„Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. júní 2025 16:52 Stefán Hrafn Jónsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir margar skoðanakannanir ágætar en samt sem áður sé auðvelt að gera mistök við framkvæmd þeirra. Málið snúist um hversu nákvæmt svar rannsakendurnir vilji. Skoðanakannanir birtast oft á fjölmiðlum og segja til um allt frá fylgi stjórnmálaflokka til hver uppáhalds jólasveinn landsmanna sé. Eflaust eru einhverjir sem velta fyrir sér hversu áreiðanlegar kannanirnar séu í raun. „Þær eru í grunninn alveg ágætar,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. „Það eru tvær leiðir til að fá villu. Hvort þeir sem svara endurspegli þjóðina og hvort hún mæli það sem hún á að mæla. Það eru feykilega mörg tækifæri til að klúðra þessum þáttum.“ Það vakti athygli blaðamanns að í könnun framkvæmdri af Gallup sem fjallað var um á Viðskiptablaðinu voru einungis 399 manns sem svöruðu spurningu um veiðigjöld. Stefán Hrafn segir að ekki sé til nákvæm tala fyrir hversu marga þarf að spyrja til að niðurstaðan endurspegli skoðanir íslensku þjóðarinnar. „Það er ekki til ein tala, það fer eftir því hversu nákvæmt svarið er en mér finnst miklu stærri spurning hvernig voru þessir fjögur hundruð manns valdir,“ segir hann. Stefán Hrafn tekur sem dæmi kannanir framkvæmdar á vefsíðu Bylgjunnar en þar velja þeir sem sjá könnunina sjálfir hvort þeir taki þátt eða ekki. „Þar eru einstaklingar sem eru viljugir og hlusta á Bylgjunna og það er ekki víst að þeir endurspegli alla Íslendinga.“ Fer eftir hversu mikla óvissu fólk sættir sig við Málið snúist um hversu nákvæm svör sá sem rannsakar vill fá. „Það er almennt í þessum bransa þá setur þú fram niðurstöður með 95 prósent vissu. Algengast er að fjölmiðlar birti bara prósentuna, fimmtíu prósent en ekki 45 til 55 prósent með 95 prósenta vissu. Það fer ekki eins vel í lesendur þessi óvissa en allar kannanir eru með einhverja óvissu,“ segir Stefán Hrafn. Hann tekur sem dæmi að ef fjögur hundruð manns taki þátt í könnun og helmingur þeirra segist ósammála en hinn helmingurinn sammála sé skoðun Íslendinga á bilinu 45 til 55 prósent. „Skiptir það máli hvort það sé 45 eða 55 prósent? Jú þetta er sitthvoru megin við helming og við viljum vita hvort þetta sé helmingur þjóðarinnar.“ Hins vegar ef að fjögur þúsund manns taki þátt minnkar bilið niður í 48,4 til 51,5 prósent. „Til að svara hversu marga þarf til að lýsa ákveðnum hóp svara ég oft; hversu mikla óvissu sættir þú þig við?“ Fólk vandi sig við framkvæmdina Stefán Hrafn tekur einnig fram að oft eru framkvæmdar athuganir innanhúss hjá fyrirtækum sem framkvæma skoðanakannanir til að athuga hversu áreiðanlegar þær eru. „En það er ekki oft sem það eru birtar fréttir um það. Þær tæknilegu aðferðir eru svo leiðinlegar, þær eru ekkert til að bæta í fréttirnar,“ segir Stefán. „Fólk vandar sig á bak við og afhendir svo vöru og þannig byggir þú upp traust og orðspor.“ Erfiðara að fá fólk til að taka þátt Stefán Hrafn segir það sífellt erfiðara að fá nógu hátt svarhlutfall í skoðanakönnunum. „Það hefur verið erfiðara að fá gott svarhlutfall. Fólk er orðið svo þreytt á skoðanakönnunum,“ segir hann. „Unga fólkið skráir oft ekki símanúmerið sitt svo segjum að þú sért með 25 ára karlmann í úrtakinu gæti verið engin leið að finna hann af því hann skráir ekki símanúmerið sitt.“ Að auki eru oft margir sem svari ekki símanum þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Skoðanakannanir Vísindi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Skoðanakannanir birtast oft á fjölmiðlum og segja til um allt frá fylgi stjórnmálaflokka til hver uppáhalds jólasveinn landsmanna sé. Eflaust eru einhverjir sem velta fyrir sér hversu áreiðanlegar kannanirnar séu í raun. „Þær eru í grunninn alveg ágætar,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. „Það eru tvær leiðir til að fá villu. Hvort þeir sem svara endurspegli þjóðina og hvort hún mæli það sem hún á að mæla. Það eru feykilega mörg tækifæri til að klúðra þessum þáttum.“ Það vakti athygli blaðamanns að í könnun framkvæmdri af Gallup sem fjallað var um á Viðskiptablaðinu voru einungis 399 manns sem svöruðu spurningu um veiðigjöld. Stefán Hrafn segir að ekki sé til nákvæm tala fyrir hversu marga þarf að spyrja til að niðurstaðan endurspegli skoðanir íslensku þjóðarinnar. „Það er ekki til ein tala, það fer eftir því hversu nákvæmt svarið er en mér finnst miklu stærri spurning hvernig voru þessir fjögur hundruð manns valdir,“ segir hann. Stefán Hrafn tekur sem dæmi kannanir framkvæmdar á vefsíðu Bylgjunnar en þar velja þeir sem sjá könnunina sjálfir hvort þeir taki þátt eða ekki. „Þar eru einstaklingar sem eru viljugir og hlusta á Bylgjunna og það er ekki víst að þeir endurspegli alla Íslendinga.“ Fer eftir hversu mikla óvissu fólk sættir sig við Málið snúist um hversu nákvæm svör sá sem rannsakar vill fá. „Það er almennt í þessum bransa þá setur þú fram niðurstöður með 95 prósent vissu. Algengast er að fjölmiðlar birti bara prósentuna, fimmtíu prósent en ekki 45 til 55 prósent með 95 prósenta vissu. Það fer ekki eins vel í lesendur þessi óvissa en allar kannanir eru með einhverja óvissu,“ segir Stefán Hrafn. Hann tekur sem dæmi að ef fjögur hundruð manns taki þátt í könnun og helmingur þeirra segist ósammála en hinn helmingurinn sammála sé skoðun Íslendinga á bilinu 45 til 55 prósent. „Skiptir það máli hvort það sé 45 eða 55 prósent? Jú þetta er sitthvoru megin við helming og við viljum vita hvort þetta sé helmingur þjóðarinnar.“ Hins vegar ef að fjögur þúsund manns taki þátt minnkar bilið niður í 48,4 til 51,5 prósent. „Til að svara hversu marga þarf til að lýsa ákveðnum hóp svara ég oft; hversu mikla óvissu sættir þú þig við?“ Fólk vandi sig við framkvæmdina Stefán Hrafn tekur einnig fram að oft eru framkvæmdar athuganir innanhúss hjá fyrirtækum sem framkvæma skoðanakannanir til að athuga hversu áreiðanlegar þær eru. „En það er ekki oft sem það eru birtar fréttir um það. Þær tæknilegu aðferðir eru svo leiðinlegar, þær eru ekkert til að bæta í fréttirnar,“ segir Stefán. „Fólk vandar sig á bak við og afhendir svo vöru og þannig byggir þú upp traust og orðspor.“ Erfiðara að fá fólk til að taka þátt Stefán Hrafn segir það sífellt erfiðara að fá nógu hátt svarhlutfall í skoðanakönnunum. „Það hefur verið erfiðara að fá gott svarhlutfall. Fólk er orðið svo þreytt á skoðanakönnunum,“ segir hann. „Unga fólkið skráir oft ekki símanúmerið sitt svo segjum að þú sért með 25 ára karlmann í úrtakinu gæti verið engin leið að finna hann af því hann skráir ekki símanúmerið sitt.“ Að auki eru oft margir sem svari ekki símanum þrátt fyrir ítrekuð símtöl.
Skoðanakannanir Vísindi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira