Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2025 14:50 Elsti íbúi Fámjin ekur fyrsta bílnum í gegn við fögnuð viðstaddra. Landsverk Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. Göngin eru 1.200 metra löng. Þau leysa af 400 metra háan fjallveg til þorpsins Fámjins en þar búa um áttatíu manns. Hinn gangamunninn opnast við þorpið Øravík. Um áttatíu manns búa í þorpinu Fámjin á Suðurey.Landsverk Enginn vegtollur verður innheimtur í þessum göngum, frekar en öðrum jarðgöngum Færeyinga á landi í gegnum fjöll. Þar er eingöngu rukkað í neðansjávargöng milli eyja. Lúðrasveitin Tvøroyrar Hornorkestur lék í gangamunnanum.Landsverk Göngunum var fagnað með lúðrablæstri Tvøroyrar Hornorkestur. Að loknum ræðuhöldum var öllum viðstöddum boðið að þiggja veitingar undir harmonikkuleik í samkomutjaldi sem komið hafði verið upp við höfnina í Fámjin. Séð yfir Fámjin. Örnefnið þýkir skrítið. Ein kenningin er sú að það sé dregið af brimlöðrinu sem gjarnan myndast fyrir utan víkina. Þetta sé þannig skylt orðinu „foam“ í enskri tungu.Wikimedia/Erik Christensen Fámjin-göngin reyndust mun dýrari en búist var við. Upphaflega var áætlað að þau myndu kosta 150 milljónir danskra króna, eða um 2,9 milljarða íslenskra. Bergið sem borað var í gegnum reyndist hins vegar lélegt auk þess sem skriðuföll úr fjallinu trufluðu verkið. Reyndist endalegur kostnaður 285 milljónir danskra króna, eða um 5,4 milljarðar íslenskra króna. Hér má heyra um lykilinn að velgengni Færeyinga í jarðgangagerð: Færeyjar Samgöngur Byggðamál Vegtollar Vegagerð Tengdar fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Suðureyjargöng milli Sandeyjar og Suðureyjar, sem yrðu lengstu jarðgöng Færeyja, náðu ekki í gegnum Lögþingið fyrir sumarleyfi þess, eins og að hafði verið stefnt. Þess í stað var málinu í dag vísað til frekari skoðunar í fjárlaganefnd þingsins. 19. maí 2025 22:35 Færeyingar fagna tvennum göngum Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. 22. desember 2024 06:46 Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Göngin eru 1.200 metra löng. Þau leysa af 400 metra háan fjallveg til þorpsins Fámjins en þar búa um áttatíu manns. Hinn gangamunninn opnast við þorpið Øravík. Um áttatíu manns búa í þorpinu Fámjin á Suðurey.Landsverk Enginn vegtollur verður innheimtur í þessum göngum, frekar en öðrum jarðgöngum Færeyinga á landi í gegnum fjöll. Þar er eingöngu rukkað í neðansjávargöng milli eyja. Lúðrasveitin Tvøroyrar Hornorkestur lék í gangamunnanum.Landsverk Göngunum var fagnað með lúðrablæstri Tvøroyrar Hornorkestur. Að loknum ræðuhöldum var öllum viðstöddum boðið að þiggja veitingar undir harmonikkuleik í samkomutjaldi sem komið hafði verið upp við höfnina í Fámjin. Séð yfir Fámjin. Örnefnið þýkir skrítið. Ein kenningin er sú að það sé dregið af brimlöðrinu sem gjarnan myndast fyrir utan víkina. Þetta sé þannig skylt orðinu „foam“ í enskri tungu.Wikimedia/Erik Christensen Fámjin-göngin reyndust mun dýrari en búist var við. Upphaflega var áætlað að þau myndu kosta 150 milljónir danskra króna, eða um 2,9 milljarða íslenskra. Bergið sem borað var í gegnum reyndist hins vegar lélegt auk þess sem skriðuföll úr fjallinu trufluðu verkið. Reyndist endalegur kostnaður 285 milljónir danskra króna, eða um 5,4 milljarðar íslenskra króna. Hér má heyra um lykilinn að velgengni Færeyinga í jarðgangagerð:
Færeyjar Samgöngur Byggðamál Vegtollar Vegagerð Tengdar fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Suðureyjargöng milli Sandeyjar og Suðureyjar, sem yrðu lengstu jarðgöng Færeyja, náðu ekki í gegnum Lögþingið fyrir sumarleyfi þess, eins og að hafði verið stefnt. Þess í stað var málinu í dag vísað til frekari skoðunar í fjárlaganefnd þingsins. 19. maí 2025 22:35 Færeyingar fagna tvennum göngum Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. 22. desember 2024 06:46 Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Suðureyjargöng milli Sandeyjar og Suðureyjar, sem yrðu lengstu jarðgöng Færeyja, náðu ekki í gegnum Lögþingið fyrir sumarleyfi þess, eins og að hafði verið stefnt. Þess í stað var málinu í dag vísað til frekari skoðunar í fjárlaganefnd þingsins. 19. maí 2025 22:35
Færeyingar fagna tvennum göngum Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. 22. desember 2024 06:46
Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27