Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson skrifar 26. júní 2025 17:32 Ekki var fyrr búið að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka en stjórn bankans (sem sækir umboð sitt til fyrri eigenda) rýkur til og boðar til hluthafafundar á mánudaginn kemur, 30. júní svo hægt sé að greiða lykilstarfsfólki bónusa. Er þetta virkilega það brýnasta sem stjórn bankans þarf að takast á við eftir að rúm 40% hluta í bankanum hafa verið seldir almenningi? Oftar en ekki læðist að manni sá grunur að stjórnir t.d. banka með dreifða eignaraðild séu, þegar kemur að launamálum stjórnenda, lítið annað en peð í höndum stjórnendanna. Fyrir hluthafafundinum liggur tillaga um „kaupaukakerfi“ eða bónusa. Margt er við þessa tillögu að athuga sem þarfnast miklu betri skoðunar og útlistunar á hvernig komi til með að virka. Eftir að almenningur eignaðist jafn stóran hlut í Íslandsbanka og raun ber vitni þá er það lágmark að tillögur til aðalfundar séu þannig fram settar að þær séu skiljanlegar venjulegu fólki og með þeim fylgi dæmi sem sýni hvernig bónusarnir eru reiknaðir m.v. tilgreindar forsendur. Ekkert lært – öllu gleymt Þjóðin horfði upp á hvernig yfirgengilegir bónusar voru greiddir út úr fyrirtækjum fyrir hrun og áttu sinn þátt í fjárhagshruninu sem slíku, að ekki sé minnst á siðferðilega hrunið, hvernig þjóðinni var daglega misboðið með framferði hrunverja í aðdraganda þess. Bónusar áttu ekki upp á pallborðið fyrstu árin eftir hrun en nú skal láta á það reyna að félag í eigu almennings og lífeyrissjóðanna fari að greiða stjórnendum bónusa. Í ritinu Íslenskir lífeyrissjóðir sem kom út í lok síðasta árs er viðtal við Árna Guðmundsson fyrrum framkvæmdstjóra lífeyrissjóðsins Gildis þar sem m.a. er komið inn á baráttu þeirra sem hluthafa við ráðandi öfl innan fyrirtækja þar sem þeir máttu einir heyja baráttu fyrir sjónarmiðum almennings við lítinn skilning stjórnenda og annarra hluthafa. Í viðtalinu segir Árni m.a.: „Við lögðum áherslu á að kaupaukar, kaupréttir, bónusar eða hvað sem menn vilja kalla það, að þessar greiðslur séu settar í samhengi við föst laun viðkomandi. Það á ekki að greiða einhverjum tíu milljónir á mánuði og síðan aukalega ef hann stendur sig vel. Ef þú færð svona há laun, þá áttu að standa þig vel, það á ekki að þurfa að verðlauna það frekar. Við höfum einnig beitt okkur fyrir sýnileika og að dæmi sé skýrt – hvað geta bónusgreiðslur orðið háar ef allt kikkar inn.“ Svo mörg voru þau orð. Eftir að ríkið seldi sinn hlut í Íslandsbanka virðist núna eiga að ríða á vaðið eins og allt sem gerðist fyrir hrun sé löngu gleymt og að menn hafi ekkert lært. Ætla Lífeyrissjóðurstarfsm. ríkisins, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brú lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður, Lífsverk lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn og Festa lífeyrissjóður að láta það um sig spyrjast að erindi þeirra á hluthafafundi bankans sé framar öðru að sjá til þess að lykilstarfsmenn í bankanum fái kaupauka til viðbótar við föst laun þeirra, sem vel að merkja, eru ekki skorin við nögl. Framangreindir lífeyrissjóðir eiga samtals fjórðung í bankanum eru því stærsti einstaki eigandi bankans og geta ráðið því hvort af þessu verður. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ekki var fyrr búið að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka en stjórn bankans (sem sækir umboð sitt til fyrri eigenda) rýkur til og boðar til hluthafafundar á mánudaginn kemur, 30. júní svo hægt sé að greiða lykilstarfsfólki bónusa. Er þetta virkilega það brýnasta sem stjórn bankans þarf að takast á við eftir að rúm 40% hluta í bankanum hafa verið seldir almenningi? Oftar en ekki læðist að manni sá grunur að stjórnir t.d. banka með dreifða eignaraðild séu, þegar kemur að launamálum stjórnenda, lítið annað en peð í höndum stjórnendanna. Fyrir hluthafafundinum liggur tillaga um „kaupaukakerfi“ eða bónusa. Margt er við þessa tillögu að athuga sem þarfnast miklu betri skoðunar og útlistunar á hvernig komi til með að virka. Eftir að almenningur eignaðist jafn stóran hlut í Íslandsbanka og raun ber vitni þá er það lágmark að tillögur til aðalfundar séu þannig fram settar að þær séu skiljanlegar venjulegu fólki og með þeim fylgi dæmi sem sýni hvernig bónusarnir eru reiknaðir m.v. tilgreindar forsendur. Ekkert lært – öllu gleymt Þjóðin horfði upp á hvernig yfirgengilegir bónusar voru greiddir út úr fyrirtækjum fyrir hrun og áttu sinn þátt í fjárhagshruninu sem slíku, að ekki sé minnst á siðferðilega hrunið, hvernig þjóðinni var daglega misboðið með framferði hrunverja í aðdraganda þess. Bónusar áttu ekki upp á pallborðið fyrstu árin eftir hrun en nú skal láta á það reyna að félag í eigu almennings og lífeyrissjóðanna fari að greiða stjórnendum bónusa. Í ritinu Íslenskir lífeyrissjóðir sem kom út í lok síðasta árs er viðtal við Árna Guðmundsson fyrrum framkvæmdstjóra lífeyrissjóðsins Gildis þar sem m.a. er komið inn á baráttu þeirra sem hluthafa við ráðandi öfl innan fyrirtækja þar sem þeir máttu einir heyja baráttu fyrir sjónarmiðum almennings við lítinn skilning stjórnenda og annarra hluthafa. Í viðtalinu segir Árni m.a.: „Við lögðum áherslu á að kaupaukar, kaupréttir, bónusar eða hvað sem menn vilja kalla það, að þessar greiðslur séu settar í samhengi við föst laun viðkomandi. Það á ekki að greiða einhverjum tíu milljónir á mánuði og síðan aukalega ef hann stendur sig vel. Ef þú færð svona há laun, þá áttu að standa þig vel, það á ekki að þurfa að verðlauna það frekar. Við höfum einnig beitt okkur fyrir sýnileika og að dæmi sé skýrt – hvað geta bónusgreiðslur orðið háar ef allt kikkar inn.“ Svo mörg voru þau orð. Eftir að ríkið seldi sinn hlut í Íslandsbanka virðist núna eiga að ríða á vaðið eins og allt sem gerðist fyrir hrun sé löngu gleymt og að menn hafi ekkert lært. Ætla Lífeyrissjóðurstarfsm. ríkisins, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brú lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður, Lífsverk lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn og Festa lífeyrissjóður að láta það um sig spyrjast að erindi þeirra á hluthafafundi bankans sé framar öðru að sjá til þess að lykilstarfsmenn í bankanum fái kaupauka til viðbótar við föst laun þeirra, sem vel að merkja, eru ekki skorin við nögl. Framangreindir lífeyrissjóðir eiga samtals fjórðung í bankanum eru því stærsti einstaki eigandi bankans og geta ráðið því hvort af þessu verður. Höfundur er hagfræðingur.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun