Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 27. júní 2025 16:03 Þegar fjallað er um niðurstöður PISA 2022 eru neikvæðir þættir gjarna dregnir fram en minna fjallað um jákvæða þætti sem þar má sannarlega einnig finna. Í skýrslunni segir að meirihluti íslenskra 15 ára nemenda upplifi almennt góða líðan í skólanum. Um 80% nemenda telja sig tilheyra skólasamfélaginu og 78% þeirra upplifa að kennarar sýni þeim umhyggju og hafi áhuga á líðan þeirra (MMS, 2023). Þá verður 88% nemenda ekki fyrir einelti og 30% þeirra finna sjaldan eða aldrei fyrir kvíða (Stjórnarráðið, 2023). Þessar niðurstöður bera vott um styrkleika skólakerfisins, en einnig um mikilvægi þess að hlúa þarf áfram að félagslegri og tilfinningalegri velferð nemenda. Menntastefna stjórnvalda til ársins 2030 undirstrikar að menntakerfið eigi að styðja við heildræna velferð nemenda og efla þá til þátttöku í lýðræðissamfélagi, með áherslu á jafnrétti, sjálfbærni og manngildi (Menntastefna til 2030). Þar er skýr krafa um að skólinn rækti félagslegt og lýðræðislegt hlutverk sitt og efli nemendur til að takast á við áskoranir lífsins af virðingu, ábyrgð og samkennd. Í anda Aðalnámskrár grunnskóla (2013) á skólastarf að byggja á velferð nemenda, gagnkvæmu trausti, öryggi og virku samstarfi heimila og skóla. Til þess að ná þessum markmiðum er mikilvægt að grípa til eftirfarandi aðgerða: Stuðla áfram að traustum og virðingarríkum tengslum milli nemenda og kennara. Þar þurfa foreldrar að vera virkir þátttakendur sem og samfélagið allt. Bjóða upp á fjölbreyttar og sveigjanlegar námsleiðir sem taka mið af áhugasviði og hæfni hvers og eins. Hefja verklegt nám fyrr og hafa fjölbreytni og val í öndvegi. Auka vægi skapandi greina og lista til að rækta tjáningu, sjálfsvitund og skapandi og gagnrýna hugsun. Efla þátttöku nemenda í ákvarðanatöku og sjálfsmati til að byggja upp seiglu og trú á eigin getu. Skapa öruggan skólabrag sem einkennist af umhyggju, ábyrgð og samkennd. Styrkja samstarf heimila og skóla með áherslu á velferð barnsins. Tryggja snemmtækan stuðning við tilfinningaleg og félagsleg vandamál. Þegar þessar aðgerðir eru samofnar daglegu skólastarfi verður skólinn ekki aðeins vettvangur náms heldur líka uppeldis og styrkingar, þar sem börn læra að trúa á eigið ágæti og verða að heilsteyptum einstaklingum. Í ljósi þessara stefnuáherslna hvetja fræðimenn og talsmenn barnavelferðar til róttækra aðgerða. Í nýlegri grein Gríms Atlasonar er kallað eftir heildstæðri stefnu þar sem barnæska er ekki mótuð af þörfum markaðar heldur velferð fjölskyldna (Vísir, 2025). Lagt er til að veita fjölskyldum raunverulegan stuðning og tryggja að menntakerfið þróist út frá þroska og lífsgæðum barna fremur en mælanlegum afköstum. Þá benda Kolbrún Þ. Pálsdóttir og Kristján Kristjánsson í grein sinni ,,Farsæld sem markmið menntunar: Ákall um aðgerðir” í TUM; ,,...að móta þurfi sameiginlega sýn á það hvað farsæld felur í sér og skýra betur hvaða hlutverki ólíkar stofnanir og faghópar gegna í að styðja farsæld nemenda. Það er samfélagslegt ákall og skýr stefna stjórnvalda að horfa skuli til farsældar sem markmiðs menntunar.” Framtíðarsýn íslensks menntakerfis hlýtur að fela í sér samfélag sem hlúir að börnum sem fullgildum þátttakendum. Þar sem vellíðan, virðing og þátttaka eru ekki aukaatriði, heldur kjarni alls skólastarfs. Til þess þarf samhenta stefnumótun, faglegt hugrekki og raunverulega trú á verðmæti barna. Álfhildur er kennari og nemi. Hólmfríður er menntunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Þegar fjallað er um niðurstöður PISA 2022 eru neikvæðir þættir gjarna dregnir fram en minna fjallað um jákvæða þætti sem þar má sannarlega einnig finna. Í skýrslunni segir að meirihluti íslenskra 15 ára nemenda upplifi almennt góða líðan í skólanum. Um 80% nemenda telja sig tilheyra skólasamfélaginu og 78% þeirra upplifa að kennarar sýni þeim umhyggju og hafi áhuga á líðan þeirra (MMS, 2023). Þá verður 88% nemenda ekki fyrir einelti og 30% þeirra finna sjaldan eða aldrei fyrir kvíða (Stjórnarráðið, 2023). Þessar niðurstöður bera vott um styrkleika skólakerfisins, en einnig um mikilvægi þess að hlúa þarf áfram að félagslegri og tilfinningalegri velferð nemenda. Menntastefna stjórnvalda til ársins 2030 undirstrikar að menntakerfið eigi að styðja við heildræna velferð nemenda og efla þá til þátttöku í lýðræðissamfélagi, með áherslu á jafnrétti, sjálfbærni og manngildi (Menntastefna til 2030). Þar er skýr krafa um að skólinn rækti félagslegt og lýðræðislegt hlutverk sitt og efli nemendur til að takast á við áskoranir lífsins af virðingu, ábyrgð og samkennd. Í anda Aðalnámskrár grunnskóla (2013) á skólastarf að byggja á velferð nemenda, gagnkvæmu trausti, öryggi og virku samstarfi heimila og skóla. Til þess að ná þessum markmiðum er mikilvægt að grípa til eftirfarandi aðgerða: Stuðla áfram að traustum og virðingarríkum tengslum milli nemenda og kennara. Þar þurfa foreldrar að vera virkir þátttakendur sem og samfélagið allt. Bjóða upp á fjölbreyttar og sveigjanlegar námsleiðir sem taka mið af áhugasviði og hæfni hvers og eins. Hefja verklegt nám fyrr og hafa fjölbreytni og val í öndvegi. Auka vægi skapandi greina og lista til að rækta tjáningu, sjálfsvitund og skapandi og gagnrýna hugsun. Efla þátttöku nemenda í ákvarðanatöku og sjálfsmati til að byggja upp seiglu og trú á eigin getu. Skapa öruggan skólabrag sem einkennist af umhyggju, ábyrgð og samkennd. Styrkja samstarf heimila og skóla með áherslu á velferð barnsins. Tryggja snemmtækan stuðning við tilfinningaleg og félagsleg vandamál. Þegar þessar aðgerðir eru samofnar daglegu skólastarfi verður skólinn ekki aðeins vettvangur náms heldur líka uppeldis og styrkingar, þar sem börn læra að trúa á eigið ágæti og verða að heilsteyptum einstaklingum. Í ljósi þessara stefnuáherslna hvetja fræðimenn og talsmenn barnavelferðar til róttækra aðgerða. Í nýlegri grein Gríms Atlasonar er kallað eftir heildstæðri stefnu þar sem barnæska er ekki mótuð af þörfum markaðar heldur velferð fjölskyldna (Vísir, 2025). Lagt er til að veita fjölskyldum raunverulegan stuðning og tryggja að menntakerfið þróist út frá þroska og lífsgæðum barna fremur en mælanlegum afköstum. Þá benda Kolbrún Þ. Pálsdóttir og Kristján Kristjánsson í grein sinni ,,Farsæld sem markmið menntunar: Ákall um aðgerðir” í TUM; ,,...að móta þurfi sameiginlega sýn á það hvað farsæld felur í sér og skýra betur hvaða hlutverki ólíkar stofnanir og faghópar gegna í að styðja farsæld nemenda. Það er samfélagslegt ákall og skýr stefna stjórnvalda að horfa skuli til farsældar sem markmiðs menntunar.” Framtíðarsýn íslensks menntakerfis hlýtur að fela í sér samfélag sem hlúir að börnum sem fullgildum þátttakendum. Þar sem vellíðan, virðing og þátttaka eru ekki aukaatriði, heldur kjarni alls skólastarfs. Til þess þarf samhenta stefnumótun, faglegt hugrekki og raunverulega trú á verðmæti barna. Álfhildur er kennari og nemi. Hólmfríður er menntunarfræðingur.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun