„Augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júní 2025 12:13 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að dala á meðan að Samfylkingin bætir við sig í nýjustu könnun Maskínu. Þó að Miðflokkurinn sé hástökkvari mánaðarins segir stjórnmálafræðingur könnuna skýrt merki um að málflutningur stjórnarandstöðunnar sé ekki að borga sig. Miðflokkurinn bætir mest við sig á milli mánaða í nýjustu könnun Maskínu eða 3,3 prósentustig og mælist nú með 13 prósenta fylgi. Miðflokkur og Samfylking bæta við sig Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og mælist nú með 28,1 prósenta fylgi eftir að hafa fengið 20,8 prósent atkvæða í alþingiskosningum í lok nóvember. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala sem mælist nú með 17,3 prósenta fylgi eftir að hafa hlotið 19,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi frá könnun í maímánuði og mælist nú með 6,6 prósent atkvæða sem er rúmlega helmingur af atkvæðum flokksins í síðustu kosningum. Fylgi Viðreisnar dalar einnig og mælist nú 15,3 prósent. Lítil sem engin breyting hefur orðið á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Gengi ríkisstjórnarinnar það besta frá hruni Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir það merkilegt að ríkisstjórnin haldi enn um 50 prósenta fylgi sem sé óvenjulegt þegar meira en sex mánuðir eru liðnir frá kosningum ef litið er til síðustu ára. „Það lang merkilegasta við þessa könnun er að eftir sjö mánuði frá kosningum hafa styrkleika hlutföllin á milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna ekkert breyst. Allar götur frá hruni hefur það verið þannig að ríkisstjórnin byrjar með mjög gott gengi, kannski 60 prósent stuðning alveg eins og núverandi ríkisstjórn. Þetta hefur farið mjög hratt niður hjá öllum öðrum ríkisstjórnum. Það að ríkisstjórnin hafi haldið sínu fylgi í sjö mánuði er heldur betra en hjá öllum öðrum ríkisstjórnum eftir hrun. Stjórnarandstaðan getur ekki verið ánægð með þessar tölur.“ Hann bendir á að í síðustu kosningum hlutu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír sem nú eru á þingi um 37 prósent atkvæða samtals og mælast nú með svipað fylgi. „Þegar Miðflokkurinn fer upp þá fer Sjálfstæðisflokkurinn niður og öfugt. Það bendir til þess að þessir tveir hægriflokkar séu að sækja í sama kjósendamarkaðinn en þeim hefur ekkert tekist að stækka þann markað á þessum sjö mánuðum sem liðnir eru frá kosningum.“ Tafarleiki og málþóf borgi sig ekki Hann segir könnuna merki um að barátta stjórnarandstöðunnar á þingi sé ekki að skila sér í auknu fylgi. „Það er náttúrulega bara augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist að ná til sín einhverjum nýjum kjósendum. Hún hefur verið með mjög harkalega stjórnarandstöðu á þingi og hefur verið með tafarleika og málþóf en það virðist ekki vera að skila stjórnarandstöðunni nokkrum sköpuðum hlut. Að minnsta kosti ekki ennþá.“ Hann segir of snemmt að segja til um hvort Flokkur fólksins sé kominn í fallbaráttu þó að fylgi flokksins hafi dalað frá kosningum. „Flokkur fólksins hefur tapað verulegu fylgi frá kosningunum svo líklega hefur töluvert fylgi farið af Flokki fólksins til Samfylkingarinnar. Þó skal hafa í huga að á undanförnum árum hefur það oft gerst að fylgi Samfylkingarinnar er ofmælt í könnunum á milli kosninga og Flokkur fólksins er vanmældur. Hann hefur lent í nokkrum stórsjóum, Flokkur fólksins, en aðallega held ég að þeir muni hugga sig við að vita að fylgi Flokk fólksins alveg frá því að flokkurinn kom fyrst fram hefur fylgið mælst mun minna í könnunum en Flokkur fólksins hefur svo fengið upp úr kössunum.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Miðflokkurinn bætir mest við sig á milli mánaða í nýjustu könnun Maskínu eða 3,3 prósentustig og mælist nú með 13 prósenta fylgi. Miðflokkur og Samfylking bæta við sig Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og mælist nú með 28,1 prósenta fylgi eftir að hafa fengið 20,8 prósent atkvæða í alþingiskosningum í lok nóvember. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala sem mælist nú með 17,3 prósenta fylgi eftir að hafa hlotið 19,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi frá könnun í maímánuði og mælist nú með 6,6 prósent atkvæða sem er rúmlega helmingur af atkvæðum flokksins í síðustu kosningum. Fylgi Viðreisnar dalar einnig og mælist nú 15,3 prósent. Lítil sem engin breyting hefur orðið á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Gengi ríkisstjórnarinnar það besta frá hruni Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir það merkilegt að ríkisstjórnin haldi enn um 50 prósenta fylgi sem sé óvenjulegt þegar meira en sex mánuðir eru liðnir frá kosningum ef litið er til síðustu ára. „Það lang merkilegasta við þessa könnun er að eftir sjö mánuði frá kosningum hafa styrkleika hlutföllin á milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna ekkert breyst. Allar götur frá hruni hefur það verið þannig að ríkisstjórnin byrjar með mjög gott gengi, kannski 60 prósent stuðning alveg eins og núverandi ríkisstjórn. Þetta hefur farið mjög hratt niður hjá öllum öðrum ríkisstjórnum. Það að ríkisstjórnin hafi haldið sínu fylgi í sjö mánuði er heldur betra en hjá öllum öðrum ríkisstjórnum eftir hrun. Stjórnarandstaðan getur ekki verið ánægð með þessar tölur.“ Hann bendir á að í síðustu kosningum hlutu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír sem nú eru á þingi um 37 prósent atkvæða samtals og mælast nú með svipað fylgi. „Þegar Miðflokkurinn fer upp þá fer Sjálfstæðisflokkurinn niður og öfugt. Það bendir til þess að þessir tveir hægriflokkar séu að sækja í sama kjósendamarkaðinn en þeim hefur ekkert tekist að stækka þann markað á þessum sjö mánuðum sem liðnir eru frá kosningum.“ Tafarleiki og málþóf borgi sig ekki Hann segir könnuna merki um að barátta stjórnarandstöðunnar á þingi sé ekki að skila sér í auknu fylgi. „Það er náttúrulega bara augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist að ná til sín einhverjum nýjum kjósendum. Hún hefur verið með mjög harkalega stjórnarandstöðu á þingi og hefur verið með tafarleika og málþóf en það virðist ekki vera að skila stjórnarandstöðunni nokkrum sköpuðum hlut. Að minnsta kosti ekki ennþá.“ Hann segir of snemmt að segja til um hvort Flokkur fólksins sé kominn í fallbaráttu þó að fylgi flokksins hafi dalað frá kosningum. „Flokkur fólksins hefur tapað verulegu fylgi frá kosningunum svo líklega hefur töluvert fylgi farið af Flokki fólksins til Samfylkingarinnar. Þó skal hafa í huga að á undanförnum árum hefur það oft gerst að fylgi Samfylkingarinnar er ofmælt í könnunum á milli kosninga og Flokkur fólksins er vanmældur. Hann hefur lent í nokkrum stórsjóum, Flokkur fólksins, en aðallega held ég að þeir muni hugga sig við að vita að fylgi Flokk fólksins alveg frá því að flokkurinn kom fyrst fram hefur fylgið mælst mun minna í könnunum en Flokkur fólksins hefur svo fengið upp úr kössunum.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira