Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2025 15:31 Eva Nyström og Danielle van de Donk í baráttu í vítateignum, þegar ótrúlegur klaufaskapur Finna hófst í aðdraganda seinna marks Hollands. Getty/Roy Lazet Finnar hafa nú spilað sinn síðasta æfingaleik áður en að þeir mæta Íslandi í fyrsta leik á EM kvenna í fótbolta næsta miðvikudag. Þær finnsku fengu á sig tvö afar klaufaleg mörk í Hollandi í gær og var það seinna alveg sérstaklega slysalegt. Það er engin skömm að því að tapa 2-1 gegn einu besta liði Evrópu, Hollendingum, og það á útivelli. Vivianne Miedema skoraði bæði mörk Hollands og er greinilega klár í slaginn fyrir EM. En mörkin sem Miedema skoraði eru einhver þau auðveldustu sem hún hefur gert á ferlinum enda fengin á silfurfati frá Finnum. Þau má sjá hér að neðan. Fyrra markið kemur eftir 30 sekúndur og það seinna eftir 2:10 mínútur. Hin 23 ára gamla Anna Koivunen, markvörður Djurgården í Svíþjóð, stóð í marki Finnlands í gær. Í fyrra markinu sem Holland skoraði hafði hún reynt stutta sendingu frá marki sem gerði Hollendingum kleyft að komast í boltann og skora auðveldlega. Seinna markið kom svo eftir ótrúlegan misskilning á milli Koivunen og varnarmanna finnska liðsins. Danielle van de Donk féll við í teignum og meiddist, sem gæti hafa truflað Finnana, en að minnsta kosti tók enginn boltann fyrr en að Miedema áttaði sig á aðstæðum og potaði boltanum í markið. Markið minnir óneitanlega á það þegar Ívar Ingimarsson og félagar í vörn íslenska karlalandsliðsins töldu að dómarinn í leik gegn Svíum árið 2007 hefði blásið í flautuna og hættu að spila, svo að Svíar skoruðu auðvelt mark. Finnar náðu að minnka muninn á lokamínútunni gegn Hollandi í gær þegar Oona Siren komst einhvern veginn í gegnum miðjan vítateig Hollands og skoraði. Mikið hefur verið um meiðsli hjá finnska liðinu síðustu mánuði en nú vonast Finnar til þess að liðið nái að smella saman áður en Evrópumótið hefst næsta miðvikudag. Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma þann dag. Fyrst spilar Ísland hins vegar vináttulandsleik við Serbíu sem hefst klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. Leikurinn er í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Það er engin skömm að því að tapa 2-1 gegn einu besta liði Evrópu, Hollendingum, og það á útivelli. Vivianne Miedema skoraði bæði mörk Hollands og er greinilega klár í slaginn fyrir EM. En mörkin sem Miedema skoraði eru einhver þau auðveldustu sem hún hefur gert á ferlinum enda fengin á silfurfati frá Finnum. Þau má sjá hér að neðan. Fyrra markið kemur eftir 30 sekúndur og það seinna eftir 2:10 mínútur. Hin 23 ára gamla Anna Koivunen, markvörður Djurgården í Svíþjóð, stóð í marki Finnlands í gær. Í fyrra markinu sem Holland skoraði hafði hún reynt stutta sendingu frá marki sem gerði Hollendingum kleyft að komast í boltann og skora auðveldlega. Seinna markið kom svo eftir ótrúlegan misskilning á milli Koivunen og varnarmanna finnska liðsins. Danielle van de Donk féll við í teignum og meiddist, sem gæti hafa truflað Finnana, en að minnsta kosti tók enginn boltann fyrr en að Miedema áttaði sig á aðstæðum og potaði boltanum í markið. Markið minnir óneitanlega á það þegar Ívar Ingimarsson og félagar í vörn íslenska karlalandsliðsins töldu að dómarinn í leik gegn Svíum árið 2007 hefði blásið í flautuna og hættu að spila, svo að Svíar skoruðu auðvelt mark. Finnar náðu að minnka muninn á lokamínútunni gegn Hollandi í gær þegar Oona Siren komst einhvern veginn í gegnum miðjan vítateig Hollands og skoraði. Mikið hefur verið um meiðsli hjá finnska liðinu síðustu mánuði en nú vonast Finnar til þess að liðið nái að smella saman áður en Evrópumótið hefst næsta miðvikudag. Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma þann dag. Fyrst spilar Ísland hins vegar vináttulandsleik við Serbíu sem hefst klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. Leikurinn er í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira