Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson skrifar 26. júní 2025 17:32 Ekki var fyrr búið að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka en stjórn bankans (sem sækir umboð sitt til fyrri eigenda) rýkur til og boðar til hluthafafundar á mánudaginn kemur, 30. júní svo hægt sé að greiða lykilstarfsfólki bónusa. Er þetta virkilega það brýnasta sem stjórn bankans þarf að takast á við eftir að rúm 40% hluta í bankanum hafa verið seldir almenningi? Oftar en ekki læðist að manni sá grunur að stjórnir t.d. banka með dreifða eignaraðild séu, þegar kemur að launamálum stjórnenda, lítið annað en peð í höndum stjórnendanna. Fyrir hluthafafundinum liggur tillaga um „kaupaukakerfi“ eða bónusa. Margt er við þessa tillögu að athuga sem þarfnast miklu betri skoðunar og útlistunar á hvernig komi til með að virka. Eftir að almenningur eignaðist jafn stóran hlut í Íslandsbanka og raun ber vitni þá er það lágmark að tillögur til aðalfundar séu þannig fram settar að þær séu skiljanlegar venjulegu fólki og með þeim fylgi dæmi sem sýni hvernig bónusarnir eru reiknaðir m.v. tilgreindar forsendur. Ekkert lært – öllu gleymt Þjóðin horfði upp á hvernig yfirgengilegir bónusar voru greiddir út úr fyrirtækjum fyrir hrun og áttu sinn þátt í fjárhagshruninu sem slíku, að ekki sé minnst á siðferðilega hrunið, hvernig þjóðinni var daglega misboðið með framferði hrunverja í aðdraganda þess. Bónusar áttu ekki upp á pallborðið fyrstu árin eftir hrun en nú skal láta á það reyna að félag í eigu almennings og lífeyrissjóðanna fari að greiða stjórnendum bónusa. Í ritinu Íslenskir lífeyrissjóðir sem kom út í lok síðasta árs er viðtal við Árna Guðmundsson fyrrum framkvæmdstjóra lífeyrissjóðsins Gildis þar sem m.a. er komið inn á baráttu þeirra sem hluthafa við ráðandi öfl innan fyrirtækja þar sem þeir máttu einir heyja baráttu fyrir sjónarmiðum almennings við lítinn skilning stjórnenda og annarra hluthafa. Í viðtalinu segir Árni m.a.: „Við lögðum áherslu á að kaupaukar, kaupréttir, bónusar eða hvað sem menn vilja kalla það, að þessar greiðslur séu settar í samhengi við föst laun viðkomandi. Það á ekki að greiða einhverjum tíu milljónir á mánuði og síðan aukalega ef hann stendur sig vel. Ef þú færð svona há laun, þá áttu að standa þig vel, það á ekki að þurfa að verðlauna það frekar. Við höfum einnig beitt okkur fyrir sýnileika og að dæmi sé skýrt – hvað geta bónusgreiðslur orðið háar ef allt kikkar inn.“ Svo mörg voru þau orð. Eftir að ríkið seldi sinn hlut í Íslandsbanka virðist núna eiga að ríða á vaðið eins og allt sem gerðist fyrir hrun sé löngu gleymt og að menn hafi ekkert lært. Ætla Lífeyrissjóðurstarfsm. ríkisins, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brú lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður, Lífsverk lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn og Festa lífeyrissjóður að láta það um sig spyrjast að erindi þeirra á hluthafafundi bankans sé framar öðru að sjá til þess að lykilstarfsmenn í bankanum fái kaupauka til viðbótar við föst laun þeirra, sem vel að merkja, eru ekki skorin við nögl. Framangreindir lífeyrissjóðir eiga samtals fjórðung í bankanum eru því stærsti einstaki eigandi bankans og geta ráðið því hvort af þessu verður. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ekki var fyrr búið að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka en stjórn bankans (sem sækir umboð sitt til fyrri eigenda) rýkur til og boðar til hluthafafundar á mánudaginn kemur, 30. júní svo hægt sé að greiða lykilstarfsfólki bónusa. Er þetta virkilega það brýnasta sem stjórn bankans þarf að takast á við eftir að rúm 40% hluta í bankanum hafa verið seldir almenningi? Oftar en ekki læðist að manni sá grunur að stjórnir t.d. banka með dreifða eignaraðild séu, þegar kemur að launamálum stjórnenda, lítið annað en peð í höndum stjórnendanna. Fyrir hluthafafundinum liggur tillaga um „kaupaukakerfi“ eða bónusa. Margt er við þessa tillögu að athuga sem þarfnast miklu betri skoðunar og útlistunar á hvernig komi til með að virka. Eftir að almenningur eignaðist jafn stóran hlut í Íslandsbanka og raun ber vitni þá er það lágmark að tillögur til aðalfundar séu þannig fram settar að þær séu skiljanlegar venjulegu fólki og með þeim fylgi dæmi sem sýni hvernig bónusarnir eru reiknaðir m.v. tilgreindar forsendur. Ekkert lært – öllu gleymt Þjóðin horfði upp á hvernig yfirgengilegir bónusar voru greiddir út úr fyrirtækjum fyrir hrun og áttu sinn þátt í fjárhagshruninu sem slíku, að ekki sé minnst á siðferðilega hrunið, hvernig þjóðinni var daglega misboðið með framferði hrunverja í aðdraganda þess. Bónusar áttu ekki upp á pallborðið fyrstu árin eftir hrun en nú skal láta á það reyna að félag í eigu almennings og lífeyrissjóðanna fari að greiða stjórnendum bónusa. Í ritinu Íslenskir lífeyrissjóðir sem kom út í lok síðasta árs er viðtal við Árna Guðmundsson fyrrum framkvæmdstjóra lífeyrissjóðsins Gildis þar sem m.a. er komið inn á baráttu þeirra sem hluthafa við ráðandi öfl innan fyrirtækja þar sem þeir máttu einir heyja baráttu fyrir sjónarmiðum almennings við lítinn skilning stjórnenda og annarra hluthafa. Í viðtalinu segir Árni m.a.: „Við lögðum áherslu á að kaupaukar, kaupréttir, bónusar eða hvað sem menn vilja kalla það, að þessar greiðslur séu settar í samhengi við föst laun viðkomandi. Það á ekki að greiða einhverjum tíu milljónir á mánuði og síðan aukalega ef hann stendur sig vel. Ef þú færð svona há laun, þá áttu að standa þig vel, það á ekki að þurfa að verðlauna það frekar. Við höfum einnig beitt okkur fyrir sýnileika og að dæmi sé skýrt – hvað geta bónusgreiðslur orðið háar ef allt kikkar inn.“ Svo mörg voru þau orð. Eftir að ríkið seldi sinn hlut í Íslandsbanka virðist núna eiga að ríða á vaðið eins og allt sem gerðist fyrir hrun sé löngu gleymt og að menn hafi ekkert lært. Ætla Lífeyrissjóðurstarfsm. ríkisins, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brú lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður, Lífsverk lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn og Festa lífeyrissjóður að láta það um sig spyrjast að erindi þeirra á hluthafafundi bankans sé framar öðru að sjá til þess að lykilstarfsmenn í bankanum fái kaupauka til viðbótar við föst laun þeirra, sem vel að merkja, eru ekki skorin við nögl. Framangreindir lífeyrissjóðir eiga samtals fjórðung í bankanum eru því stærsti einstaki eigandi bankans og geta ráðið því hvort af þessu verður. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar