City vann riðilinn og sleppur líklega við Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2025 20:57 Jeremy Doku fagnar hér laglegu marki sínu fyrir Manchester City í Flórída í kvöld. Getty/Dan Mullan Manchester City varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna alla þrjá leiki sína í riðlinum á heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum. City vann 5-2 sigur á Juventus í lokaleik riðilsins og tryggði sér efsta sætið. Ítalska liðinu nægði jafntefli til að vinna riðilinn eftir tvo stórsigra fyrr í mótinu. Þrátt fyrir tapið þá komst Juventus einnig áfram í sextán liða úrslitin. City sleppur líklega við það að mæta Real Madrid í sextán liða úrslitunum því sigurvegari G-riðilsins (City) mætir liðinu sem endar í öðru sæti í H-riðli. Úrslitin í H-riðli ráðast ekki fyrr en í kvöld. Real Madrid mætir þá Red Bull Salzburg en bæði lið eru í efsta sæti riðilsins með fjögur stig. Al-Hilal er með tvö stig og ætti að tryggja sig áfram með sigri á Pachuca á sama tíma. Manchester City sleppur líka við þann hluta útsláttarkeppninnar þar sem eru Paris Saint Germain og Bayern München. Jérémy Doku kom City yfir strax á níundu umferð með laglegri afgreiðslu eftir sendingu frá Rayan Ait Nouri. Juventus jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar þegar Teun Koopmeiners komst inn í spyrnu markvarðarins Ederson frá marki City. Matheus Nunes átti mikinn þátt í að City komst yfir þegar hann sendi boltann fyrir markið á 26. mínútu og Pierre Kalulu sendi hann í eigið mark á klaufalegan hátt. City var með mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en samt bara 2-1 yfir. Erling Braut Haaland kom inn á sem varamaður í hálfleik og kom City í 3-1 á 52. mínútu eftir aðra stoðsendingu frá Nunes. Þetta var þrjú hundruðasta mark Norðmannsins á ferlinum fyrir bæði félagslið og landslið. Haaland átti líka mikinn þátt í fjórða markinu sem varamaðurinn Phil Foden skoraði af stuttu færi á 69. mínútu en stoðsendingin var frá Savinho. Foden var þarna nýkominn inn á völlinn. Savinho skoraði fimmta markið á 75. mínútu með þrumuskoti í slá og inn eftir stórsókn City liðsins. Úrslitin löngu ráðin. Juventus lagði stöðuna í 5-2 á 84. mínútu með marki Dusan Vlahovic sem slapp í gegn um vörn City eftir stoðsendingu frá Kenan Yildiz. HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
City vann 5-2 sigur á Juventus í lokaleik riðilsins og tryggði sér efsta sætið. Ítalska liðinu nægði jafntefli til að vinna riðilinn eftir tvo stórsigra fyrr í mótinu. Þrátt fyrir tapið þá komst Juventus einnig áfram í sextán liða úrslitin. City sleppur líklega við það að mæta Real Madrid í sextán liða úrslitunum því sigurvegari G-riðilsins (City) mætir liðinu sem endar í öðru sæti í H-riðli. Úrslitin í H-riðli ráðast ekki fyrr en í kvöld. Real Madrid mætir þá Red Bull Salzburg en bæði lið eru í efsta sæti riðilsins með fjögur stig. Al-Hilal er með tvö stig og ætti að tryggja sig áfram með sigri á Pachuca á sama tíma. Manchester City sleppur líka við þann hluta útsláttarkeppninnar þar sem eru Paris Saint Germain og Bayern München. Jérémy Doku kom City yfir strax á níundu umferð með laglegri afgreiðslu eftir sendingu frá Rayan Ait Nouri. Juventus jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar þegar Teun Koopmeiners komst inn í spyrnu markvarðarins Ederson frá marki City. Matheus Nunes átti mikinn þátt í að City komst yfir þegar hann sendi boltann fyrir markið á 26. mínútu og Pierre Kalulu sendi hann í eigið mark á klaufalegan hátt. City var með mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en samt bara 2-1 yfir. Erling Braut Haaland kom inn á sem varamaður í hálfleik og kom City í 3-1 á 52. mínútu eftir aðra stoðsendingu frá Nunes. Þetta var þrjú hundruðasta mark Norðmannsins á ferlinum fyrir bæði félagslið og landslið. Haaland átti líka mikinn þátt í fjórða markinu sem varamaðurinn Phil Foden skoraði af stuttu færi á 69. mínútu en stoðsendingin var frá Savinho. Foden var þarna nýkominn inn á völlinn. Savinho skoraði fimmta markið á 75. mínútu með þrumuskoti í slá og inn eftir stórsókn City liðsins. Úrslitin löngu ráðin. Juventus lagði stöðuna í 5-2 á 84. mínútu með marki Dusan Vlahovic sem slapp í gegn um vörn City eftir stoðsendingu frá Kenan Yildiz.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira