Fundurinn er haldinn í húsakynnum HMS í Borgartúni 21 en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum á hms.is/streymi eða hér að neðan.
HMS tók yfir málaflokk brunabótamats árið 2022 og er tilgangur Vegvísisins um bætt brunabótamat að fara yfir þá reynslu og þekkingu sem HMS hefur öðlast, stöðu brunabótamats á Íslandi, samfélagslegt mikilvægi þess, lærdóminn af endurmati brunabótamats í Grindavík og áhrif brunabótamats á tekjur ríkissjóðs.

Dagskrá
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra
Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteigna HMS
Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS
Fundarstjóri: Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS