„Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. júní 2025 20:02 Þau tímamót urðu í dag að þingmenn í minni- og meirihluta atvinnuveganefndar, þeir Ólafur Adolfsson Sjálfstæðisflokki og Eiríkur Björn Björgvinsson þingmaður Viðreisnar, voru sammála um tölur sem fram hafa komið varðandi veiðigjaldafrumvarpið. Vísir Allt stefnir í að met verði slegið í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi sem er þegar sú sjöunda lengsta í sögunni. Framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd segir staðfest að meirihluti nefndarinnar hafi reiknað veiðigjaldið rétt, þvert á það sem minnihlutinn hafi haldið fram. Þingfundur stóð fram til klukkan rúmlega þrjú í nótt og enn eina ferðina voru þingmenn stjórnarandstöðunnar þeir einu sem ræddu um breytingar á veiðigjöldum. Önnur umræða um veiðigjaldið hófst svo formlega að nýju um klukkan fjögur í dag sjöunda daginn í röð. Umræða um málið er nú þegar orðin um áttatíu og ein klukkustund og er í sjöunda sæti yfir lengstu umræðu um þingmál síðan Alþingi var sameinað í eina málstofu 1991. Meirihluti atvinnuveganefndar hafi verið með réttar tölur Þingmenn minnihlutans á Alþingi hafa í vikunni sagt forsendur veiðigjaldafrumvarpsins brostnar því tölur og útreikningar hafi reynst rangir. Atvinnuveganefnd fékk ríkisskattstjóra og skrifstofustjóra atvinnuvegaráðuneytisins á fund til sín í morgun til að fá úr þessu skorið. Eiríkur Björn Björgvinsson fyrsti varaformaður nefndarinnar, þingmaður Viðreisnar og framsögumaður málsins, segir að í ljós hafi komið að meirihluti nefndarinnar hafi haft rétt fyrir sér, Réttar tölur Skattsins hafi legið fyrir strax frá 10. júní og þær hafi verið kynntar nefndinni 12. júní. „Það var staðfest á fundi nefndarinnar í dag að þau gögn sem við höfum verið að vinna með og hafa verið lögð fram í nefndaráliti meirihlutans eru réttar tölur. Það leiðir til þess miðað við útreikninga frá 2023 og 2024 að verði frumvarpið að lögum með breytingartillögum meirihlutans verður veiðigjaldið alls 17,7 milljarðar króna,“ segir Eiríkur Sammála um töluna Ólafur Adofsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tekur undir það að tölurnar séu réttar en telur enn rétt að vísa málinu frá. „Þessi fundur í morgun var góður og nefndin er ásátt um að við ætlum að miða við sömu tölu sem er rúmlega 57 krónur á kíló,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvort það þýði 17,7 milljarða í heildarveiðigjöld, svarar Ólafur því játandi. Hann segir þó að þetta muni litlu breyta varðandi afstöðu Sjálfstæðisflokksins til frumvarpsins. „Hún breytist að því leyti að menn eru alla vega að vinna með sömu tölu. En miðað við þær umsagnir sem hafa verið gerðar og upphaflega frumvarpið þá eru áhyggjurnar enn fyrir hendi. Ég geri fastlega ráð fyrir því að málið verði rætt áfram. Jafnvel um langa hríð ef stjórnarmeirihlutinn tekur ekki sönsum og dregur málið til baka, segir Ólafur“ Í kvöldfréttum Sýnar var missagt að Eiríkur Björn Björgvinsson væri formaður atvinnuveganefndar hið rétta er að hann er fyrsti varaformaður og framsögumaður málsins í nefndinni. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Sjá meira
Þingfundur stóð fram til klukkan rúmlega þrjú í nótt og enn eina ferðina voru þingmenn stjórnarandstöðunnar þeir einu sem ræddu um breytingar á veiðigjöldum. Önnur umræða um veiðigjaldið hófst svo formlega að nýju um klukkan fjögur í dag sjöunda daginn í röð. Umræða um málið er nú þegar orðin um áttatíu og ein klukkustund og er í sjöunda sæti yfir lengstu umræðu um þingmál síðan Alþingi var sameinað í eina málstofu 1991. Meirihluti atvinnuveganefndar hafi verið með réttar tölur Þingmenn minnihlutans á Alþingi hafa í vikunni sagt forsendur veiðigjaldafrumvarpsins brostnar því tölur og útreikningar hafi reynst rangir. Atvinnuveganefnd fékk ríkisskattstjóra og skrifstofustjóra atvinnuvegaráðuneytisins á fund til sín í morgun til að fá úr þessu skorið. Eiríkur Björn Björgvinsson fyrsti varaformaður nefndarinnar, þingmaður Viðreisnar og framsögumaður málsins, segir að í ljós hafi komið að meirihluti nefndarinnar hafi haft rétt fyrir sér, Réttar tölur Skattsins hafi legið fyrir strax frá 10. júní og þær hafi verið kynntar nefndinni 12. júní. „Það var staðfest á fundi nefndarinnar í dag að þau gögn sem við höfum verið að vinna með og hafa verið lögð fram í nefndaráliti meirihlutans eru réttar tölur. Það leiðir til þess miðað við útreikninga frá 2023 og 2024 að verði frumvarpið að lögum með breytingartillögum meirihlutans verður veiðigjaldið alls 17,7 milljarðar króna,“ segir Eiríkur Sammála um töluna Ólafur Adofsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tekur undir það að tölurnar séu réttar en telur enn rétt að vísa málinu frá. „Þessi fundur í morgun var góður og nefndin er ásátt um að við ætlum að miða við sömu tölu sem er rúmlega 57 krónur á kíló,“ segir Ólafur. Aðspurður um hvort það þýði 17,7 milljarða í heildarveiðigjöld, svarar Ólafur því játandi. Hann segir þó að þetta muni litlu breyta varðandi afstöðu Sjálfstæðisflokksins til frumvarpsins. „Hún breytist að því leyti að menn eru alla vega að vinna með sömu tölu. En miðað við þær umsagnir sem hafa verið gerðar og upphaflega frumvarpið þá eru áhyggjurnar enn fyrir hendi. Ég geri fastlega ráð fyrir því að málið verði rætt áfram. Jafnvel um langa hríð ef stjórnarmeirihlutinn tekur ekki sönsum og dregur málið til baka, segir Ólafur“ Í kvöldfréttum Sýnar var missagt að Eiríkur Björn Björgvinsson væri formaður atvinnuveganefndar hið rétta er að hann er fyrsti varaformaður og framsögumaður málsins í nefndinni.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Sjá meira