með hamrinum, þó hafa „tilfinningu fyrir einhverjum höggum“, sagði engan annan hafa verið á staðnum og því hljóti hann að hafa drepið hana með hamarshöggum í höfuð.“ Hann hafi ekki gefið skýringar á þeim verknaði, borið fyrir sig minnisleysi í því sambandi, sagt ekkert hafa komið upp á milli þeirra feðgina við Hraunhól, sagt stúlkuna vera augastein lífs síns og það að drepa hana „væri það síðasta sem [hann] myndi vilja gera við litla engilinn [sinn].“ „Þegar ákærði var spurður hvort einhver annar gæti hafa drepið dóttur hans áréttaði hann að enginn annar kæmi til greina og þvertók fyrir að andlát hennar tengdist hinni svokölluðu albönsku mafíu, fíkniefnaviðskiptum og/eða skuldum ákærða við ónefnda aðila.“ Fellur undir bæði ákvæði Samkvæmt heildstæðu mati á dómsframburði Sigurðar Fannars, sem samrýmist í öllum meginatriðum framburði hans hjá lögreglu og öðru sem rakið er dóminum, sem og niðurstöðum lögreglurannsókna á haldlögðum klaufhamri, niðurstöðum réttarkrufningar á líki Kolfinnu Eldeyjar og skýru dómsvætti réttarlæknis um dánarorsök stúlkunnar og lágmarksfjölda greiddra hamarshögga sé sannað, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að Sigurður Fannar hafi greint sinn veist með ofbeldi að dóttur sinni og banað henni með því að slá hana margoft í höfuðið með hamrinum. Að virtum hæstaréttardómi frá árinu og nýföllnum landsréttardómi í máli móður sem banaði syni sínum á Nýbýlavegi í Kópavogi, þyki háttsemin hlutrænt séð falla undir manndrápsákvæði og heimilisofbeldisákvæði almennra hegningarlaga. Átti sér einskis ills von Í dóminum segir að að því frágengnu hafi staðið eftir að ákvarða hvort sönnun væri komin fram um að Sigurður Fannar hafi haft ásetning til að bana dóttur sinni og hvort hann hafi verið sakhæfur á verknaðarstundu. Í málinu liggi ekki fyrir játning Sigurðar Fannars um ásetning til manndráps eða ásetning til að beita dóttur sína með sama verknaði heimilisofbeldi. Af dómsframburði hans verði ekkert ráðið um aðdraganda atlögunnar og hvaða hvatir lágu að baki henni. Verði engu slegið föstu í þessu sambandi. Af framburði Sigurður Fannars verði heldur ekki ráðið hver huglæg afstaða hans hafi verið til sjálfrar atlögunnar og afleiðinga hennar fyrir dóttur hans. Þannig sé ekkert fram komið sem geti útskýrt af hverju Sigurður Fannars veittist að dóttur sinni með hamrinum og hvað honum gekk til með því að slá hana svo oft í höfuðið sem raun ber vitni. „Á líkinu fundust engir varnaráverkar og fatnaður stúlkunnar var hreinn og ótilfærður þegar lögregla kom á vettvang. Þegar við þetta bætist að hamarshöggin gengu öll í hnakka brotaþola er nærtækast að ætla að ákærði hafi veist skyndilega aftan að henni með hamrinum og stúlkan átt sér einskis ills von þegar fyrsta höggið kom í hnakka hennar. Dómsvætti réttarlæknis styðji þá ályktun, en hann hafi borið að „átök og óreiða“ hafi ekki átt við um atlöguna og að allt benti til að „stýring“ hafi verið á verknaðinum. Samkvæmt framansögðu sé það niðurstaða dómsins að um ásetningsverk hafi verið að ræða. Að gættum þeim fjölda hamarshögga sem Sigurður Fannar hafi sannanlega greitt stúlkunni verði ekki dregin önnur haldbær ályktun en sú að hann hafi á verknaðarstund haft einbeittan ásetning til að ráða stúlkunni bana. Á hinn bóginn sé varhugavert að draga aðra ályktun en að um skyndiásetning hafi verið að ræða sem vaknaði með Sigurði Fannari í námunda við gjótuna þar sem lík stúlkunnar fannst. Verði við það miðað við úrlausn máls og Sigurður Fannar sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Ekkert sem bendi til geðrofs Loks segir að með hliðsjón af geðheilbrigðisrannsóknum þriggja geðlækna og dómsvætti þeirra sé það álit héraðsdóms, sem skipaður hafi verið sérfræðingi í geðlækningum [auk tveggja héraðsdómara], að fallast beri á þá samhljóða niðurstöðu undir- og yfirmatsgerða að Sigurður Fannar hafi verið sakhæfur í skilningi almennra hegningarlaga þegar hann réði dóttur sinni bana og að ekkert sé fram komið í málinu sem styðji að hann hafi verið í geðrofi eða borið einkenni um geðrof á verknaðarstund eða eftir verknaðinn. Einnig sé fallist á þá niðurstöðu matsmanna að ástand hans á verknaðarstund hafi ekki verið og sé ekki með þeim hætti að refsing geti ekki borið árangur. Honum yrði því refsað fyrir athæfi sitt. Þrjár klukkustundir liði þangað til að hann hringdi Hvað ákvörðun refsingar varðar segir að Sigurður Fannar hefði síðast orðið uppvís að refsiverðri háttsemi árið 2019. Sakaferill hans hafi ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Ekkert sé fram komið í málinu sem styðji með haldbærum hætti að Sigurður Fannar hafi banað dóttur sinni í ákafri geðshræringu eða vegna annars skammvinns ójafnvægis á geðsmunum svo réttlætt geti beitingu refsilækkunarsjónarmiða almennra hegningarlaga, enda hafi allt að þrjár klukkustundir liðið frá manndrápinu þar til hann hringdi í lögreglu. Þá sé ekkert komið fram í málinu sem réttlæti beitingu refsimildunarákvæða hegningarlaga. Aftur á móti hafi atlaga hans að dóttur sinni verið heiftarleg og vægðarlaus. Að því gættu og með vísan til refsiþyngingarákvæða hegningarlaga þyki refsing hans hæfilega metin sextán ára fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða móður Kolfinnu Eldeyjar fimm milljónir króna í miskabætur og 1,5 milljón króna vegna útfararkostnað. Honum var einnig gert að greiða tæplega tólf milljónir króna í sakarkostnað. Loks var hann dæmdur til að sæta upptöku mikils magns fíkniefna, en hann játaði fíkniefnabrot þau sem hann var ákærður fyrir skýlaust. Fréttin hefur verið uppfærð. Banaði dóttur sinni við Krýsuvíkurveg Hafnarfjörður Dómsmál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem kvað upp dóm í málinu klukkan 14 í dag. Dóminn má lesa hér. Sigurður Fannar játaði sök í málinu en bar fyrir sig minnisleysi að einhverju leyti. Í dómnum segir að meginsakargiftir málsins hafi lotið að því hvort Sigurður Fannar væri sannur að sök að manndrápi og stórfelldu broti í nánu sambandi, með því að hafa hafa sunnudaginn 15. september 2024, við Hraunhól, skammt vestan við Vatnsskarðsnámur, veist að dóttur sinni og ráðið henni bana af ásetningi með því að slá hana margoft í höfuðið með hamri. Vísaði lögreglu á líkið í gjótu Í dóminum segir að í símtali Sigurðar Fannars við Neyðarlínuna, sem hafi hafist klukkan 18:13 umræddan dag, hafi hann gengist við því að hafa banað dóttur sinni með vopni og sagt hana liggja í nálægri gjótu. Samkvæmt dómsvætti lögreglumanns hafi hann í framhaldi af því gengist við því á vettvangi, að gættum viðeigandi réttarfarsákvæðum, að hafa drepið dóttur sína, sagt hana liggja í nálægri gjótu og vísað lögreglu í átt að líkinu. Samkvæmt vætti sama lögreglumanns hafi hann aftur gengist við manndrápinu í sjúkrabifreið á leið á bráðadeild Landspítala, sagst hafa barið dóttur sína með hamri og skilið hamarinn eftir við hlið líksins. „Upptökur úr búkmyndavél lögreglumannsins voru spilaðar við aðalmeðferð máls og styðja vitnisburð hans. Þær upplýsingar sem ákærði þannig veitti á fyrstu klukkustundum eftir andlát brotaþola virðast réttar.“ Dró úr framburðinum Sigurður Fannar hafi verið yfirheyrður hjá lögreglu sama kvöld og upphaflega játað skýlaust að hafa orðið dóttur sinni að bana. Í kjölfarið hafi hann verið yfirheyrður þrisvar. Í annarri yfirheyrslu hafi hann gengist við því að hafa haldið á klaufhamri, notað hann til að slá dóttur sína í höfuðið og þannig drepið hana. Í þriðju yfirheyrslu hafi hann dregið úr fyrri framburði um andlát stúlkunnar, kveðist telja að hann hefði drepið hana með hamrinum, því enginn annar hefði verið á staðnum og hann myndi eftir „höggunum“. Þegar leið á skýrslugjöfina hafi honum verið kynnt að frumniðurstöður réttarkrufningar bentu til þess að stúlkunni hefðu verið greidd að minnsta kosti níu til tíu högg í höfuðið. Sigurður Fannar hafi ekki gengist við því að hafa greitt stúlkunni svo mörg högg og sagst svo ekki muna eftir höggum. Í fjórðu og síðustu yfirheyrslunni hafi hann sagst ekkert hafa við fyrri framburð að bæta. Þegar gengið hafi verið á hann að útskýra hvernig og hvers vegna hann banaði dóttur sinni hafi hann líkt og áður sagst ekki vita það og ekki geta svarað slíkum spurningum. Játaði aldrei ásetning Í dóminum segir að Sigurður Fannar hafi á engum tímapunkti gengist við því, hvorki hjá lögreglu né í viðtölum við undirmatsmann og yfirmatsmenn, að hafa haft ásetning til að bana dóttur sinni. Á þessu hafi ekki orðið breyting þegar hann kom fyrir dóm 5. maí síðastliðinn. Hann hafi þá sagst ekki vita betur en að hann hafi banað dóttur sinni, en gæti ekki játað manndráp af ásetningi. Þrátt fyrir að hann gæfi síðan ítarlega skýrslu við aðalmeðferð máls hafi ekkert nýtt komið fram sem varpað geti ljósi á nákvæmlega hvernig og af hverju hann eigi að hafa banað stúlkunni með klaufhamri. „Hann kvaðst ekki vita nákvæmlega hvað gerðist og lítið muna eftir atvikum að andláti hennar, en sagði: „Ég tók líf dóttur minnar“. Í framhaldi kvaðst ákærði ekki muna hvort stúlkan hafi fallið til jarðar undan hamarshöggum, en séð að hún „var dáin og blóð út um allt“. Ákærði kvaðst ekki muna eftir að hafa slegið hana í höfuðið með hamrinum, þó hafa „tilfinningu fyrir einhverjum höggum“, sagði engan annan hafa verið á staðnum og því hljóti hann að hafa drepið hana með hamarshöggum í höfuð.“ Hann hafi ekki gefið skýringar á þeim verknaði, borið fyrir sig minnisleysi í því sambandi, sagt ekkert hafa komið upp á milli þeirra feðgina við Hraunhól, sagt stúlkuna vera augastein lífs síns og það að drepa hana „væri það síðasta sem [hann] myndi vilja gera við litla engilinn [sinn].“ „Þegar ákærði var spurður hvort einhver annar gæti hafa drepið dóttur hans áréttaði hann að enginn annar kæmi til greina og þvertók fyrir að andlát hennar tengdist hinni svokölluðu albönsku mafíu, fíkniefnaviðskiptum og/eða skuldum ákærða við ónefnda aðila.“ Fellur undir bæði ákvæði Samkvæmt heildstæðu mati á dómsframburði Sigurðar Fannars, sem samrýmist í öllum meginatriðum framburði hans hjá lögreglu og öðru sem rakið er dóminum, sem og niðurstöðum lögreglurannsókna á haldlögðum klaufhamri, niðurstöðum réttarkrufningar á líki Kolfinnu Eldeyjar og skýru dómsvætti réttarlæknis um dánarorsök stúlkunnar og lágmarksfjölda greiddra hamarshögga sé sannað, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að Sigurður Fannar hafi greint sinn veist með ofbeldi að dóttur sinni og banað henni með því að slá hana margoft í höfuðið með hamrinum. Að virtum hæstaréttardómi frá árinu og nýföllnum landsréttardómi í máli móður sem banaði syni sínum á Nýbýlavegi í Kópavogi, þyki háttsemin hlutrænt séð falla undir manndrápsákvæði og heimilisofbeldisákvæði almennra hegningarlaga. Átti sér einskis ills von Í dóminum segir að að því frágengnu hafi staðið eftir að ákvarða hvort sönnun væri komin fram um að Sigurður Fannar hafi haft ásetning til að bana dóttur sinni og hvort hann hafi verið sakhæfur á verknaðarstundu. Í málinu liggi ekki fyrir játning Sigurðar Fannars um ásetning til manndráps eða ásetning til að beita dóttur sína með sama verknaði heimilisofbeldi. Af dómsframburði hans verði ekkert ráðið um aðdraganda atlögunnar og hvaða hvatir lágu að baki henni. Verði engu slegið föstu í þessu sambandi. Af framburði Sigurður Fannars verði heldur ekki ráðið hver huglæg afstaða hans hafi verið til sjálfrar atlögunnar og afleiðinga hennar fyrir dóttur hans. Þannig sé ekkert fram komið sem geti útskýrt af hverju Sigurður Fannars veittist að dóttur sinni með hamrinum og hvað honum gekk til með því að slá hana svo oft í höfuðið sem raun ber vitni. „Á líkinu fundust engir varnaráverkar og fatnaður stúlkunnar var hreinn og ótilfærður þegar lögregla kom á vettvang. Þegar við þetta bætist að hamarshöggin gengu öll í hnakka brotaþola er nærtækast að ætla að ákærði hafi veist skyndilega aftan að henni með hamrinum og stúlkan átt sér einskis ills von þegar fyrsta höggið kom í hnakka hennar. Dómsvætti réttarlæknis styðji þá ályktun, en hann hafi borið að „átök og óreiða“ hafi ekki átt við um atlöguna og að allt benti til að „stýring“ hafi verið á verknaðinum. Samkvæmt framansögðu sé það niðurstaða dómsins að um ásetningsverk hafi verið að ræða. Að gættum þeim fjölda hamarshögga sem Sigurður Fannar hafi sannanlega greitt stúlkunni verði ekki dregin önnur haldbær ályktun en sú að hann hafi á verknaðarstund haft einbeittan ásetning til að ráða stúlkunni bana. Á hinn bóginn sé varhugavert að draga aðra ályktun en að um skyndiásetning hafi verið að ræða sem vaknaði með Sigurði Fannari í námunda við gjótuna þar sem lík stúlkunnar fannst. Verði við það miðað við úrlausn máls og Sigurður Fannar sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Ekkert sem bendi til geðrofs Loks segir að með hliðsjón af geðheilbrigðisrannsóknum þriggja geðlækna og dómsvætti þeirra sé það álit héraðsdóms, sem skipaður hafi verið sérfræðingi í geðlækningum [auk tveggja héraðsdómara], að fallast beri á þá samhljóða niðurstöðu undir- og yfirmatsgerða að Sigurður Fannar hafi verið sakhæfur í skilningi almennra hegningarlaga þegar hann réði dóttur sinni bana og að ekkert sé fram komið í málinu sem styðji að hann hafi verið í geðrofi eða borið einkenni um geðrof á verknaðarstund eða eftir verknaðinn. Einnig sé fallist á þá niðurstöðu matsmanna að ástand hans á verknaðarstund hafi ekki verið og sé ekki með þeim hætti að refsing geti ekki borið árangur. Honum yrði því refsað fyrir athæfi sitt. Þrjár klukkustundir liði þangað til að hann hringdi Hvað ákvörðun refsingar varðar segir að Sigurður Fannar hefði síðast orðið uppvís að refsiverðri háttsemi árið 2019. Sakaferill hans hafi ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Ekkert sé fram komið í málinu sem styðji með haldbærum hætti að Sigurður Fannar hafi banað dóttur sinni í ákafri geðshræringu eða vegna annars skammvinns ójafnvægis á geðsmunum svo réttlætt geti beitingu refsilækkunarsjónarmiða almennra hegningarlaga, enda hafi allt að þrjár klukkustundir liðið frá manndrápinu þar til hann hringdi í lögreglu. Þá sé ekkert komið fram í málinu sem réttlæti beitingu refsimildunarákvæða hegningarlaga. Aftur á móti hafi atlaga hans að dóttur sinni verið heiftarleg og vægðarlaus. Að því gættu og með vísan til refsiþyngingarákvæða hegningarlaga þyki refsing hans hæfilega metin sextán ára fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða móður Kolfinnu Eldeyjar fimm milljónir króna í miskabætur og 1,5 milljón króna vegna útfararkostnað. Honum var einnig gert að greiða tæplega tólf milljónir króna í sakarkostnað. Loks var hann dæmdur til að sæta upptöku mikils magns fíkniefna, en hann játaði fíkniefnabrot þau sem hann var ákærður fyrir skýlaust. Fréttin hefur verið uppfærð.
Banaði dóttur sinni við Krýsuvíkurveg Hafnarfjörður Dómsmál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira