Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2025 14:45 Óli Mittún er markahæstur á HM U21-landsliða með 47 mörk í 5 leikjum. IHF Færeyingar eru einum sigri frá því að spila um verðlaun á HM U21-landsliða karla í handbolta. Gullkynslóðin þeirra sló út eina allra stærstu handboltaþjóðina, Frakka. Þjálfari Færeyinga kom með sínar skýringar á ótrúlegum árangri frænda okkar Íslendinga. Alþjóða handknattleikssambandið fjallar um árangur Færeyja á heimasíðu sinni í dag og bendir á að í Frakklandi, sem tapaði 28-27 gegn Færeyjum á mótinu, séu yfir 600.000 iðkendur í handbolta á meðan að færeyska þjóðin telji samtals um 54.000 manns. Engu að síður eru Óli Mittún og félagar í U21-landsliðinu komnir í 8-liða úrslit, rétt eins og þeir hafa gert á tveimur fyrri heimsmeistaramótum í yngri flokkum. Ef þeir vinna Slóveníu á morgun komast þeir í undanúrslit og munu spila um verðlaun. „Handbolti er þjóðaríþrótt í Færeyjum,“ segir Hjalti Mohr Jacobsen, þjálfari færeyska U21-landsliðsins, við IHF. Hið sama má nú segja um handboltann á Íslandi en íslenska liðið missti hins vegar naumlega af því að komast upp úr sínum riðli á HM, eftir að hafa þó gert jafntefli við Færeyjar þar sem jöfnunarmark Færeyinga kom úr víti á síðustu sekúndu. Framtak foreldra og sambandsins Hjalti segir grunninn að árangri Færeyinga felast í aðstöðunni heima fyrir. Íþróttahallirnar séu alltaf opnar fyrir krakkana til að leika sér og þar verji þeir löngum stundum. „Þetta snýst um að hafa gaman. Við erum með mörg mörk í höllunum. Krakkarnir eru bara að spila handbolta. Við hugsum um hvern einasta leikmann. Við megum ekki við því að velja einhverja úr. Við þurfum alla leikmenn sem við getum fengið og veitum þeim góð tækifæri. Þannig verða svona lið til,“ sagði Hjalti. Bæði A-landslið karla og kvenna í Færeyjum hafa nú komist í fyrsta sinn á stórmót, og þeim fylgt þúsundir stuðningsmanna, eftir að árangur yngri landsliða hafði ýtt mjög undir handboltaæði þjóðarinnar. Þar skemmdi ekki fyrir að hafa unnið Danmörku á EM U20-landsliða árið 2022 en það var fyrsti sigur færeysks landsliðs á dönsku landsliði, í nokkurri liðsíþrótt. „Þetta byrjaði fyrir svona tíu árum. Það tóku nokkrir foreldrar sig til og létu alla strákana, hvaðanæva af landinu, æfa saman. Síðan fór handboltasambandið af stað með sína uppbyggingu. Það hefur bara margt gott fólk verið að taka frábærar ákvarðanir,“ sagði Hjalti. Handbolti Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Sjá meira
Alþjóða handknattleikssambandið fjallar um árangur Færeyja á heimasíðu sinni í dag og bendir á að í Frakklandi, sem tapaði 28-27 gegn Færeyjum á mótinu, séu yfir 600.000 iðkendur í handbolta á meðan að færeyska þjóðin telji samtals um 54.000 manns. Engu að síður eru Óli Mittún og félagar í U21-landsliðinu komnir í 8-liða úrslit, rétt eins og þeir hafa gert á tveimur fyrri heimsmeistaramótum í yngri flokkum. Ef þeir vinna Slóveníu á morgun komast þeir í undanúrslit og munu spila um verðlaun. „Handbolti er þjóðaríþrótt í Færeyjum,“ segir Hjalti Mohr Jacobsen, þjálfari færeyska U21-landsliðsins, við IHF. Hið sama má nú segja um handboltann á Íslandi en íslenska liðið missti hins vegar naumlega af því að komast upp úr sínum riðli á HM, eftir að hafa þó gert jafntefli við Færeyjar þar sem jöfnunarmark Færeyinga kom úr víti á síðustu sekúndu. Framtak foreldra og sambandsins Hjalti segir grunninn að árangri Færeyinga felast í aðstöðunni heima fyrir. Íþróttahallirnar séu alltaf opnar fyrir krakkana til að leika sér og þar verji þeir löngum stundum. „Þetta snýst um að hafa gaman. Við erum með mörg mörk í höllunum. Krakkarnir eru bara að spila handbolta. Við hugsum um hvern einasta leikmann. Við megum ekki við því að velja einhverja úr. Við þurfum alla leikmenn sem við getum fengið og veitum þeim góð tækifæri. Þannig verða svona lið til,“ sagði Hjalti. Bæði A-landslið karla og kvenna í Færeyjum hafa nú komist í fyrsta sinn á stórmót, og þeim fylgt þúsundir stuðningsmanna, eftir að árangur yngri landsliða hafði ýtt mjög undir handboltaæði þjóðarinnar. Þar skemmdi ekki fyrir að hafa unnið Danmörku á EM U20-landsliða árið 2022 en það var fyrsti sigur færeysks landsliðs á dönsku landsliði, í nokkurri liðsíþrótt. „Þetta byrjaði fyrir svona tíu árum. Það tóku nokkrir foreldrar sig til og létu alla strákana, hvaðanæva af landinu, æfa saman. Síðan fór handboltasambandið af stað með sína uppbyggingu. Það hefur bara margt gott fólk verið að taka frábærar ákvarðanir,“ sagði Hjalti.
Handbolti Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Sjá meira