Nýbakaðir foreldrar og óbökuð loforð Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2025 16:02 Í mars 2024 lagði þáverandi ríkisstjórn fram aðgerðarpakka til að styðja við kjarasamninga til næstu fjögurra ára. Meðal annars var boðað að hækka skyldi hámarksgreiðslur fæðingarorlofsgreiðslna upp í 900 þúsund kr. á mánuði í þremur skrefum. Það þótti nauðsynlegt til að ná fram sáttum og klára kjarasamninga. Þessum breytingum var náð fram í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, var gestur í Kastljósi á mánudagskvöld þar sem ýmis mál voru til umræðu. Auk þess að saka minnihluta Alþingis um málflutning í falsfréttastíl sagði ráðherrann að ríkisstjórn hennar væri búin að leggja fram „umbótamál fyrir fólk í fæðingarorlofi“. Hér er rétt að staldra ögn við. Í stefnuræðu sinni við upphaf yfirstandandi þings sagði forsætisráðherra stolt frá vikulegum þingflokksfundum stjórnarflokkanna og einhug ríkisstjórnarinnar um öll mál sem fram væru komin á þingmálaskrá. Síðan hefur reyndar komið í ljós að meintur einhugur var bara í orði en ekki borði. Auk þessa kom fram að ríkisstjórnin ætlaði vitaskuld að leggja fram alls konar mál, sem er vel enda skylda ríkisstjórnarinnar. Þegar betur er að gáð má þó sjá að ríkisstjórnin hefur alls ekki klárað dæmið, enn vantar fjöldan allan af málum. Frumvarp um hlutdeildarlán er hvergi að finna, enn er beðið eftir boðuðum bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, frumvarpi um fjármagnskostnað húsnæðisfélaga án hagnaðarsjónarmiða, nú eða uppbyggingu einingahúsa. Eitt er ljóst, ríkisstjórninni ætlar ekki að takast að vera sú verkstjórn sem hún lofaði að vera. Það eitt að halda á dagskrárvaldi Alþingis hefur nú reynst þeim ofviða. Samfylkingin lagði mikla áherslu á velferðarmál í kosningabaráttunni og bar þar einna hæst tal þeirra um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Margar fjölskyldur í landinu treystu því að Samfylkingin kæmi til með að standa við stóru orðin um að breyta kerfinu enn frekar en þau loforð virðast þegar upp er staðið hafa verið innantóm. Í stefnuræðu sinni sagði forsætisráðherra: ,,Fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu munu sömuleiðis skipta sköpum fyrir marga með frumvarpi í mars til að bæta hag fjölburaforeldra, lengja fæðingarorlof foreldra sem veikjast á meðgöngu eða eftir fæðingu og tryggja að hærri greiðslur gangi til allra foreldra sem eru í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þá verða fæðingarstyrkir námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar hækkaðir um 30 þúsund krónur á mánuði.“ Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi sem snýr að réttindum fjölburaforeldra og veikinda á meðgöngu. Þetta eru bæði þarfar og góðar breytingar og vert að fagna. Hins vegar hefur ráðherra ekki lagt fram neinar breytingar sem snúa að enn stærri hópi fólks, þ.e. foreldrum í orlofi sem eiga ekki rétt á þeim hækkunum á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði sem tóku gildi 1. janúar nú eða fæðingarstyrkjum námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar. Hvað hefur orðið af því loforði sem forsætisráðherra gaf í stefnuræðu sinni? Ljóst er að þær eru ófáar fjölskyldurnar sem stækkuðu eða urðu til fyrir áramót og foreldrarnir því þurft að taka fæðingarorlof árið 2025 en fengið 100 þúsund krónum lægri greiðslur á foreldri en foreldrar barna fæddra eftir áramót. Hvers vegna lagði ráðherra ekki fram þær breytingar sem boðaðar höfðu verið? Er það vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ekki áhuga á því að styðja frekar við barnafjölskyldur í landinu eða vegna þess að forsætisráðherra lofaði einfaldlega upp í ermina á sér? Ekki er þó öll von úti. Enn geta stjórnarliðar sýnt vilja sinn í verki með því að greiða atkvæði með breytingartillögu minnihluta velferðarnefndar um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, sem kemur upphaflega frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem tekur á því að greiðslur muni hækka til allra þeirra foreldra sem eiga rétt á fæðingarorlofi hverju sinni en ekki aðeins þeirra sem eiga börnin sín á réttum tíma. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Kjaramál Fæðingarorlof Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í mars 2024 lagði þáverandi ríkisstjórn fram aðgerðarpakka til að styðja við kjarasamninga til næstu fjögurra ára. Meðal annars var boðað að hækka skyldi hámarksgreiðslur fæðingarorlofsgreiðslna upp í 900 þúsund kr. á mánuði í þremur skrefum. Það þótti nauðsynlegt til að ná fram sáttum og klára kjarasamninga. Þessum breytingum var náð fram í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, var gestur í Kastljósi á mánudagskvöld þar sem ýmis mál voru til umræðu. Auk þess að saka minnihluta Alþingis um málflutning í falsfréttastíl sagði ráðherrann að ríkisstjórn hennar væri búin að leggja fram „umbótamál fyrir fólk í fæðingarorlofi“. Hér er rétt að staldra ögn við. Í stefnuræðu sinni við upphaf yfirstandandi þings sagði forsætisráðherra stolt frá vikulegum þingflokksfundum stjórnarflokkanna og einhug ríkisstjórnarinnar um öll mál sem fram væru komin á þingmálaskrá. Síðan hefur reyndar komið í ljós að meintur einhugur var bara í orði en ekki borði. Auk þessa kom fram að ríkisstjórnin ætlaði vitaskuld að leggja fram alls konar mál, sem er vel enda skylda ríkisstjórnarinnar. Þegar betur er að gáð má þó sjá að ríkisstjórnin hefur alls ekki klárað dæmið, enn vantar fjöldan allan af málum. Frumvarp um hlutdeildarlán er hvergi að finna, enn er beðið eftir boðuðum bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, frumvarpi um fjármagnskostnað húsnæðisfélaga án hagnaðarsjónarmiða, nú eða uppbyggingu einingahúsa. Eitt er ljóst, ríkisstjórninni ætlar ekki að takast að vera sú verkstjórn sem hún lofaði að vera. Það eitt að halda á dagskrárvaldi Alþingis hefur nú reynst þeim ofviða. Samfylkingin lagði mikla áherslu á velferðarmál í kosningabaráttunni og bar þar einna hæst tal þeirra um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Margar fjölskyldur í landinu treystu því að Samfylkingin kæmi til með að standa við stóru orðin um að breyta kerfinu enn frekar en þau loforð virðast þegar upp er staðið hafa verið innantóm. Í stefnuræðu sinni sagði forsætisráðherra: ,,Fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu munu sömuleiðis skipta sköpum fyrir marga með frumvarpi í mars til að bæta hag fjölburaforeldra, lengja fæðingarorlof foreldra sem veikjast á meðgöngu eða eftir fæðingu og tryggja að hærri greiðslur gangi til allra foreldra sem eru í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þá verða fæðingarstyrkir námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar hækkaðir um 30 þúsund krónur á mánuði.“ Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi sem snýr að réttindum fjölburaforeldra og veikinda á meðgöngu. Þetta eru bæði þarfar og góðar breytingar og vert að fagna. Hins vegar hefur ráðherra ekki lagt fram neinar breytingar sem snúa að enn stærri hópi fólks, þ.e. foreldrum í orlofi sem eiga ekki rétt á þeim hækkunum á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði sem tóku gildi 1. janúar nú eða fæðingarstyrkjum námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar. Hvað hefur orðið af því loforði sem forsætisráðherra gaf í stefnuræðu sinni? Ljóst er að þær eru ófáar fjölskyldurnar sem stækkuðu eða urðu til fyrir áramót og foreldrarnir því þurft að taka fæðingarorlof árið 2025 en fengið 100 þúsund krónum lægri greiðslur á foreldri en foreldrar barna fæddra eftir áramót. Hvers vegna lagði ráðherra ekki fram þær breytingar sem boðaðar höfðu verið? Er það vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ekki áhuga á því að styðja frekar við barnafjölskyldur í landinu eða vegna þess að forsætisráðherra lofaði einfaldlega upp í ermina á sér? Ekki er þó öll von úti. Enn geta stjórnarliðar sýnt vilja sinn í verki með því að greiða atkvæði með breytingartillögu minnihluta velferðarnefndar um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, sem kemur upphaflega frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem tekur á því að greiðslur muni hækka til allra þeirra foreldra sem eiga rétt á fæðingarorlofi hverju sinni en ekki aðeins þeirra sem eiga börnin sín á réttum tíma. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar