Stöðvum áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði! Harpa Barkardóttir skrifar 24. júní 2025 09:30 Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, biðla til stjórnvalda um að gera Eyjafjörð að friðunarsvæði fyrir sjókvíaeldi. Það eru blikur á lofti. Í farvatninu eru áform Kleifa ehf. á Ólafsfirði um stórfellt laxeldi í Eyjafirði og á Tröllaskaga. Á ráðstefnu Hringborðs hafs og eldis og Arion banka í byrjun júní á þessu ári lét atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, í veðri vaka að Hafrannsóknarstofnun skyldi hefja vinnu við burðarþolsmat fyrir fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. Fyrir 5 árum var í burðarliðnum ámóta verkefni, 20.000 tonna framleiðsla á laxi í sjókvíum í Eyjafirði. Á þeim tíma samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að leggja til við þáverandi ráðherra atvinnuvega og nýsköpunar, Kristján Þór Júlíusson, að Eyjafjörður yrði friðaður fyrir fiskeldi í sjókvíum. Fleiri sveitarfélög við fjörðinn tóku í sama streng, afstaðan var nokkuð afdráttarlaus. Í kjölfarið óskaði ráðherra eftir umsögn Hafrannsóknarstofnunar um hvort stofnunin teldi að takmarka skyldi eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í Eyjafirði. Skemst er frá því að segja að í svari stofnunarinnar við erindi ráðuneytis stendur m.a.; “Hafrannsóknarstofnun telur tifefni til þess að banna fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. Ástæður þess eru staða villtra stofna laxfiska, þá sérstaklega bleikju og hugsanleg neikvæð áhrif á lífríki fjarðarins.” Við hljótum að geta gengið út frá því að þessi afdráttarlausa niðurstaða Hafrannsóknarstofnunar standi nú fimm árum síðar. Í nýlegu lögfræðiáliti um stöðu sveitarfélaga m.t.t. burðarþolsmats vegna fiskeldis segir að löggjafinn hafi ekki tryggt sveitarfélögum næga aðkomu að framkvæmd laga um fiskeldi. Frumskylda sveitarfélaga er að gæta hagsmuna íbúa sinna og starfræksla sjókvíaeldis af þeirri stærðargráðu sem um ræðir hefur mikil áhrif á hagsmuni íbúa alls staðar í Eyjafirði, í dag og um ókomna tíð. Lífríki fjarðarins er í húfi. Ásýnd hans og orðstír einnig. Virkasta úrræði sveitarfélaga er að hafa áhrif á umræðuna áður en ráðherra tekur ákvörðun um burðarþolsmat. Tíminn er núna. Þótt ráðherra sé ekki skylt að leita álits sveitarfélaga lögum samkvæmt skulum við treysta því að hann gangi málefnalega til borðs og leiti eftir og taki tillit til þess sem hlutaðeigandi sveitarfélög og íbúar þeirra hafa um málið að segja. Til þess að fiskeldi eigi sér blómlega framtíð þarf að vanda það hvernig áframhaldandi uppbygging skuli eiga sér stað. Það er hægt að skapa sátt milli öflugrar matvælaframleiðslu og verndunar á dýrmætum vistkerfum. Sú sátt næst með nútímalegum lausnum, en ekki með tugþúsunda tonna framleiðslu í opnum sjókvíum í Eyjafirði. Lærdómurinn af átökunum á Seyðisfirði þarf að vera okkur víti til varnaðar. Þar hafa íbúar mátt horfa upp á að áform um sjókvíaeldi eru keyrð áfram þvert á yfirlýstan vilja mikils meirihluta íbúa. Kerfið virðist hafa tekið völdin; hver stofnunin bendir á aðra og ábyrgðin týnist á milli stjórnsýslustiga á meðan vilji heimamanna er virtur að vettugi. Slíka atburðarás verðum við að stöðva í fæðingu hér í Eyjafirði. Tökum höndum saman, stöndum vörð um fjörðinn okkar. Höfundur situr í stjórn SUNN. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Akureyri Dalvíkurbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Fjallabyggð Hörgársveit Grýtubakkahreppur Eyjafjarðarsveit Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, biðla til stjórnvalda um að gera Eyjafjörð að friðunarsvæði fyrir sjókvíaeldi. Það eru blikur á lofti. Í farvatninu eru áform Kleifa ehf. á Ólafsfirði um stórfellt laxeldi í Eyjafirði og á Tröllaskaga. Á ráðstefnu Hringborðs hafs og eldis og Arion banka í byrjun júní á þessu ári lét atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, í veðri vaka að Hafrannsóknarstofnun skyldi hefja vinnu við burðarþolsmat fyrir fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. Fyrir 5 árum var í burðarliðnum ámóta verkefni, 20.000 tonna framleiðsla á laxi í sjókvíum í Eyjafirði. Á þeim tíma samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að leggja til við þáverandi ráðherra atvinnuvega og nýsköpunar, Kristján Þór Júlíusson, að Eyjafjörður yrði friðaður fyrir fiskeldi í sjókvíum. Fleiri sveitarfélög við fjörðinn tóku í sama streng, afstaðan var nokkuð afdráttarlaus. Í kjölfarið óskaði ráðherra eftir umsögn Hafrannsóknarstofnunar um hvort stofnunin teldi að takmarka skyldi eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í Eyjafirði. Skemst er frá því að segja að í svari stofnunarinnar við erindi ráðuneytis stendur m.a.; “Hafrannsóknarstofnun telur tifefni til þess að banna fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði. Ástæður þess eru staða villtra stofna laxfiska, þá sérstaklega bleikju og hugsanleg neikvæð áhrif á lífríki fjarðarins.” Við hljótum að geta gengið út frá því að þessi afdráttarlausa niðurstaða Hafrannsóknarstofnunar standi nú fimm árum síðar. Í nýlegu lögfræðiáliti um stöðu sveitarfélaga m.t.t. burðarþolsmats vegna fiskeldis segir að löggjafinn hafi ekki tryggt sveitarfélögum næga aðkomu að framkvæmd laga um fiskeldi. Frumskylda sveitarfélaga er að gæta hagsmuna íbúa sinna og starfræksla sjókvíaeldis af þeirri stærðargráðu sem um ræðir hefur mikil áhrif á hagsmuni íbúa alls staðar í Eyjafirði, í dag og um ókomna tíð. Lífríki fjarðarins er í húfi. Ásýnd hans og orðstír einnig. Virkasta úrræði sveitarfélaga er að hafa áhrif á umræðuna áður en ráðherra tekur ákvörðun um burðarþolsmat. Tíminn er núna. Þótt ráðherra sé ekki skylt að leita álits sveitarfélaga lögum samkvæmt skulum við treysta því að hann gangi málefnalega til borðs og leiti eftir og taki tillit til þess sem hlutaðeigandi sveitarfélög og íbúar þeirra hafa um málið að segja. Til þess að fiskeldi eigi sér blómlega framtíð þarf að vanda það hvernig áframhaldandi uppbygging skuli eiga sér stað. Það er hægt að skapa sátt milli öflugrar matvælaframleiðslu og verndunar á dýrmætum vistkerfum. Sú sátt næst með nútímalegum lausnum, en ekki með tugþúsunda tonna framleiðslu í opnum sjókvíum í Eyjafirði. Lærdómurinn af átökunum á Seyðisfirði þarf að vera okkur víti til varnaðar. Þar hafa íbúar mátt horfa upp á að áform um sjókvíaeldi eru keyrð áfram þvert á yfirlýstan vilja mikils meirihluta íbúa. Kerfið virðist hafa tekið völdin; hver stofnunin bendir á aðra og ábyrgðin týnist á milli stjórnsýslustiga á meðan vilji heimamanna er virtur að vettugi. Slíka atburðarás verðum við að stöðva í fæðingu hér í Eyjafirði. Tökum höndum saman, stöndum vörð um fjörðinn okkar. Höfundur situr í stjórn SUNN.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun