„í góðu lagi“ er nýtt vottunarkerfi verkalýðsfélaga og garðyrkjunnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júní 2025 20:05 Knútur og Helena í Friðheimum fá hér staðfestingu á vottuninni frá Halldóru Sigríði formanni Bárunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson „í góðu lagi“ er nýtt vottunarkerfi, sem tók formlega í gildi í dag en kerfið sýnir að vinnustaðir fari eftir kjarasamningum og reglum vinnumarkaðarins. Garðyrkjubændur ríða á vaðið með nýja kerfið í samvinnu við Báruna stéttarfélag, Framsýn stéttarfélag og Sölufélag garðyrkjumanna. Það var gaman að koma í Friðheima í Reykholti í Bláskógabyggð í dag og verða vitni af því þegar fyrirtækin fengu vottun frá verkalýðsfélögunum. Skrifað var undir nýja vottunarkerfið í einu af gróðurhúsunum í Friðheimum en kerfið byggir meðal annars á trausti, gagnsæi og sanngirni þegar kjarasamningar og reglur vinnumarkaðarins eru annars vegar. Þau fyrirtæki, sem fengu vottun í dag voru Garðyrkjustöðin Friðheimar, Garðyrkjustöðin Hveravellir og Gróðrarstöðin Ártangi. „Þetta er stór dagur í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar að við séum að taka hér upp ákveðið vottunarkerfi fyrir vinnustaði, sem eru til fyrirmyndar á landsvísu,“ segir Aðalsteinn A. Baldursson, formaður Framsýnar. „Þetta er bara stór dagur og stuðlar að heilbrigðari vinnumarkaði og beri samskiptum á milli okkar því okkur er alltaf legið á hálsi að berjast á banaspjótum en það er nú ekki reyndin því samvinna er í rauninni best fyrir alla aðila og við erum að stuðla að góðri samvinnu hér í dag,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar. „Við erum alveg rosalega stolt af þessu verkefni og framtaki og líka þessu skemmtilega og góða samstarfi með Framsýn og Bárunni,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Kristín Linda Sveinsdóttir, sem er markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og garðyrkjubændur eru hæstánægðir með nýja vottunarkerfið. „Mér finnst bara gaman að starfsfólk geti séð að við erum að gera góða hluti fyrir það og að þau hafa traust á okkur,“ segir Freydís Gunnarsdóttir hjá Ártanga. Freydís ásamt Úlfi sínum þegar hún fékk vottunina staðfesta frá Halldóru Sigríði formanni Bárunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þegar fólk fer út í búð og kaupir kryddið frá Freydísi þá sér það að það er búið að votta það að þriðja aðila að hún er að gera gott við sitt fólk,“ segir Knútur Rafn Ármann hjá Friðheimum. Þetta er alveg til fyrirmyndar þetta verkefni eða hvað? “Já, við erum mjög stolt af því, það er æðislegt,“ segir þau Freydís og Knútur. Heimasíða verkefnisins Garðyrkjubændurnir á Hveravöllum eru hér hæstánægðir með sína vottun frá Aðalsteini formanni Framsýnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skrifað var undir nýja vottunarkerfið í einu af gróðurhúsunum í Friðheimum en kerfið byggir meðal annars á trausti, gagnsæi og sanngirni þegar kjarasamningar og reglur vinnumarkaðarins eru annars vegar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Garðyrkja Vinnumarkaður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Það var gaman að koma í Friðheima í Reykholti í Bláskógabyggð í dag og verða vitni af því þegar fyrirtækin fengu vottun frá verkalýðsfélögunum. Skrifað var undir nýja vottunarkerfið í einu af gróðurhúsunum í Friðheimum en kerfið byggir meðal annars á trausti, gagnsæi og sanngirni þegar kjarasamningar og reglur vinnumarkaðarins eru annars vegar. Þau fyrirtæki, sem fengu vottun í dag voru Garðyrkjustöðin Friðheimar, Garðyrkjustöðin Hveravellir og Gróðrarstöðin Ártangi. „Þetta er stór dagur í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar að við séum að taka hér upp ákveðið vottunarkerfi fyrir vinnustaði, sem eru til fyrirmyndar á landsvísu,“ segir Aðalsteinn A. Baldursson, formaður Framsýnar. „Þetta er bara stór dagur og stuðlar að heilbrigðari vinnumarkaði og beri samskiptum á milli okkar því okkur er alltaf legið á hálsi að berjast á banaspjótum en það er nú ekki reyndin því samvinna er í rauninni best fyrir alla aðila og við erum að stuðla að góðri samvinnu hér í dag,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar. „Við erum alveg rosalega stolt af þessu verkefni og framtaki og líka þessu skemmtilega og góða samstarfi með Framsýn og Bárunni,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Kristín Linda Sveinsdóttir, sem er markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og garðyrkjubændur eru hæstánægðir með nýja vottunarkerfið. „Mér finnst bara gaman að starfsfólk geti séð að við erum að gera góða hluti fyrir það og að þau hafa traust á okkur,“ segir Freydís Gunnarsdóttir hjá Ártanga. Freydís ásamt Úlfi sínum þegar hún fékk vottunina staðfesta frá Halldóru Sigríði formanni Bárunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þegar fólk fer út í búð og kaupir kryddið frá Freydísi þá sér það að það er búið að votta það að þriðja aðila að hún er að gera gott við sitt fólk,“ segir Knútur Rafn Ármann hjá Friðheimum. Þetta er alveg til fyrirmyndar þetta verkefni eða hvað? “Já, við erum mjög stolt af því, það er æðislegt,“ segir þau Freydís og Knútur. Heimasíða verkefnisins Garðyrkjubændurnir á Hveravöllum eru hér hæstánægðir með sína vottun frá Aðalsteini formanni Framsýnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skrifað var undir nýja vottunarkerfið í einu af gróðurhúsunum í Friðheimum en kerfið byggir meðal annars á trausti, gagnsæi og sanngirni þegar kjarasamningar og reglur vinnumarkaðarins eru annars vegar. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Garðyrkja Vinnumarkaður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira