Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir skrifar 26. júní 2025 16:33 Heilbrigðiskerfið okkar stendur á tímamótum. Á síðustu árum hafa sérhagsmunir, ekki síst sjálfstætt starfandi lækna, náð sífellt meiri áhrifum í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem birt var 24. júní 2025, dregur fram í dagsljósið áhyggjuefni sem margir hafa þagað um – en sem við sem höfum staðið í pólitískum verkum höfum reynt að halda til haga. Ég er þakklát fyrir þessa skýrslu. Hún staðfestir m.a. það sem ég stóð fyrir sem heilbrigðisráðherra árin 2017–2021: að samningar ríkisins við sjálfstætt starfandi lækna þurfi að byggja á gagnsæi, samræmi og hagsmunum heildarkerfisins – ekki þrýstingi og sérhagsmunum sérgreinalækna. Staðreyndirnar tala sínu máli Nokkur dæmi um niðurstöður Ríkisendurskoðunar valin af handahófi segja sína sögu: - Kostnaður við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna jókst um 68% frá 2019 til 2023 – úr 9,7 milljörðum í 16,3 milljarða króna. - Eftirlit með starfseminni var brotakennt og á tímabili vart til staðar, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. - Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað látið undan kröfum sérgreinalækna án þess að leggja fram kostnaðarmat eða áhrifagreiningar á opinbera heilbrigðisþjónustu. - Ekki hefur verið metið hvaða áhrif samningar við sérfræðilækna hafa á Landspítala eða aðrar opinberar stofnanir – þó ljóst sé að samkeppnisstaðan er orðin verulega skökk. Þegar ríkið lætur undan Á mínum tíma í embætti heilbrigðisráðherra bar ég meðal annars ábyrgð á að verja stöðu hins opinbera, einkum Landspítala og heilbrigðisstofnana, gagnvart vaxandi þrýstingi frá læknastéttinni. Það var ekki auðvelt. Öflugir þrýstihópar beittu sér, og áróðurinn gegn mér og ráðuneytinu var harður. En ég stóð fast á því að samningar yrðu ekki gerðir að geðþótta – heldur með framtíð opinbera kerfisins og hagsmuni almennings í huga. Það er því þungbært að sjá að síðan ég lét af embætti hefur undanhaldið greinilega orðið of mikið. Núverandi samningar eru bæði kostnaðarsamir og illa rökstuddir. Að mínu mati hafa stjórnvöld engan veginn staðið sig í því að verja almannahagsmuni. Það sem verra er: við höfum ekki bara misst yfirsýn – heldur einnig frumkvæði. Við getum ekki byggt réttlátt heilbrigðiskerfi ef einkahagsmunir fá að stýra forgangsröðun og fjármagni. Hvað þarf að gera nú? 1. Tryggja að samningar við sjálfstætt starfandi lækna komi ekki niður á starfsemi opinberra heilbrigðisstofnana. 2. Binda greiðslur við heildarmat á raunverulegri þörf, gæðum, gagnsæi og ábyrgð – og fylgja þeim mælikvörðum eftir. 3. Endurskilgreina og styrkja samningsstöðu ríkisins: Sjúkratryggingar verða að hafa fulla burði, gögn og pólitískt bakland til að auka gagnsæi og standa gegn ósanngjörnum kröfum. 4. Tryggja forgangsröðun opinbera kerfisins í þágu almennings – þar sem Landspítali og heilbrigðisstofnanir njóta virðingar og trausts, ekki stöðugs aðhalds og tortryggni. Lokaorð Við sem höfum setið við borðið vitum að þetta snýst ekki um óbeit á atvinnurekstri eða sjálfstætt starfandi læknum. Heldur ábyrgð. Það er ekki sanngjarnt – og ekki sjálfbært – að ríkissjóður greiði æ hærri upphæðir til einkaaðila án þess að vanda til verka með skýr markmið um þá þjónustu sem verið er að kaupa. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er ákall um breytingar. Spurningin er: eru núverandi stjórnvöld tilbúin að bregðast við? Höfundur er formaður Vinstri grænna og var heilbrigðisráðherra 2017–2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Sjúkratryggingar Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar stendur á tímamótum. Á síðustu árum hafa sérhagsmunir, ekki síst sjálfstætt starfandi lækna, náð sífellt meiri áhrifum í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem birt var 24. júní 2025, dregur fram í dagsljósið áhyggjuefni sem margir hafa þagað um – en sem við sem höfum staðið í pólitískum verkum höfum reynt að halda til haga. Ég er þakklát fyrir þessa skýrslu. Hún staðfestir m.a. það sem ég stóð fyrir sem heilbrigðisráðherra árin 2017–2021: að samningar ríkisins við sjálfstætt starfandi lækna þurfi að byggja á gagnsæi, samræmi og hagsmunum heildarkerfisins – ekki þrýstingi og sérhagsmunum sérgreinalækna. Staðreyndirnar tala sínu máli Nokkur dæmi um niðurstöður Ríkisendurskoðunar valin af handahófi segja sína sögu: - Kostnaður við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna jókst um 68% frá 2019 til 2023 – úr 9,7 milljörðum í 16,3 milljarða króna. - Eftirlit með starfseminni var brotakennt og á tímabili vart til staðar, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. - Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað látið undan kröfum sérgreinalækna án þess að leggja fram kostnaðarmat eða áhrifagreiningar á opinbera heilbrigðisþjónustu. - Ekki hefur verið metið hvaða áhrif samningar við sérfræðilækna hafa á Landspítala eða aðrar opinberar stofnanir – þó ljóst sé að samkeppnisstaðan er orðin verulega skökk. Þegar ríkið lætur undan Á mínum tíma í embætti heilbrigðisráðherra bar ég meðal annars ábyrgð á að verja stöðu hins opinbera, einkum Landspítala og heilbrigðisstofnana, gagnvart vaxandi þrýstingi frá læknastéttinni. Það var ekki auðvelt. Öflugir þrýstihópar beittu sér, og áróðurinn gegn mér og ráðuneytinu var harður. En ég stóð fast á því að samningar yrðu ekki gerðir að geðþótta – heldur með framtíð opinbera kerfisins og hagsmuni almennings í huga. Það er því þungbært að sjá að síðan ég lét af embætti hefur undanhaldið greinilega orðið of mikið. Núverandi samningar eru bæði kostnaðarsamir og illa rökstuddir. Að mínu mati hafa stjórnvöld engan veginn staðið sig í því að verja almannahagsmuni. Það sem verra er: við höfum ekki bara misst yfirsýn – heldur einnig frumkvæði. Við getum ekki byggt réttlátt heilbrigðiskerfi ef einkahagsmunir fá að stýra forgangsröðun og fjármagni. Hvað þarf að gera nú? 1. Tryggja að samningar við sjálfstætt starfandi lækna komi ekki niður á starfsemi opinberra heilbrigðisstofnana. 2. Binda greiðslur við heildarmat á raunverulegri þörf, gæðum, gagnsæi og ábyrgð – og fylgja þeim mælikvörðum eftir. 3. Endurskilgreina og styrkja samningsstöðu ríkisins: Sjúkratryggingar verða að hafa fulla burði, gögn og pólitískt bakland til að auka gagnsæi og standa gegn ósanngjörnum kröfum. 4. Tryggja forgangsröðun opinbera kerfisins í þágu almennings – þar sem Landspítali og heilbrigðisstofnanir njóta virðingar og trausts, ekki stöðugs aðhalds og tortryggni. Lokaorð Við sem höfum setið við borðið vitum að þetta snýst ekki um óbeit á atvinnurekstri eða sjálfstætt starfandi læknum. Heldur ábyrgð. Það er ekki sanngjarnt – og ekki sjálfbært – að ríkissjóður greiði æ hærri upphæðir til einkaaðila án þess að vanda til verka með skýr markmið um þá þjónustu sem verið er að kaupa. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er ákall um breytingar. Spurningin er: eru núverandi stjórnvöld tilbúin að bregðast við? Höfundur er formaður Vinstri grænna og var heilbrigðisráðherra 2017–2021.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun