Norgaard hefur verið hjá Brentford síðustu sex ár og félagið er tilbúið að láta hann fara fyrir tæpar tíu milljónir punda. Thomas Frank, fyrrum stjóri Brentford sem tók nýlega við Tottenham, sýndi einnig áhuga en hitt liðið í norðurhluta Lundúna virðist vera að klófesta hann.
Arsenal er í leit að nýjum miðjumönnum eftir að Jorginho fór til Flamengo í Brasilíu og ákveðið var að framlengja ekki samning Thomas Partey.
Félagið sækist einnig eftir Martin Zubimendi, spænskum miðjumanni Real Sociedad, og er svo að ganga frá kaupum á varamarkmanninum Kepa Arrizabalaga.
Norgaard bauðst að ganga til liðs við Chelsea og Liverpool síðasta sumar en ákvað að halda kyrru fyrir hjá Brentford og skrifaði undir tveggja ára samning, en nú þegar þjálfarinn Thomas Frank er farinn er talið að tíma Norgaard hjá félaginu sé lokið.