Búið að breyta reglunni um víti sem grætti Atlético-menn Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2025 19:48 Reglunni var breytt aðeins of seint fyrir Julian Alvárez. Getty/Alberto Gardin Knattspyrnusamband Íslands hefur nú þegar innleitt breytingu á reglum um vítaspyrnur, varðandi það þegar leikmenn sparka boltanum óvart í eigin fót við framkvæmd spyrnu. Þetta þýðir að ef að leikmenn renna til við framkvæmd vítaspyrnu í næstu umferð Bestu deildarinnar, og sparka boltanum óvart í stoðfótinn en skora samt úr spyrnunni, þá mega þeir núna endurtaka spyrnuna. Áður hefði óbein aukaspyrna verið dæmd fyrir mótherjana. Þessi breytta regla tekur gildi um allan heim þann 1. júlí en hefur þegar tekið gildi á Íslandi, samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Nýja reglan mun því til dæmis gilda þegar stelpurnar okkar spila á EM í Sviss en mótið hefst eftir rúma viku, 2. júlí. Ráðist var í breytingar á reglunni eftir afar sárt tap Atlético Madrid gegn Real Madrid í vítaspyrnukeppni, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Julian Alvárez skoraði þar úr sínu víti en markið stóð ekki því hann snerti boltann með báðum fótum. Þjálfarinn Diego Simeone var æfur yfir þessari ákvörðun og spurði á blaðamannafundi eftir leik hvort að einhver hefði í raun og veru séð Alvárez snerta boltann tvisvar. Ef nýja reglan hefði verið í gildi þá hefði Alvárez fengið að endurtaka spyrnuna, því hann var augljóslega ekki að reyna að snerta boltann tvisvar. Reglan er núna svona: •Spyrnandinn sparkar boltanum óviljandi með báðum fótum samtímis, eða snertir boltann óviljandi með stöðufætinum strax eftir spyrnuna: ■ Ef mark er skorað, er vítaspyrnan endurtekin. ■ Ef mark er ekki skorað, er dæmd óbein aukaspyrna (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist. • Spyrnandinn sparkar boltanum viljandi með báðum fótum, eða snertir boltann öðru sinni viljandi áður en hann hefur snert annan leikmann: ■ Óbein aukaspyrna er dæmd (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist. Fótbolti Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Þetta þýðir að ef að leikmenn renna til við framkvæmd vítaspyrnu í næstu umferð Bestu deildarinnar, og sparka boltanum óvart í stoðfótinn en skora samt úr spyrnunni, þá mega þeir núna endurtaka spyrnuna. Áður hefði óbein aukaspyrna verið dæmd fyrir mótherjana. Þessi breytta regla tekur gildi um allan heim þann 1. júlí en hefur þegar tekið gildi á Íslandi, samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Nýja reglan mun því til dæmis gilda þegar stelpurnar okkar spila á EM í Sviss en mótið hefst eftir rúma viku, 2. júlí. Ráðist var í breytingar á reglunni eftir afar sárt tap Atlético Madrid gegn Real Madrid í vítaspyrnukeppni, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Julian Alvárez skoraði þar úr sínu víti en markið stóð ekki því hann snerti boltann með báðum fótum. Þjálfarinn Diego Simeone var æfur yfir þessari ákvörðun og spurði á blaðamannafundi eftir leik hvort að einhver hefði í raun og veru séð Alvárez snerta boltann tvisvar. Ef nýja reglan hefði verið í gildi þá hefði Alvárez fengið að endurtaka spyrnuna, því hann var augljóslega ekki að reyna að snerta boltann tvisvar. Reglan er núna svona: •Spyrnandinn sparkar boltanum óviljandi með báðum fótum samtímis, eða snertir boltann óviljandi með stöðufætinum strax eftir spyrnuna: ■ Ef mark er skorað, er vítaspyrnan endurtekin. ■ Ef mark er ekki skorað, er dæmd óbein aukaspyrna (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist. • Spyrnandinn sparkar boltanum viljandi með báðum fótum, eða snertir boltann öðru sinni viljandi áður en hann hefur snert annan leikmann: ■ Óbein aukaspyrna er dæmd (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist.
Fótbolti Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira